Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrívíddarbíó dýrara fyrir þá sem nota gleraugu

Það hef­ur færst í vöxt í Hollywood að taka upp og sýna kvik­mynd­ir í þrívídd en því fylg­ir auk­inn kostn­að­ur fyr­ir þá bíógesti sem sækja slík­ar sýn­ing­ar. Til þess að njóta kvik­mynd­ar í þrívídd þarf sér­stök þrívídd­argler­augu sem seld eru sér hér á landi. Fyr­ir þá sem nota gler­augu að stað­aldri get­ur reynst ansi dýrt að sækja slík­ar sýn­ing­ar.

Þrívíddarbíó dýrara fyrir þá sem nota gleraugu
350 til 700% verðmunur Fyrir þá sem sjá eðlilega kosta þrívíddargleraugu aðeins 170 til 175 krónur hér á landi. Fyrir þá sem þurfa að nota gleraugu þá þarf að kaupa sérstök þrívíddargleraugu með klemmu en þau kosta annars vegar 600 krónur í Smárabíói og hins vegar 1200 krónur hjá Sambíóunum. Mynd: AMG

Kvikmyndir sem teknar eru upp í þrívídd njóta sívaxandi vinsælda úti um allan heim en fyrir hinn almenna bíógest þýðir þetta aukakostnað því kaupa þarf sérstök þrívíddargleraugu til þess að geta yfir höfuð horft á kvikmyndina. Þrívíddargleraugu hér á landi eru seld sér og við innganginn en gríðarlegur verðmunur er á þessum gleraugum hér á landi.

Þannig kosta þrívíddargleraugu fyrir þá sem ekki þurfa að nota gleraugu að staðaldri aðeins 170 krónur hjá Sambíóunum og 175 krónur hjá Smárabíói en þessi kvikmyndahús eru rekin af sitthvorum aðilanum. Þegar aftur á móti kemur að þeim sem þurfa að nota gleraugu að staðaldri þá verður bíóferðin aðeins flóknari.

Dýrara fyrir þá sem ekki sjá vel

Ekki eru öll gleraugu þannig að hægt sé að setja þessi hefðbundnu þrívíddargleraugu utan um þessi sem notuð eru frá degi til dags og því þarf að kaupa sérstök þrívíddargleraugu. Þau eru þannig að þrívíddargleraugunum er smellt utan á þessi hefðbundnu og þannig getur sá sem ekki sér mjög vel notið kvikmyndarinnar líkt og þessi sem ekki þarf á gleraugum að halda. En á þessum tveimur tegundum af þrívíddargleraugum er gríðarlegur verðmunur. Þannig kosta þrívíddargleraugu með klemmu 1.200 krónur hjá Sambíóunum og 600 krónur hjá Smárabíói.

Stundin hafði samband við Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóra Sambíóanna á Íslandi, til þess að fá að vita hvers vegna svo mikill verðmunur væri á þessum gleraugum, af hverju klemmulaus þrívíddargleraugu kostuðu 170 krónur en með klemmu 1.200 krónur en þarna er um 700 prósentu verðmun að ræða.

Snéri út úr og ræddi um miðaverð erlendis

Alfreð Ásberg sagðist lítið vita um málið því hann væri ekki með þetta fyrir framan sig og spurði blaðamann Stundarinnar hvort hann vissi hvað það kostaði að fara í bíó í Bandaríkjunum. Þegar Alfreð var minntur á að spurningin snérist um verðmun á þrívíddargleraugunum þá sagðist hann ekki vita það því hann væri ekki með upplýsingarnar fyrir framan sig. Síðan lagði hann á.

Stundin sóttist eftir þessum upplýsingum hjá rekstraraðila Smárabíós en það er fyrirtækið Sena. Þar á bæ var engin til svara um þennan mismun en venjuleg þrívíddargleraugu kosta, eins og áður segir, 175 krónur hjá þeim en þessi með klemmunni 600 krónur og er því um rúman 350 prósenta mun að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár