Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Stund­in greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann geng­ur und­ir fleiri nöfn­um og send­ir Ís­lend­ing­um í íbúða­leit gylli­boð á hverj­um ein­asta degi. Saga Auð­ar Asp­ar var svo sann­ar­lega ekki eins­dæmi en svo virð­ist sem að hann stundi fjár­svik­in í fjöl­mörg­um lönd­um. Lög­reglu­yf­ir­völd vara við þess­um fjár­svik­um.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi
Er þetta Christian Thurner? Þessa ljósmynd sendi Christian Thurner með fölsuðum samning sem hann sendi til Auðar Aspar í fyrradag. Hann reyndi að leigja henni út íbúð í Lönguhlíð 19. Mynd: Já.is

Stundin greindi frá því í gær að maður að nafni Christian Thurner hefði reynt að svíkja fé út úr Auði Ösp Guðjónsdóttur sem svaraði auglýsingu um íbúð á Bland.is. Frá því fréttin birtist hafa fjölmargir haft samband við Stundina og greint frá sambærilegum tölvupóstsamskiptum sem þau áttu við Christian, en svo virðist sem að hann gangi undir fleiri nöfnum.

Hann hefur til dæmis kallað sig Philipp Bunse, Sebastian Rostad, Jonas Nilsson, Victor Bruhn og Justin Ludin. Þá hefur hann boðið íbúðir til leigu í Álftamýri, Lönguhlíð og Tómasarhaga.

Sagðist hafa keypt íbúðina fyrir dóttur sína

Christian þessi sagðist í samtali við Auði Ösp vera 58 ára gamall verkfræðingur sem hefði keypt íbúð á Íslandi fyrir dóttur sína á meðan hún stundaði þar nám. Að náminu loknu hafi dóttir hans flutt aftur heim og því stæði íbúðin tóm.

Auður Ösp
Auður Ösp Þótti gylliboð mannsins of gott til að vera satt.

Maðurinn sagði íbúðina vera í Lönguhlíð 19 og að afhending lykla og samnings færi fram eftir að hún hefði greitt það sem samsvarar þriggja mánaða leigu inn á reikninginn hans. Þriggja mánaða leiga í þessu tilfelli voru þrjú hundruð og fimmtán þúsund krónur.

Nýtti Airbnb til þess að ávinna sér traust

Til þess að ávinna sér traust Auðar Aspar þá sagði hann alla þessa gjörninga fara fram í gegnum vefsíðuna Airbnb. Sú vefsíða hefur samt sem áður gefið út aðvörun vegna slíkra gjörninga þar sem þeir séu ekki á vegum vefsíðunnar.

Auður Ösp áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu og ákvað að hætta að eiga í frekari samskiptum við manninn.

Sami maður, annað nafn

„Ég lenti í þessum sama gæja nema hann var undir öðru nafni þá en sama sagan að hann hefði keypt íbúð fyrir dóttur sína sem hafði stundað nám á Íslandi. Ég var alltaf með efasemdir enda var þetta of gott til að vera satt,“ segir Sunna Björk sem greinir frá samskiptum sínum við manninn í hópi á Facebook sem heldur utan um íbúðaauglýsingar.

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei.“

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei og sagði hann vera ljótan mann að reyna að svindla svona á fólki. Hann svaraði aldrei aftur.“

Slóðin nær til Írlands

Önnur kona sem tjáir sig um samskipti sín við þennan dularfulla Christian er Sigríður Þórðardóttir en hún segir manninn hafa sagst vera frá Englandi þegar dóttir hennar var að leita sér að leiguíbúð í Reykjavík.

„Þá fundum við hann á netinu og fullt af málum þar sem hann var að nota sömu aðferð í Írlandi. Hann hlýtur að hafa vel upp úr þessu því það þarf ekki nema örfáa til að glepjast á þessum gylliboðum hans svo hann hafi vel upp úr þessu. Farið bara varlega ef þið eruð að leita ykkur að íbúð til leigu,“ segir Sigríður.

Góðar varúðarreglur frá lögreglunni:

Lögregluyfirvöld hér á landi vara við þessum fjársvikurum og segja þessi svindl mjög algeng hér á landi. Þau tengist nánast aldrei því nafni sem gefið er upp í auglýsingunni og ljósmyndirnar eru oftast teknar af Google. Þá segir lögreglan einnig að textinn í auglýsingunum sé nánast alltaf sá sami en mjög erfitt sé að rekja hvaðan þetta kemur enda eru þær sjaldnast frá Evrópulöndum.

  • Farið alltaf og skoðið íbúðina ef það er hægt eða fáið einhvern til að fara fyrir ykkur. Aldrei leigja íbúð í sama landi/borg nema að skoða hana fyrst!
     
  • Ef þið pantið í gegn um þjónustu eins og Airbnb þá skuluð þið varast ef einhver vill fá greiðslu utan við kerfið. Airbnb og margar þjónustur eru með varnagla sem þýðir að greiðsla berst ekki leigusala fyrr en 24 tímum eftir að þú hefur tekið við íbúðinni. Um leið og þú greiðir utan þjónustunar þá er engin ábyrgð.
     
  • Ef einhver vill fá greiðslu í gegn um Western Union eða Barclays Banka. Það er mjög auðvelt að áframsenda þessar greiðslur þar til týnast alveg og eru órekjanlegar.
     
  • Einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, það er hvorki á Íslandi eða í landinu sem þú ætlar að leigja í. Dæmi, þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðsla á að berast til Englands.
     
  • Fáið mynd af íbúðinni að utan og berið hana saman við google maps eða ja.is eða álíka, það er ekkert mál að sýna einhverjar myndir innan úr íbúð en málið flækist aðeins ef það á að sýna myndir að utan en það er samt engin trygging.
     
  • Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
     
  • Skoðið alltaf íbúðina á einhverju korti, sum hús eins og Laugavegur 75 eru einfaldlega ekki til.
     
  • Grunsamleg netföng eins og airbnb12@hotmail.com og svoleiðis.
     
  • Lesið umsagnir, ef þær eru margar frá mismunandi aðilum (sem skrifa í ólíkum stíl) og eru jákvæðar þá er það líklega rétt.
     
  • Aldrei senda kortaupplýsingar í tölvuskeyti (email).
     
  • Sendið inn fyrirspurnir, til skóla sem þið eruð að fara til og annað. Sumir eru með vefi sem safna upplýsingum um varasöm netföng eða staði.
     
  • Þið megið líka senda fyrirspurn á okkur abendingar@lrh.is og við munum meta þær eftir bestu getu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár