Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Stund­in greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann geng­ur und­ir fleiri nöfn­um og send­ir Ís­lend­ing­um í íbúða­leit gylli­boð á hverj­um ein­asta degi. Saga Auð­ar Asp­ar var svo sann­ar­lega ekki eins­dæmi en svo virð­ist sem að hann stundi fjár­svik­in í fjöl­mörg­um lönd­um. Lög­reglu­yf­ir­völd vara við þess­um fjár­svik­um.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi
Er þetta Christian Thurner? Þessa ljósmynd sendi Christian Thurner með fölsuðum samning sem hann sendi til Auðar Aspar í fyrradag. Hann reyndi að leigja henni út íbúð í Lönguhlíð 19. Mynd: Já.is

Stundin greindi frá því í gær að maður að nafni Christian Thurner hefði reynt að svíkja fé út úr Auði Ösp Guðjónsdóttur sem svaraði auglýsingu um íbúð á Bland.is. Frá því fréttin birtist hafa fjölmargir haft samband við Stundina og greint frá sambærilegum tölvupóstsamskiptum sem þau áttu við Christian, en svo virðist sem að hann gangi undir fleiri nöfnum.

Hann hefur til dæmis kallað sig Philipp Bunse, Sebastian Rostad, Jonas Nilsson, Victor Bruhn og Justin Ludin. Þá hefur hann boðið íbúðir til leigu í Álftamýri, Lönguhlíð og Tómasarhaga.

Sagðist hafa keypt íbúðina fyrir dóttur sína

Christian þessi sagðist í samtali við Auði Ösp vera 58 ára gamall verkfræðingur sem hefði keypt íbúð á Íslandi fyrir dóttur sína á meðan hún stundaði þar nám. Að náminu loknu hafi dóttir hans flutt aftur heim og því stæði íbúðin tóm.

Auður Ösp
Auður Ösp Þótti gylliboð mannsins of gott til að vera satt.

Maðurinn sagði íbúðina vera í Lönguhlíð 19 og að afhending lykla og samnings færi fram eftir að hún hefði greitt það sem samsvarar þriggja mánaða leigu inn á reikninginn hans. Þriggja mánaða leiga í þessu tilfelli voru þrjú hundruð og fimmtán þúsund krónur.

Nýtti Airbnb til þess að ávinna sér traust

Til þess að ávinna sér traust Auðar Aspar þá sagði hann alla þessa gjörninga fara fram í gegnum vefsíðuna Airbnb. Sú vefsíða hefur samt sem áður gefið út aðvörun vegna slíkra gjörninga þar sem þeir séu ekki á vegum vefsíðunnar.

Auður Ösp áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu og ákvað að hætta að eiga í frekari samskiptum við manninn.

Sami maður, annað nafn

„Ég lenti í þessum sama gæja nema hann var undir öðru nafni þá en sama sagan að hann hefði keypt íbúð fyrir dóttur sína sem hafði stundað nám á Íslandi. Ég var alltaf með efasemdir enda var þetta of gott til að vera satt,“ segir Sunna Björk sem greinir frá samskiptum sínum við manninn í hópi á Facebook sem heldur utan um íbúðaauglýsingar.

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei.“

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei og sagði hann vera ljótan mann að reyna að svindla svona á fólki. Hann svaraði aldrei aftur.“

Slóðin nær til Írlands

Önnur kona sem tjáir sig um samskipti sín við þennan dularfulla Christian er Sigríður Þórðardóttir en hún segir manninn hafa sagst vera frá Englandi þegar dóttir hennar var að leita sér að leiguíbúð í Reykjavík.

„Þá fundum við hann á netinu og fullt af málum þar sem hann var að nota sömu aðferð í Írlandi. Hann hlýtur að hafa vel upp úr þessu því það þarf ekki nema örfáa til að glepjast á þessum gylliboðum hans svo hann hafi vel upp úr þessu. Farið bara varlega ef þið eruð að leita ykkur að íbúð til leigu,“ segir Sigríður.

Góðar varúðarreglur frá lögreglunni:

Lögregluyfirvöld hér á landi vara við þessum fjársvikurum og segja þessi svindl mjög algeng hér á landi. Þau tengist nánast aldrei því nafni sem gefið er upp í auglýsingunni og ljósmyndirnar eru oftast teknar af Google. Þá segir lögreglan einnig að textinn í auglýsingunum sé nánast alltaf sá sami en mjög erfitt sé að rekja hvaðan þetta kemur enda eru þær sjaldnast frá Evrópulöndum.

  • Farið alltaf og skoðið íbúðina ef það er hægt eða fáið einhvern til að fara fyrir ykkur. Aldrei leigja íbúð í sama landi/borg nema að skoða hana fyrst!
     
  • Ef þið pantið í gegn um þjónustu eins og Airbnb þá skuluð þið varast ef einhver vill fá greiðslu utan við kerfið. Airbnb og margar þjónustur eru með varnagla sem þýðir að greiðsla berst ekki leigusala fyrr en 24 tímum eftir að þú hefur tekið við íbúðinni. Um leið og þú greiðir utan þjónustunar þá er engin ábyrgð.
     
  • Ef einhver vill fá greiðslu í gegn um Western Union eða Barclays Banka. Það er mjög auðvelt að áframsenda þessar greiðslur þar til týnast alveg og eru órekjanlegar.
     
  • Einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, það er hvorki á Íslandi eða í landinu sem þú ætlar að leigja í. Dæmi, þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðsla á að berast til Englands.
     
  • Fáið mynd af íbúðinni að utan og berið hana saman við google maps eða ja.is eða álíka, það er ekkert mál að sýna einhverjar myndir innan úr íbúð en málið flækist aðeins ef það á að sýna myndir að utan en það er samt engin trygging.
     
  • Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
     
  • Skoðið alltaf íbúðina á einhverju korti, sum hús eins og Laugavegur 75 eru einfaldlega ekki til.
     
  • Grunsamleg netföng eins og airbnb12@hotmail.com og svoleiðis.
     
  • Lesið umsagnir, ef þær eru margar frá mismunandi aðilum (sem skrifa í ólíkum stíl) og eru jákvæðar þá er það líklega rétt.
     
  • Aldrei senda kortaupplýsingar í tölvuskeyti (email).
     
  • Sendið inn fyrirspurnir, til skóla sem þið eruð að fara til og annað. Sumir eru með vefi sem safna upplýsingum um varasöm netföng eða staði.
     
  • Þið megið líka senda fyrirspurn á okkur abendingar@lrh.is og við munum meta þær eftir bestu getu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár