Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Telja Háskólann á Bifröst ljúga að nemendum

Hjalti Thom­as Houe og Sól­rún Fönn Þórð­ar­dótt­ir segja skól­ann hafa full­viss­að sig um að Há­skólag­átt­in myndi veita þeim inn­göngu í Há­skóla Ís­lands. Sviðs­stjóri kennslu­sviðs Há­skóla Ís­lands seg­ir nám­ið ekki veita rétt til náms við skól­ann. Hægt sé að sækja um und­an­þágu en fá­ar deild­ir veiti hana. Skól­inn neit­ar að end­ur­greiða inn­rit­un­ar­gjöld.

Telja Háskólann á Bifröst ljúga að nemendum
Fá ekki endurgreitt Hjalti Thomas Houe og Sólrún Fönn Þórðardóttir segja Háskólann á Bifröst hafa svikið af sér fé með lygum. Mynd: Úr einkasafni.

Hjalti Thomas Houe og Sólrún Fönn Þórðardóttir segja Háskólann á Bifröst hafa svikið af sér fé með lygum. Þau segja starfsfólk skólans ítrekað hafa fullvissað sig um að námið í Háskólagáttinni í Bifröst yrði metið hjá Háskóla Íslands, en svo er í raun ekki. Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, staðfestir þetta í samtali við Stundina. Engir samningar liggja fyrir á milli háskólanna tveggja. Skólinn neitar hins vegar að endurgreiða þeim innritunargjöldin. Á vefsíðu skólans er sagt að námið sé viðurkennt og gefið til kynna að nemendur sem útskrifast úr Háskólagáttinni fái inngöngu í háskóla: „Nemendur sem hafa útskrifast með aðfararnám úr Háskólagátt hafa fengið inngöngu í alla háskóla landsins og einnig í háskóla erlendis.“

Forstöðumaður Háskólagáttarinnar ber fyrir sig samningaviðræður sem nú standa yfir við Háskóla Íslands, en sviðsstjóri kennslusviðs HÍ telur ólíklegt að þær muni skila annarri niðurstöðu. 

Voru fullvissuð um inngöngu í HÍ

Hjalti er lærður smiður en stefnir á nám í tölvunarfræði eða kerfisfræði. Sólrún starfar í landamæragæslunni á Keflavíkurflugvelli en hefur lengi látið sig dreyma um nám í félagsfræði við Háskóla Ísland. Bæði vantar þau hins vegar nokkrar einingar upp á að geta hafið háskólanám. Heimilishald og barnauppeldi hefur hins vegar orðið til þess að þau hafa slegið námi á frest.

„Við erum búin að bíða lengi eftir því að getað byrjað aftur í skóla,“ segir Hjalti í samtali við Stundina. „Við höfum bara ekki verið í þeirri stöðu að geta hætt að vinna og farið í skóla.“

„Við vorum búin að sjá einhverja neikvæða umfjöllun um Bifröst en ákváðum samt að sækja um og sjá til.“

Í sumar ákváðu Hjalti og Sólrún að láta slag standa og skrá sig í nám. Sem stendur hafa þau einungis kost á að vera í skóla samhliða vinnu og fóru því að skoða hvaða skólar bjóða upp á frumgreinanám í fjarnámi. „Við skoðuðum nokkra skóla og sáum að Bifröst býður meðal annars upp á fjarnám. Við vorum búin að sjá einhverja neikvæða umfjöllun um Bifröst en ákváðum samt að sækja um og sjá til. Svo var haft samband við okkur bæði og við beðin að koma þarna uppeftir í viðtal, sem við gerðum. Í viðtalinu ákváðum við að spyrja bæði hvort námið væri ekki örugglega viðurkennt inn í alla háskóla, líkt og stendur á heimasíðunni hjá þeim. Við nefndum sérstaklega HÍ því bæði stefnum við þangað,“ segir Hjalti. 

Sólrún fór í viðtal til Huldu Ingibjargar Rafnarsdóttur, forstöðumanns Háskólagáttarinnar, en Hjalti til Söndru Bjarkar Jóhannsdóttur, prófstjóra. Að sögn Hjalta voru þau bæði fullvissuð um að námið væri metið í alla skóla og í framhaldinu ákváðu þau að slá til. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár