Bjartir sólargeislar heilsa þegar gengið er inn í stofuna hjá Ingibjörgu Hönnu. Hvít gólfin gera það að verkum að birtan endurkastast bæði af gólfi og veggjum. „Sumum finnst þetta alltof bjart, en mér finnst þetta fínt. Þetta er allavega mjög gott í skammdeginu,“ segir hún og hlær. Gólfin lét Ingibjörg mála hvít þegar hún flutti inn. „Það voru þrjú mismunandi parket hérna inni og tvö af þeim voru plastparket,“ segir hún, en þessi leið var bæði fljótlegri og ódýrari en að skipta um gólfefni.
Ingibjörg flutti inn í íbúðina, ásamt tveimur sonum sínum, fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún segir það fyrst og fremst hafa verið gluggarnir sem heilluðu hana, en hún hafi verið að leita sér að bjartri íbúð í þessu hverfi. Ingibjörg segist hafa fallið fyrir Hlíðunum í íslensku sjónvarpsþáttunum Pressu. „Ég sá allar þessar flottu íbúðir og hugsaði með mér: „Mig langar í svona íbúð!“,“ segir hún.
Heimilið er í senn stílhreint og persónulegt. Á víð og dreif um íbúðina má finna muni eftir Ingibjörgu Hönnu sjálfa; púða, kertastjaka, sniglasnaga og að sjálfsögðu krummann vinsæla. „Fyrir mér er krumminn alltaf herðatré. Það kom mér því mjög á óvart að sjá að flestir hengja hann út í glugga. Mér
Athugasemdir