Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stundin valin besti vefmiðillinn

Sam­tök vef­iðn­að­ar­ins hafa veitt Stund­inni verð­laun sem vef­mið­ill árs­ins 2015. „Hef­ur haft mik­il áhrif á aðra vef­miðla og þjóð­fé­lagsum­ræðu,“ seg­ir í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar.

Stundin valin besti vefmiðillinn

Stundin.is var valinn vefmiðill ársins á Íslensku vefverðlaununum 2015, sem afhend voru á föstudagskvöld við hátíðlega athöfn. 

Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að vefmiðilinn hefði haft áhrif á aðra vefmiðla og þjóðfélagsumræðu:

„Sá vefur sem varð fyrir valinu sem besti vefmiðillinn kom fram á sjónarsviðið með ferskum blæ og hefur haft mikil áhrif á aðra vefmiðla og þjóðfélagsumræðu. Efnið er fjölbreytt og forvitnilegt og sett fram á læsilegan hátt. Uppsetningin og notkun á „responsive“-veftækni er vel hugsuð og útfærslan er áhugaverð. Uppbygging og flæði á vefmiðlinum er gott og skipulag hans skýrt.  Þessir eiginleikar gera það að verkum að vefmiðillinn er auðlesinn og mjög þægilegur í notkun.“

Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin árlega frá árinu 2000 og er markmið þeirra að „verðlauna þá sem vinna góða vinnu innan vefiðnaðarins og upphefja þau góðu verkefni sem eru unnin“.

Besti íslenski vefurinn í öllum flokkum var valinn miðasöluvefurinn tix.is.

Verðlaunahafar í öllum flokkum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár