Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stundin fjölgar útgáfu­­dögum

Frá og með nóv­em­ber­mán­uði mun prentút­gáfa Stund­ar­inn­ar koma út tvisvar í mán­uði í stað einu sinni.

Stundin fjölgar útgáfu­­dögum

Frá og með nóvembermánuði mun prentútgáfa Stundarinnar koma út tvisvar í mánuði í stað einu sinni. Ákvörðun um aukna útgáfutíðni tekur mið af spurningakönnun meðal áskrifenda sem send var með tölvupósti í lok október. Um 1.500 áskrifendur svöruðu könnuninni og töldu 86 prósent svarenda að hæfilegt væri að útgáfudögum Stundarinnar yrði fjölgað. 
Stundin heldur enn úti dagleg­um fréttaflutningi á fréttavef Stundar­innar, sem er að hluta lokaður öðrum en áskrifendum. 

Samhliða tvöföldun útgáfudaga hækkar verð á prentáskrift, sem inni­felur vefáskrift, úr 950 kr. í 1.350 kr. á mánuði. Þá fer vefáskrift úr 750 kr. í 950 kr. á mánuði.

Einnig kom fram í áskrifenda­könnuninni að rúmlega 90 prósent svarenda kváðu líklegt að þeir myndu mæla með Stundinni við ættingja eða vini. Um 80 prósent svarenda töldu að Stundin væri betri en meðaltölu­blað annarra prentmiðla, en 15 prósent að þau væru svipuð.
Þegar nánar var spurt út í ánægju eða óánægju með efni blaðs­ins sögðust 94 prósent svarenda telja að vel tækist til með rann­sóknar­blaða­mennsku í Stundinni. 

Þegar opinna spurninga var spurt um hvaða efni viðkomandi þætti áhugaverðast voru svörin fjöl­breytileg. „Mér finnast rannsóknar­greinarnar alltaf áhugaverðastar. Og pistlarnir,“ sagði einn svarandi. „Mikilvægt að halda málum sem varða hagsmuni almennings á lofti, að mikilvæg málefni verði ekki svæfð. Haldið vöku ykkar og verið umfram allt málefnaleg og rökvís,“ sagði annar áskrifandi.

„Blaðið er gott í heildina, mætti skipta því í tvö blöð, þá hálfs­mána­ð­ar­lega. Þetta er svo mikið efni, takk,“ sagði enn annar.

Margar gagnlegar ábendingar, gagnrýni sem hvatningar, bárust í opnum spurningum í könnuninni sem verða nýttar af ritstjórn til áfram­­­haldandi þróunar á prent- og vefútgáfu Stundarinnar. „Þið eruð mikið með neikvæðar fréttir og prentaða útgáfan er mjög stór þannig að maður skoðar aldrei allt blaðið,“ kom fram í máli eins. „Haldið áfram á þessari braut það eru ekki margir óháðir fréttamiðlar á Íslandi í dag,“ sagði annar. „Haldið áfram gagnrýninni umræðu um spillingu og valdhroka,“ sagði sá þriðji. Og enn annar: „Ef þið hættið að verða óháður miðill segi ég áskriftinni upp á stundinni :)“

Ritstjórn Stundarinnar þakkar gagnleg svör í spurningakönnun til áskrifenda. Könnunin verður endurtekin á næstu misserum til hliðsjónar við gæðastjórnun og framþróun miðilsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár