Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi

Stjórn­mála­flokk­ur sem lof­aði hækk­un á lág­marks­laun­um, há­tekju­skatti, fyr­ir­tækja­skatti og auð­linda­gjaldi vann stór­sig­ur í Al­berta-ríki í Kan­ada. Með sigr­in­um lauk tæp­lega hálfr­ar ald­ar valda­tíð Fram­sókn­ar- og íhalds­flokks­ins.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi
Formaður Nýja lýðræðisflokksins (NDP) Rachel Notley, formaður Nýja lýðræðisflokksins í Alberta í Kanada (Alberta New Democratic Party), fagnaði sigri í kosningum til ríkisþingsins í fyrradag.

Stjórnmálaflokkur sem hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun, auðlindagjaldog skatt á fyrirtæki vann sögulegan stórsigur í kosningum í Kanada í fyrradag.

Úrslitin hafa valdið ugg meðal samtaka atvinnurekenda, en vekja fögnuð meðal verkalýðshreyfingarinnar. 

Framsóknar- og íhaldsflokkur við völd í 44 ár

Um var að ræða kosningar til ríkisþingsins í Alberta-ríki í Kanada. Með kosningunum lauk 44 ára samfelldri valdatíð Framsóknar- og íhaldsflokksins (Progressive Conservative Party) í ríkinu. Framsóknar- og íhaldsflokkurinn galt afhroð, en Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party), vann stórsigur og hlaut 53 þingsæti af 87. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aðeins fjögur þingsæti.

„Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun“

Nýi lýðræðisflokkurinn hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun í ríkinu úr 1.100 krónum á tímann í rúmlega 1.600 krónur á tímann. 

Alberta
Alberta Albertaríki er vestarlega í Kanada. Það er sex sinnum stærra en Ísland og eru íbúar um 3,6 milljónir talsins.

„Við munum sjá breytingar á skattastefnunni, við munum sjá breytingar á stefnu sem varðar lágmarkslaun og málefnin sem tengjast auðlindarentu og orkugeirann. Þetta er ekkert til að óttast. Við eigum að fagna þessu, enda er þetta einmitt það sem íbúar í Alberta kusu. Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun,“ sagði Gil McGowan, forseti Verkalýðssamtaka Alberta í samtali við Globe and Mail.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár