Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi

Stjórn­mála­flokk­ur sem lof­aði hækk­un á lág­marks­laun­um, há­tekju­skatti, fyr­ir­tækja­skatti og auð­linda­gjaldi vann stór­sig­ur í Al­berta-ríki í Kan­ada. Með sigr­in­um lauk tæp­lega hálfr­ar ald­ar valda­tíð Fram­sókn­ar- og íhalds­flokks­ins.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi
Formaður Nýja lýðræðisflokksins (NDP) Rachel Notley, formaður Nýja lýðræðisflokksins í Alberta í Kanada (Alberta New Democratic Party), fagnaði sigri í kosningum til ríkisþingsins í fyrradag.

Stjórnmálaflokkur sem hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun, auðlindagjaldog skatt á fyrirtæki vann sögulegan stórsigur í kosningum í Kanada í fyrradag.

Úrslitin hafa valdið ugg meðal samtaka atvinnurekenda, en vekja fögnuð meðal verkalýðshreyfingarinnar. 

Framsóknar- og íhaldsflokkur við völd í 44 ár

Um var að ræða kosningar til ríkisþingsins í Alberta-ríki í Kanada. Með kosningunum lauk 44 ára samfelldri valdatíð Framsóknar- og íhaldsflokksins (Progressive Conservative Party) í ríkinu. Framsóknar- og íhaldsflokkurinn galt afhroð, en Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party), vann stórsigur og hlaut 53 þingsæti af 87. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aðeins fjögur þingsæti.

„Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun“

Nýi lýðræðisflokkurinn hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun í ríkinu úr 1.100 krónum á tímann í rúmlega 1.600 krónur á tímann. 

Alberta
Alberta Albertaríki er vestarlega í Kanada. Það er sex sinnum stærra en Ísland og eru íbúar um 3,6 milljónir talsins.

„Við munum sjá breytingar á skattastefnunni, við munum sjá breytingar á stefnu sem varðar lágmarkslaun og málefnin sem tengjast auðlindarentu og orkugeirann. Þetta er ekkert til að óttast. Við eigum að fagna þessu, enda er þetta einmitt það sem íbúar í Alberta kusu. Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun,“ sagði Gil McGowan, forseti Verkalýðssamtaka Alberta í samtali við Globe and Mail.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár