Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi

Stjórn­mála­flokk­ur sem lof­aði hækk­un á lág­marks­laun­um, há­tekju­skatti, fyr­ir­tækja­skatti og auð­linda­gjaldi vann stór­sig­ur í Al­berta-ríki í Kan­ada. Með sigr­in­um lauk tæp­lega hálfr­ar ald­ar valda­tíð Fram­sókn­ar- og íhalds­flokks­ins.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi
Formaður Nýja lýðræðisflokksins (NDP) Rachel Notley, formaður Nýja lýðræðisflokksins í Alberta í Kanada (Alberta New Democratic Party), fagnaði sigri í kosningum til ríkisþingsins í fyrradag.

Stjórnmálaflokkur sem hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun, auðlindagjaldog skatt á fyrirtæki vann sögulegan stórsigur í kosningum í Kanada í fyrradag.

Úrslitin hafa valdið ugg meðal samtaka atvinnurekenda, en vekja fögnuð meðal verkalýðshreyfingarinnar. 

Framsóknar- og íhaldsflokkur við völd í 44 ár

Um var að ræða kosningar til ríkisþingsins í Alberta-ríki í Kanada. Með kosningunum lauk 44 ára samfelldri valdatíð Framsóknar- og íhaldsflokksins (Progressive Conservative Party) í ríkinu. Framsóknar- og íhaldsflokkurinn galt afhroð, en Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party), vann stórsigur og hlaut 53 þingsæti af 87. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aðeins fjögur þingsæti.

„Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun“

Nýi lýðræðisflokkurinn hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun í ríkinu úr 1.100 krónum á tímann í rúmlega 1.600 krónur á tímann. 

Alberta
Alberta Albertaríki er vestarlega í Kanada. Það er sex sinnum stærra en Ísland og eru íbúar um 3,6 milljónir talsins.

„Við munum sjá breytingar á skattastefnunni, við munum sjá breytingar á stefnu sem varðar lágmarkslaun og málefnin sem tengjast auðlindarentu og orkugeirann. Þetta er ekkert til að óttast. Við eigum að fagna þessu, enda er þetta einmitt það sem íbúar í Alberta kusu. Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun,“ sagði Gil McGowan, forseti Verkalýðssamtaka Alberta í samtali við Globe and Mail.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár