Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi

Stjórn­mála­flokk­ur sem lof­aði hækk­un á lág­marks­laun­um, há­tekju­skatti, fyr­ir­tækja­skatti og auð­linda­gjaldi vann stór­sig­ur í Al­berta-ríki í Kan­ada. Með sigr­in­um lauk tæp­lega hálfr­ar ald­ar valda­tíð Fram­sókn­ar- og íhalds­flokks­ins.

Stjórnmálabylting í Kanada: Lofuðu hærri lágmarkslaunum og auðlindagjaldi
Formaður Nýja lýðræðisflokksins (NDP) Rachel Notley, formaður Nýja lýðræðisflokksins í Alberta í Kanada (Alberta New Democratic Party), fagnaði sigri í kosningum til ríkisþingsins í fyrradag.

Stjórnmálaflokkur sem hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun, auðlindagjaldog skatt á fyrirtæki vann sögulegan stórsigur í kosningum í Kanada í fyrradag.

Úrslitin hafa valdið ugg meðal samtaka atvinnurekenda, en vekja fögnuð meðal verkalýðshreyfingarinnar. 

Framsóknar- og íhaldsflokkur við völd í 44 ár

Um var að ræða kosningar til ríkisþingsins í Alberta-ríki í Kanada. Með kosningunum lauk 44 ára samfelldri valdatíð Framsóknar- og íhaldsflokksins (Progressive Conservative Party) í ríkinu. Framsóknar- og íhaldsflokkurinn galt afhroð, en Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party), vann stórsigur og hlaut 53 þingsæti af 87. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aðeins fjögur þingsæti.

„Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun“

Nýi lýðræðisflokkurinn hafði á stefnuskránni að hækka lágmarkslaun í ríkinu úr 1.100 krónum á tímann í rúmlega 1.600 krónur á tímann. 

Alberta
Alberta Albertaríki er vestarlega í Kanada. Það er sex sinnum stærra en Ísland og eru íbúar um 3,6 milljónir talsins.

„Við munum sjá breytingar á skattastefnunni, við munum sjá breytingar á stefnu sem varðar lágmarkslaun og málefnin sem tengjast auðlindarentu og orkugeirann. Þetta er ekkert til að óttast. Við eigum að fagna þessu, enda er þetta einmitt það sem íbúar í Alberta kusu. Þeir kusu ekki bara nýtt andlit, heldur nýja nálgun,“ sagði Gil McGowan, forseti Verkalýðssamtaka Alberta í samtali við Globe and Mail.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár