Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla

Ís­lensk stjórn­völd hafa sam­ið við pólsku skipa­smíða­stöð­ina Crist S.A. um smíði á nýrri Vest­manna­eyja­ferju en skipa­smíða­stöð­in hef­ur not­að vinnu­þræla frá Norð­ur-Kór­eu. Hall­dór Ó. Sig­urðs­son, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir Rík­is­kaup og Vega­gerð­ina ekki hafa hald­bær­ar heim­ild­ir um að Crist hafi orð­ið upp­víst að brot­um sem geta fall­ið und­ir skil­grein­ingu á man­sali. Sig­urð­ur Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar, ætl­ar að krefjast skýr­inga af pólska fyr­ir­tæk­inu.

Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla
Frá undirskrift samningsins Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Radoslaw Pallach og Romuald Teperski, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, og Hreinn Haraldson vegamálastjóri. Mynd: Vegagerðin

Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A., sem falið hefur verið að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir íslensk stjórnvöld, var staðin að því á síðasta ári að nota vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Lifa þeir við bágar aðstæður og þurfa að greiða stóran hluta launa sinna til einræðisstjórnar Kim Jong-un. Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu undir samning um smíði nýrrar ferju í gær og verður hún afhent sumarið 2018. „Ríkiskaup og Vegagerðin hafa engar haldbærar heimildir um að pólska fyrirtækið Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali,“ segir Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, í svari til Stundarinnar. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, hefur óskað eftir að Crist verði krafist skýringu á þessu og hvernig þetta samræmist yfirlýsingu þeirra til íslenskra stjórnvalda. „Auk þess hef ég farið fram að þeir verði spurðir hversu margir frá Norður Kóreu vinni hjá þeim,“ segir hann í svari til Stundarinnar. 

Sviplegt dauðsfall …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár