Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A., sem falið hefur verið að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir íslensk stjórnvöld, var staðin að því á síðasta ári að nota vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Lifa þeir við bágar aðstæður og þurfa að greiða stóran hluta launa sinna til einræðisstjórnar Kim Jong-un. Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu undir samning um smíði nýrrar ferju í gær og verður hún afhent sumarið 2018. „Ríkiskaup og Vegagerðin hafa engar haldbærar heimildir um að pólska fyrirtækið Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali,“ segir Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, í svari til Stundarinnar. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, hefur óskað eftir að Crist verði krafist skýringu á þessu og hvernig þetta samræmist yfirlýsingu þeirra til íslenskra stjórnvalda. „Auk þess hef ég farið fram að þeir verði spurðir hversu margir frá Norður Kóreu vinni hjá þeim,“ segir hann í svari til Stundarinnar.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla
Íslensk stjórnvöld hafa samið við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju en skipasmíðastöðin hefur notað vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir Ríkiskaup og Vegagerðina ekki hafa haldbærar heimildir um að Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, ætlar að krefjast skýringa af pólska fyrirtækinu.

Mest lesið

1
Barn lést í Reynisfjöru
Sjötta banaslysið í Reynisfjöru á síðustu níu árum.

2
Ráðgátan um hvarf rekaviðarins
Sérfræðingar spáðu því að rekaviður gæti hætt að berast árið 2060 vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Fólk á Ströndum segir hann þegar vera horfinn.

3
Fá 30 prósent afslátt af skólagjöldum ef þau geta borgað
Dæmi eru um að stúdentar sem hafa efni á borgi upp skólagjaldalán sín strax við útskrift og fái þannig 30 prósent afslátt og sleppi við vaxtabyrði. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir grun um að fólk misnoti lánasjóðskerfið.

4
Finnst of margir ferðamenn: „Þetta snýst náttúrlega allt um peninga“
Guðrún Berndsen, íbúi í Vík, er gagnrýnin á margt sem uppgangur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér í þorpinu. Samfélagið sé að mörgu leyti tvískipt eftir þjóðerni og börn sem hafa búið í Vík alla ævi tala mörg enga íslensku. Þá sé fólk hrætt við að gagnrýna ferðaþjónustuna.

5
Fór 68 sinnum í pontu vegna veiðgjalda
Halla Hrund Logadóttir segir að ræður sínar um veiðigjöld eftir að málþóf stjórnarandstöðunnar hófst hafi ekki verið hluti af því heldur hafi hún viljað leggja áherslu á mikilvægi auðlindagjalda.

6
Gagnrýna „skattafslátt“ til ferðaþjónustunnar
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir engin plön um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna en útilokar slíka breytingu ekki. OECD gagnrýnir lægri virðisaukaskatt í greininni en öðrum og segir að stoppa megi upp í fjárlagahallann ef þessu er breytt.
Mest lesið í vikunni

1
Braut gegn starfsmanni og greiddi sér kvartmilljarð í arð
Fyrrverandi starfsmaður Tröllaferða lýsir slæmum aðbúnaði stafsmanna í jöklaferðum fyrirtækisins. Eigandinn, Ingólfur Ragnar Axelsson, hótaði að reka starfsmann fyrir að ganga í stéttarfélag. Skömmu síðar greiddi hann sér 250 milljónir í arð.

2
Fólkið sem græðir á ferðaþjónustunni
Ákveðnir hópar einstaklinga hafa hagnast gríðarlega á vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Stærstu fimmtán fyrirtækin í greininni veltu 373 milljörðum króna árið 2023.

3
Sif Sigmarsdóttir
Ertu bitur afæta?
Er auðugur erfingi með ranghugmyndir um eigin verðleika?

4
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
Jóhanna Magnúsdóttir, prestur í Víkurkirkju, segir dæmi um að erlendir ferðamenn reyni að komast inn í kirkjuna til að taka myndir skömmu áður en kistulagning fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyravörð íklæddan hempu til að ýta þeim ágengustu út úr kirkjunni. Björgunarsveitin í Vík hefur um þriggja ára skeið séð um að loka veginum upp að kirkjunni meðan útfarir fara þar fram.

5
Óttuðust á hverjum degi að hann yrði tekinn
Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir segja að Oscar Andreas Boganegra Florez verði alinn upp alveg eins og hin börnin þeirra. Oscar hlaut ríkisborgararétt í júlí eftir langa baráttu. Heimildin fékk að skyggnast inn í líf fjölskyldunnar sem hefur lítið látið fyrir sér fara eftir mikla umræðu í þjóðfélaginu í vor.

6
Létu trúnaðarmann fara eftir kvartanir
Alexander Stepka var látinn fara sem jöklaleiðsögumaður frá Arctic Adventures eftir að hann varð trúnaðarmaður starfsfólks og lét vita af óánægju með jafnaðarkaup og skort á hléum. Fyrirtækið greiddi 700 milljónir í arð til eigenda í ár.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Braut gegn starfsmanni og greiddi sér kvartmilljarð í arð
Fyrrverandi starfsmaður Tröllaferða lýsir slæmum aðbúnaði stafsmanna í jöklaferðum fyrirtækisins. Eigandinn, Ingólfur Ragnar Axelsson, hótaði að reka starfsmann fyrir að ganga í stéttarfélag. Skömmu síðar greiddi hann sér 250 milljónir í arð.

4
Fólkið sem græðir á ferðaþjónustunni
Ákveðnir hópar einstaklinga hafa hagnast gríðarlega á vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Stærstu fimmtán fyrirtækin í greininni veltu 373 milljörðum króna árið 2023.

5
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
Börn manns sem var jarðaður frá Víkurkirkju í júní segja að íslenskur rútubílstjóri hafi hleypt tugum ferðamanna út úr rútu við kirkjuna um klukkustund fyrir athöfn. Ferðamenn hafi tekið myndir þegar kistan var borin inn fyrir athöfn, reynt að komast inn í kirkjuna og togað í fánann sem var dreginn í hálfa stöng.

6
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Nýja Ísland: Leikvöllur milljarðamæringa
Kynslóðin sem nú er að alast upp er fyrsta kynslóðin sem hefur ekki frjálsan aðgang að náttúrunni heldur þarf að greiða fyrir upplifunina.
Athugasemdir