Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla

Ís­lensk stjórn­völd hafa sam­ið við pólsku skipa­smíða­stöð­ina Crist S.A. um smíði á nýrri Vest­manna­eyja­ferju en skipa­smíða­stöð­in hef­ur not­að vinnu­þræla frá Norð­ur-Kór­eu. Hall­dór Ó. Sig­urðs­son, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir Rík­is­kaup og Vega­gerð­ina ekki hafa hald­bær­ar heim­ild­ir um að Crist hafi orð­ið upp­víst að brot­um sem geta fall­ið und­ir skil­grein­ingu á man­sali. Sig­urð­ur Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar, ætl­ar að krefjast skýr­inga af pólska fyr­ir­tæk­inu.

Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla
Frá undirskrift samningsins Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Radoslaw Pallach og Romuald Teperski, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, og Hreinn Haraldson vegamálastjóri. Mynd: Vegagerðin

Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A., sem falið hefur verið að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir íslensk stjórnvöld, var staðin að því á síðasta ári að nota vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Lifa þeir við bágar aðstæður og þurfa að greiða stóran hluta launa sinna til einræðisstjórnar Kim Jong-un. Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu undir samning um smíði nýrrar ferju í gær og verður hún afhent sumarið 2018. „Ríkiskaup og Vegagerðin hafa engar haldbærar heimildir um að pólska fyrirtækið Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali,“ segir Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, í svari til Stundarinnar. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, hefur óskað eftir að Crist verði krafist skýringu á þessu og hvernig þetta samræmist yfirlýsingu þeirra til íslenskra stjórnvalda. „Auk þess hef ég farið fram að þeir verði spurðir hversu margir frá Norður Kóreu vinni hjá þeim,“ segir hann í svari til Stundarinnar. 

Sviplegt dauðsfall …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár