Síðasta ár hefur verið viðburðarríkt hjá Ingu Maríu Brynjarsdóttur, myndlistarkonu. Hún er núna í meistaranámi í myndlist þar sem hún kryfur ekki aðeins dýr heldur einnig sjálfa sig til mergjar. Á sama tíma stendur hún í leiðindamáli vegna verka eftir hana sem voru seld á netinu, sem verk annars listamanns.
Mynstef er nú komið í málið. „Það verður reynt að leysa þetta faglega. Henni verður gefið færi á að svara og ef á þarf að halda verður þetta tekið lengra. Ég verð ekki oft reið, en ég er orðin reið núna. Reiðin magnast upp. Ég vil eiga mín verk í friði. Það hefði ekki verið neitt mál ef hún hefði notað mín verk til hliðsjónar og unnið út frá þeim, en að taka verk frá öðrum listamanni og selja eftirprentanir af þeim er alvarlegt brot.“
Persónuleg verk
Inga María kannast aðeins við stelpuna sem stendur að baki sölunni á netinu. Þær kynntust nýlega og fóru saman í sumarbústað við Þingvelli, þar sem þær gistu yfir nótt. „Við náðum rosalega vel saman og það var mjög gaman hjá okkur. Þegar ég kom heim fór ég að skoða verkin hennar og fannst þau áhugaverð, þar til ég rakst á mynd eftir mig. Þegar ég fór að skoða þetta nánar hafði hún tekið tíu teikningar frá mér, seríu sem ég gerði árið 2002 og sýndi árið 2007.
Athugasemdir