Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Listakonan Inga María kryfur dýr og sýnir frosna rottur

Inga María Brynj­ars­dótt­ir mynd­list­ar­kona lenti í því að stoln­ar mynd­ir sem hún teikn­aði af skepn­um voru seld­ar á net­inu. Hún hef­ur óþrjót­andi áhuga á dýr­um og hegð­un þeirra. Hún er nú með sýn­ingu þar sem hún sýn­ir dauð dýr sem hún hef­ur kruf­ið og skoð­að til að tengj­ast þeim.

Listakonan Inga María kryfur dýr og sýnir frosna rottur
Listakonan Inga María Hennar eigin reynsla tengist inn í listsköpun hennar þar sem hún opnar dýr. Mynd: Kristinn Magnússon

Síðasta ár hefur verið viðburðarríkt hjá Ingu Maríu Brynjarsdóttur, myndlistarkonu. Hún er núna í meistaranámi í myndlist þar sem hún kryfur ekki aðeins dýr heldur einnig sjálfa sig til mergjar. Á sama tíma stendur hún í leiðindamáli vegna verka eftir hana sem voru seld á netinu, sem verk annars listamanns.

Mynstef er nú komið í málið. „Það verður reynt að leysa þetta faglega. Henni verður gefið færi á að svara og ef á þarf að halda verður þetta tekið lengra. Ég verð ekki oft reið, en ég er orðin reið núna. Reiðin magnast upp. Ég vil eiga mín verk í friði. Það hefði ekki verið neitt mál ef hún hefði notað mín verk til hliðsjónar og unnið út frá þeim, en að taka verk frá öðrum listamanni og selja eftirprentanir af þeim er alvarlegt brot.“

Persónuleg verk

Inga María kannast aðeins við stelpuna sem stendur að baki sölunni á netinu. Þær kynntust nýlega og fóru saman í sumarbústað við Þingvelli, þar sem þær gistu yfir nótt. „Við náðum rosalega vel saman og það var mjög gaman hjá okkur. Þegar ég kom heim fór ég að skoða verkin hennar og fannst þau áhugaverð, þar til ég rakst á mynd eftir mig. Þegar ég fór að skoða þetta nánar hafði hún tekið tíu teikningar frá mér, seríu sem ég gerði árið 2002 og sýndi árið 2007.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár