Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Listakonan Inga María kryfur dýr og sýnir frosna rottur

Inga María Brynj­ars­dótt­ir mynd­list­ar­kona lenti í því að stoln­ar mynd­ir sem hún teikn­aði af skepn­um voru seld­ar á net­inu. Hún hef­ur óþrjót­andi áhuga á dýr­um og hegð­un þeirra. Hún er nú með sýn­ingu þar sem hún sýn­ir dauð dýr sem hún hef­ur kruf­ið og skoð­að til að tengj­ast þeim.

Listakonan Inga María kryfur dýr og sýnir frosna rottur
Listakonan Inga María Hennar eigin reynsla tengist inn í listsköpun hennar þar sem hún opnar dýr. Mynd: Kristinn Magnússon

Síðasta ár hefur verið viðburðarríkt hjá Ingu Maríu Brynjarsdóttur, myndlistarkonu. Hún er núna í meistaranámi í myndlist þar sem hún kryfur ekki aðeins dýr heldur einnig sjálfa sig til mergjar. Á sama tíma stendur hún í leiðindamáli vegna verka eftir hana sem voru seld á netinu, sem verk annars listamanns.

Mynstef er nú komið í málið. „Það verður reynt að leysa þetta faglega. Henni verður gefið færi á að svara og ef á þarf að halda verður þetta tekið lengra. Ég verð ekki oft reið, en ég er orðin reið núna. Reiðin magnast upp. Ég vil eiga mín verk í friði. Það hefði ekki verið neitt mál ef hún hefði notað mín verk til hliðsjónar og unnið út frá þeim, en að taka verk frá öðrum listamanni og selja eftirprentanir af þeim er alvarlegt brot.“

Persónuleg verk

Inga María kannast aðeins við stelpuna sem stendur að baki sölunni á netinu. Þær kynntust nýlega og fóru saman í sumarbústað við Þingvelli, þar sem þær gistu yfir nótt. „Við náðum rosalega vel saman og það var mjög gaman hjá okkur. Þegar ég kom heim fór ég að skoða verkin hennar og fannst þau áhugaverð, þar til ég rakst á mynd eftir mig. Þegar ég fór að skoða þetta nánar hafði hún tekið tíu teikningar frá mér, seríu sem ég gerði árið 2002 og sýndi árið 2007.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár