Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, mætti á Kvíabryggju í síðustu viku til að afplána dóm sinn. Jóhannes var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða og þá fékk hann einnig tveggja ára dóm í Stím-málinu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom Jóhannes til Kvíabryggju fyrir hádegi síðastliðinn fimmtudag.
Jóhannes er þannig sjöundi fanginn sem afplánar dóm vegna efnahagsbrota á Kvíabryggju í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara. Fyrir eru Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi aðaleiganda Kaupþings í fangelsinu. Samverkamenn Jóhannesar í BK-44 málinu, Birkir Kristinsson og Elmar
Athugasemdir