Lögreglan hótaði að handtaka konu sem mótmælti friðsamlega fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti fyrr í dag. Boðað var til mótmælanna til að vekja athygli á slæmri meðferð samkynhneigðra í Téténíu, útskýrir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78. „Í gær og í dag, milli klukkan tólf og fimm, eru við með stöðumótmæli þar sem við skiptumst á að standa fyrir framan sendiráðið, nokkur í einu. Okkur finnst afar dapurlegt að við fáum ekki að standa hérna og ræða málin,“ segir María Helga.
Þegar blaðamaður kom á svæðið voru lögreglumenn fleiri en mótmælendur. María Helga segir að þrír til fjórir lögreglubílar hafi verið á svæðinu og á tímabili hafi hún talið átta lögregluþjóna, þar á meðal lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra. Mótmælendur voru fjórir.
„Þetta er í raun bara ofbeldi, að ýta mér í burtu og hóta mér handtöku.“
Á myndbandi sem Stundin fékk sent sést …
Athugasemdir