Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sendi Austurríkismönnunum mynd af sér að borða pizzu

Ís­lensk­um kon­um blöskr­ar um­mæli aust­ur­rískra tón­leika­gesta. Sögðu ís­lensk­ar stelp­ur of feit­ar því þær væru svo sólgn­ar í skyndi­bit­ann. Þór­dís Sif Guð­geirs­dótt­ir svar­aði með því að senda mönn­un­um mynd af sér að borða pizzu.

Sendi Austurríkismönnunum mynd af sér að borða pizzu

Þórdís Sif Guðgeirsdóttir tók sig til og sendi Austurríkismönnum, sem segja íslenskar stelpur of feitar, mynd af sér að borða skyndibita. Tilefnið er frétt á vef Vísis þar sem rætt er við Austurríkismennina Thomas Meneweger og Peter Kreyci sem eru staddir hér á landi til þess að sækja tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Haft er eftir þeim að þeir séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður Vísis varð ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfði spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum.

„Ég er ekki stelpa!“ svaraði hann.

Mikil umræða varð um fréttina inni á íslenska kvennasamfélaginu Beauty tips í gær, lokuðum Facebook hóp sem telur rúmlega 30 þúsund meðlimi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár