Þórdís Sif Guðgeirsdóttir tók sig til og sendi Austurríkismönnum, sem segja íslenskar stelpur of feitar, mynd af sér að borða skyndibita. Tilefnið er frétt á vef Vísis þar sem rætt er við Austurríkismennina Thomas Meneweger og Peter Kreyci sem eru staddir hér á landi til þess að sækja tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Haft er eftir þeim að þeir séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður Vísis varð ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfði spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum.
„Ég er ekki stelpa!“ svaraði hann.
Mikil umræða varð um fréttina inni á íslenska kvennasamfélaginu Beauty tips í gær, lokuðum Facebook hóp sem telur rúmlega 30 þúsund meðlimi.
Athugasemdir