Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafnar því að hafa boðið fólki íslenskan ríkisborgararétt fyrir að kjósa sig í prófkjöri en viðurkennir að hafa sent nýbúum tölvupóst úr ráðherranetfangi sínu vegna prófkjara Samfylkingarinnar árið 2012.
Þetta kom fram í viðtali við Össur sem birtist á vef RÚV í gær. Haft er eftir honum að ráðherranetfangið hafi verið það eina sem hafði aðgang að á þessum tíma. „Þar sem erfitt var að ná í allt þetta fólk í síma gripum við til þess að senda bréf og ég sendi nokkur úr þessu netfangi, af því að öðru var ekki til að dreifa,“ segir hann.
Ráðherrar hafa bæði aðgang að netfangi á vegum Alþingis og netfangi á vegum ráðuneyta. Þegar prófkjörin stóðu yfir árið 2012 var netfangið ossur@althingi.is gefið upp á vef Alþingis. Ekki kemur fram hvers vegna
Athugasemdir