Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“

Leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son og Sæv­ar Poetrix rapp­ari deila á Face­book. Sæv­ar skrif­ar langt bréf til Jó­hann­es­ar þar sem hann lýs­ir lífs­hlaupi sínu eft­ir að Jó­hann­es Hauk­ur gagn­rýndi það sem hann kall­ar væl.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“
Rappari Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi.

Rapparinn Sævar Poetrix ætlar ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ákæru gegn honum vegna vörslu kannabis. Eftir að Vísir greindi frá þessu fyrr í dag brást leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson við með því að segja á Facebook-síðu sinni að hann væri orðin þreyttur á væli „hasshausa“. DV birti síðan frétt þar sem vísað var í ummæli Jóhannesar Hauks. Sævar hefur nú svarað Jóhannesi Hauki, með langri færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir ummælin og fjallar um sína persónulega hagi. 

Hlustar ekki á svona væl 

„Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna einhverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl. ‪#‎TellingItLikeItIs,“ skrifaði Jóhannes Haukur fyrr í dag og tengdi á frétt Vísis.

Margir gagnrýndu þessa skoðun og má þar helst nefna Mikael Torfason, rithöfund og fyrrum ritstjóra, sem segir starfsbræður Jóhannesar í Bandaríkjunum skila sínu þrátt fyrir neyslu.

„Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl“

 

Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og...

Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Wednesday, May 27, 2015

„Ég hef átt stórbrotna ævi“

Neðar í þræðinum er færsla frá Sævari þar sem hann lýsir fjölskylduhögum sínum fyrir Jóhannesi. „Sævar heiti ég og langaði að kynna mig. Ég hef átt stórbrotna ævi. Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu sem glímdi við alkóhólisma, geðsjúkdóma, tryllingslegt ofbeldi og trúarbragðaofstæki. Ég las 15.000 bækur frá sjö ára aldri til fimmtán ára. Þá flutti ég að heiman til að spreyta mig einsamall,“ skrifar Sævar.

Því næst lýsir Sævar framlagi sínu til samfélagsins. Hann segist hafa gefið út plötur, skipulagt viðburði, gefið út ljóðabók, verið ritstjóri tímarits og starfað sem markaðsstjóri sprotafyrirtækis.

Hefur elskað og hatað

Bréf Sævars til Jóhannesar Hauks hljómar á köflum eins og rapplag. „Hef ferðast um veröldina þvera og endilanga, umgengist róna og hefðarfólk, tekið meira dóp en þú ímyndaðir þér að hafa tekið í Svartur á leik. Hugleitt í fleiri klukkustundir en flestir eyða fyrir framan sjónvarpið. Dílað við fleiri vandamál en heróínsali. Ég get talað flesta undir borðið um heimspekistefnur, hugvísindi, málvísindi, sálfræði, trúarbrögð, stefnur og strauma í samfélagshugmyndum. Tussufær í öðrum umræðuefnum líka. Allt þetta hef ég gert í skugga flókinnar áfallastreituröskunnar eftir æsku sem þú getur ekki gert þér í hugarlund en getur lesið um í fyrstu bókinni minni sem ég gaf sjálfstætt út fyrir jól. [...] Flest allt sem ég hef gert hefur verið einkaframtak og ég er sjálflærður að öllu leyti. Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað,“ skrifar Sævar.

„Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað.“

Segist ekki vera aðgerðarsinni

Sævar segir að sú ákvörðun hans að mæta ekki í réttarsal þýði ekki að hann sé aðgerðarsinni. „Ég er ekki hópur af hassreykingamönnum. Þetta er minn málflutningur og kemur því bara ekkert við hvað hópar ókunnugs fólks eru að gera. Þetta væl snýst ekki um hvort það sé rétt að reykja kannabis eða ekki. Þetta snýst ekki um að ég sé sé eitthvað sérstaklega harður aðgerðasinni fyrir málstaðnum að lögleiða skuli kannabis. Þetta snýst ekki um persónulegar skoðanir fólks á því hvort sé betra að vera edrú eða ekki.

Þetta snýst um að enginn ætti að hafa vald til að segja þér hvernig þú átt að haga lífi þínu. Ríkið eða önnur bákn eru ekki heilög, þau hafa ekki fyrir eitthvað náttúrulögmál, rétt á því að stýra hvað þú setur ofan í þig, ryðjast inn á heimili okkar, hlera símanna okkar, fylgjast með ferðum okkar eða athöfnum, stjórna mannlegum samskiptum okkar, viðskiptum eða samfélagslegum framkvæmdum einstaklinga,“ skrifar Sævar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár