Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“

Leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son og Sæv­ar Poetrix rapp­ari deila á Face­book. Sæv­ar skrif­ar langt bréf til Jó­hann­es­ar þar sem hann lýs­ir lífs­hlaupi sínu eft­ir að Jó­hann­es Hauk­ur gagn­rýndi það sem hann kall­ar væl.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“
Rappari Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi.

Rapparinn Sævar Poetrix ætlar ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ákæru gegn honum vegna vörslu kannabis. Eftir að Vísir greindi frá þessu fyrr í dag brást leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson við með því að segja á Facebook-síðu sinni að hann væri orðin þreyttur á væli „hasshausa“. DV birti síðan frétt þar sem vísað var í ummæli Jóhannesar Hauks. Sævar hefur nú svarað Jóhannesi Hauki, með langri færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir ummælin og fjallar um sína persónulega hagi. 

Hlustar ekki á svona væl 

„Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna einhverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl. ‪#‎TellingItLikeItIs,“ skrifaði Jóhannes Haukur fyrr í dag og tengdi á frétt Vísis.

Margir gagnrýndu þessa skoðun og má þar helst nefna Mikael Torfason, rithöfund og fyrrum ritstjóra, sem segir starfsbræður Jóhannesar í Bandaríkjunum skila sínu þrátt fyrir neyslu.

„Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl“

 

Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og...

Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Wednesday, May 27, 2015

„Ég hef átt stórbrotna ævi“

Neðar í þræðinum er færsla frá Sævari þar sem hann lýsir fjölskylduhögum sínum fyrir Jóhannesi. „Sævar heiti ég og langaði að kynna mig. Ég hef átt stórbrotna ævi. Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu sem glímdi við alkóhólisma, geðsjúkdóma, tryllingslegt ofbeldi og trúarbragðaofstæki. Ég las 15.000 bækur frá sjö ára aldri til fimmtán ára. Þá flutti ég að heiman til að spreyta mig einsamall,“ skrifar Sævar.

Því næst lýsir Sævar framlagi sínu til samfélagsins. Hann segist hafa gefið út plötur, skipulagt viðburði, gefið út ljóðabók, verið ritstjóri tímarits og starfað sem markaðsstjóri sprotafyrirtækis.

Hefur elskað og hatað

Bréf Sævars til Jóhannesar Hauks hljómar á köflum eins og rapplag. „Hef ferðast um veröldina þvera og endilanga, umgengist róna og hefðarfólk, tekið meira dóp en þú ímyndaðir þér að hafa tekið í Svartur á leik. Hugleitt í fleiri klukkustundir en flestir eyða fyrir framan sjónvarpið. Dílað við fleiri vandamál en heróínsali. Ég get talað flesta undir borðið um heimspekistefnur, hugvísindi, málvísindi, sálfræði, trúarbrögð, stefnur og strauma í samfélagshugmyndum. Tussufær í öðrum umræðuefnum líka. Allt þetta hef ég gert í skugga flókinnar áfallastreituröskunnar eftir æsku sem þú getur ekki gert þér í hugarlund en getur lesið um í fyrstu bókinni minni sem ég gaf sjálfstætt út fyrir jól. [...] Flest allt sem ég hef gert hefur verið einkaframtak og ég er sjálflærður að öllu leyti. Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað,“ skrifar Sævar.

„Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað.“

Segist ekki vera aðgerðarsinni

Sævar segir að sú ákvörðun hans að mæta ekki í réttarsal þýði ekki að hann sé aðgerðarsinni. „Ég er ekki hópur af hassreykingamönnum. Þetta er minn málflutningur og kemur því bara ekkert við hvað hópar ókunnugs fólks eru að gera. Þetta væl snýst ekki um hvort það sé rétt að reykja kannabis eða ekki. Þetta snýst ekki um að ég sé sé eitthvað sérstaklega harður aðgerðasinni fyrir málstaðnum að lögleiða skuli kannabis. Þetta snýst ekki um persónulegar skoðanir fólks á því hvort sé betra að vera edrú eða ekki.

Þetta snýst um að enginn ætti að hafa vald til að segja þér hvernig þú átt að haga lífi þínu. Ríkið eða önnur bákn eru ekki heilög, þau hafa ekki fyrir eitthvað náttúrulögmál, rétt á því að stýra hvað þú setur ofan í þig, ryðjast inn á heimili okkar, hlera símanna okkar, fylgjast með ferðum okkar eða athöfnum, stjórna mannlegum samskiptum okkar, viðskiptum eða samfélagslegum framkvæmdum einstaklinga,“ skrifar Sævar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu