Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“

Leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son og Sæv­ar Poetrix rapp­ari deila á Face­book. Sæv­ar skrif­ar langt bréf til Jó­hann­es­ar þar sem hann lýs­ir lífs­hlaupi sínu eft­ir að Jó­hann­es Hauk­ur gagn­rýndi það sem hann kall­ar væl.

Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi: „Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu“
Rappari Sævar Poetrix svarar Jóhannesi Hauki fullum hálsi.

Rapparinn Sævar Poetrix ætlar ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ákæru gegn honum vegna vörslu kannabis. Eftir að Vísir greindi frá þessu fyrr í dag brást leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson við með því að segja á Facebook-síðu sinni að hann væri orðin þreyttur á væli „hasshausa“. DV birti síðan frétt þar sem vísað var í ummæli Jóhannesar Hauks. Sævar hefur nú svarað Jóhannesi Hauki, með langri færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir ummælin og fjallar um sína persónulega hagi. 

Hlustar ekki á svona væl 

„Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna einhverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl. ‪#‎TellingItLikeItIs,“ skrifaði Jóhannes Haukur fyrr í dag og tengdi á frétt Vísis.

Margir gagnrýndu þessa skoðun og má þar helst nefna Mikael Torfason, rithöfund og fyrrum ritstjóra, sem segir starfsbræður Jóhannesar í Bandaríkjunum skila sínu þrátt fyrir neyslu.

„Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl“

 

Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og...

Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Wednesday, May 27, 2015

„Ég hef átt stórbrotna ævi“

Neðar í þræðinum er færsla frá Sævari þar sem hann lýsir fjölskylduhögum sínum fyrir Jóhannesi. „Sævar heiti ég og langaði að kynna mig. Ég hef átt stórbrotna ævi. Ég kem frá einstaklega veikri fjölskyldu sem glímdi við alkóhólisma, geðsjúkdóma, tryllingslegt ofbeldi og trúarbragðaofstæki. Ég las 15.000 bækur frá sjö ára aldri til fimmtán ára. Þá flutti ég að heiman til að spreyta mig einsamall,“ skrifar Sævar.

Því næst lýsir Sævar framlagi sínu til samfélagsins. Hann segist hafa gefið út plötur, skipulagt viðburði, gefið út ljóðabók, verið ritstjóri tímarits og starfað sem markaðsstjóri sprotafyrirtækis.

Hefur elskað og hatað

Bréf Sævars til Jóhannesar Hauks hljómar á köflum eins og rapplag. „Hef ferðast um veröldina þvera og endilanga, umgengist róna og hefðarfólk, tekið meira dóp en þú ímyndaðir þér að hafa tekið í Svartur á leik. Hugleitt í fleiri klukkustundir en flestir eyða fyrir framan sjónvarpið. Dílað við fleiri vandamál en heróínsali. Ég get talað flesta undir borðið um heimspekistefnur, hugvísindi, málvísindi, sálfræði, trúarbrögð, stefnur og strauma í samfélagshugmyndum. Tussufær í öðrum umræðuefnum líka. Allt þetta hef ég gert í skugga flókinnar áfallastreituröskunnar eftir æsku sem þú getur ekki gert þér í hugarlund en getur lesið um í fyrstu bókinni minni sem ég gaf sjálfstætt út fyrir jól. [...] Flest allt sem ég hef gert hefur verið einkaframtak og ég er sjálflærður að öllu leyti. Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað,“ skrifar Sævar.

„Ég hef lifað. Brunnið. Elskað og hatað.“

Segist ekki vera aðgerðarsinni

Sævar segir að sú ákvörðun hans að mæta ekki í réttarsal þýði ekki að hann sé aðgerðarsinni. „Ég er ekki hópur af hassreykingamönnum. Þetta er minn málflutningur og kemur því bara ekkert við hvað hópar ókunnugs fólks eru að gera. Þetta væl snýst ekki um hvort það sé rétt að reykja kannabis eða ekki. Þetta snýst ekki um að ég sé sé eitthvað sérstaklega harður aðgerðasinni fyrir málstaðnum að lögleiða skuli kannabis. Þetta snýst ekki um persónulegar skoðanir fólks á því hvort sé betra að vera edrú eða ekki.

Þetta snýst um að enginn ætti að hafa vald til að segja þér hvernig þú átt að haga lífi þínu. Ríkið eða önnur bákn eru ekki heilög, þau hafa ekki fyrir eitthvað náttúrulögmál, rétt á því að stýra hvað þú setur ofan í þig, ryðjast inn á heimili okkar, hlera símanna okkar, fylgjast með ferðum okkar eða athöfnum, stjórna mannlegum samskiptum okkar, viðskiptum eða samfélagslegum framkvæmdum einstaklinga,“ skrifar Sævar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár