Haustrigningin lemur á gluggunum og víða hefur verið kveikt á kertum þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Stemningin er í senn notaleg og afslöppuð. Á gólfinu í stofunni liggja fjólubláar, gular og grænar blöðrur en nokkrum dögum áður var tveggja ára afmæli einkadótturinnar haldið.
Lísa og Friðrik höfðu í nokkur ár leigt íbúð í miðbænum en keyptu íbúðina í Hlíðunum haustið 2013, einungis nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra kom í heiminn. Raunar voru þau mætt á opið hús daginn eftir að þau komu heim af spítalanum. „Ég man ekki einu sinni eftir því,“ segir Lísa og hlær. Hin margumtalaða brjóstaþoka hefur verið þar að verki. „Við vorum ekki beint að leita en mamma er mjög virk á fasteignasíðunum, eins og ég reyndar sjálfur, og hún benti okkur á þessa íbúð,“ segir Friðrik.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Sækja innblástur í fasteignasíður
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir sálfræðinemi búa í nýuppgerðri íbúð í Hlíðunum. Stílinn kenna þau í léttum dúr við IKEA en víða má hins vegar finna íslenska hönnun og rómantísk smáatriði. Þau hafa bæði mikinn áhuga á fasteignum og dreymir um að gera upp gamalt hús í Hafnarfirðinum.
Athugasemdir