Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Vinstri­stjórn­in setti á fót sam­ráðsvett­vang sem hvatti til sam­ein­ing­ar stofn­ana og sparn­að­ar hjá hinu op­in­bera. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið var gagn­rýnt harð­lega fyr­ir vinnu­brögð í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ingu breska heil­brigðis­kerf­is­ins um svip­að leyti og sam­starf­ið við Ís­land átti sér stað.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company fékk 20,7 milljónir frá hinu opinbera fyrir vinnu vegna samráðsvettvangs um leið Íslands til aukinnar hagsældar í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Willums Þór Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um útgjöld ráðuneyta vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa á árunum 2010, 2011 og 2012. Enginn aðili sem fyrirspurnin nær til fékk hærri greiðslur en McKinsey sem er eitt virtasta ráðgjafarfyrirtæki í heimi. 

Að samráðsvettvangnum komu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Vettvangurinn var settur á fót eftir að ráðgjafarfyrirtækið gaf út skýrslu, á eigin kostnað, um vaxtarmöguleika íslenska hagkerfisins. 

Tillögur hópsins ollu nokkrum titringi þegar þær voru kynntar í maí 2013. Lagt var til að framhaldsskólum, löggæslustofnunum, sýslumannsembættum og heilbrigðisstofnunum yrði fækkað með það fyrir augum að ná 2,3 prósenta framleiðniaukningu hjá hinu opinbera. Þá var lagt til að bekkir í grunnskóla yrðu fjölmennari og námsárin færri, auk þess sem örorkumati yrði breytt og stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja, bættum hvötum og aukinni aðkomu atvinnulífs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár