Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Vinstri­stjórn­in setti á fót sam­ráðsvett­vang sem hvatti til sam­ein­ing­ar stofn­ana og sparn­að­ar hjá hinu op­in­bera. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið var gagn­rýnt harð­lega fyr­ir vinnu­brögð í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ingu breska heil­brigðis­kerf­is­ins um svip­að leyti og sam­starf­ið við Ís­land átti sér stað.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company fékk 20,7 milljónir frá hinu opinbera fyrir vinnu vegna samráðsvettvangs um leið Íslands til aukinnar hagsældar í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Willums Þór Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um útgjöld ráðuneyta vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa á árunum 2010, 2011 og 2012. Enginn aðili sem fyrirspurnin nær til fékk hærri greiðslur en McKinsey sem er eitt virtasta ráðgjafarfyrirtæki í heimi. 

Að samráðsvettvangnum komu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Vettvangurinn var settur á fót eftir að ráðgjafarfyrirtækið gaf út skýrslu, á eigin kostnað, um vaxtarmöguleika íslenska hagkerfisins. 

Tillögur hópsins ollu nokkrum titringi þegar þær voru kynntar í maí 2013. Lagt var til að framhaldsskólum, löggæslustofnunum, sýslumannsembættum og heilbrigðisstofnunum yrði fækkað með það fyrir augum að ná 2,3 prósenta framleiðniaukningu hjá hinu opinbera. Þá var lagt til að bekkir í grunnskóla yrðu fjölmennari og námsárin færri, auk þess sem örorkumati yrði breytt og stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja, bættum hvötum og aukinni aðkomu atvinnulífs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár