Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Vinstri­stjórn­in setti á fót sam­ráðsvett­vang sem hvatti til sam­ein­ing­ar stofn­ana og sparn­að­ar hjá hinu op­in­bera. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið var gagn­rýnt harð­lega fyr­ir vinnu­brögð í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ingu breska heil­brigðis­kerf­is­ins um svip­að leyti og sam­starf­ið við Ís­land átti sér stað.

Rúmar 20 milljónir til McKinsey & Company

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company fékk 20,7 milljónir frá hinu opinbera fyrir vinnu vegna samráðsvettvangs um leið Íslands til aukinnar hagsældar í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Willums Þór Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um útgjöld ráðuneyta vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa á árunum 2010, 2011 og 2012. Enginn aðili sem fyrirspurnin nær til fékk hærri greiðslur en McKinsey sem er eitt virtasta ráðgjafarfyrirtæki í heimi. 

Að samráðsvettvangnum komu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Vettvangurinn var settur á fót eftir að ráðgjafarfyrirtækið gaf út skýrslu, á eigin kostnað, um vaxtarmöguleika íslenska hagkerfisins. 

Tillögur hópsins ollu nokkrum titringi þegar þær voru kynntar í maí 2013. Lagt var til að framhaldsskólum, löggæslustofnunum, sýslumannsembættum og heilbrigðisstofnunum yrði fækkað með það fyrir augum að ná 2,3 prósenta framleiðniaukningu hjá hinu opinbera. Þá var lagt til að bekkir í grunnskóla yrðu fjölmennari og námsárin færri, auk þess sem örorkumati yrði breytt og stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja, bættum hvötum og aukinni aðkomu atvinnulífs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár