Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ríkisútvarpið segir upp húsvörðum og semur við Securitas

Hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir halda áfram hjá RÚV.

Ríkisútvarpið segir upp húsvörðum og semur við Securitas
Ríkisútvarpið Mynd: Kristinn Magnússon

Tveimur húsvörðum hefur verið sagt upp hjá Ríkisútvarpinu og hefur þeim verið boðið að starfa fyrir Securitas í staðinn. Samkvæmt skipulagsbreytingum mun Ríkisútvarpið úthýsa hús- og öryggisvörslu um nætur og helgar.

Fimm húsverðir starfa hjá Rúv og verða tveir húsvarðanna áfram í vinnu á daginn. Sá fimmti hefur sagt upp störfum. Þeim tveimur sem er sagt upp býðst, samkvæmt heimildum Stundarinnar, að starfa hjá Securitas.

Ríkisstofnanir hafa í auknum mæli gripið til þess að úthýsa þjónustu. Í fyrra sagði Stjórnarráðið upp 17 ræstingakonum í hagræðingarskyni og buðu þjónustuna út. Að sögn Eflingar eru dæmi um að starfsmenn við ræstingar í Stjórnarráðinu séu undir lágmarkslaunum

Landspítalinn hefur einnig úthýst ræstingarþjónustu sinni. Í fyrra fækkaði spítalinn síðan ræstitæknum úr 25 í 12. Starfsmenn ræstifyrirtækisins Hreint kvörtuðu undan bágum kjörum og starfsaðstæðum í kjölfar þess. 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði á bloggsíðu sinni að það væri lítilmannlegt af ríkinu að spara á lægst launuðu starfsmönnum sínum með úthýsingu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var haldinn starfsmannafundur í gær þar sem Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fór yfir batnandi horfur í rekstri Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár