Leggja til að innflytjendur frá EFTA- og ESB-ríkjum fái strax kosningarétt til sveitarstjórna

Þing­menn Við­reisn­ar vilja að kosn­inga­rétt­ur út­lend­inga til sveit­ar­stjórna á Ís­landi verði áþekk­ur því sem tíðk­ast á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Leggja til að innflytjendur frá EFTA- og ESB-ríkjum fái strax kosningarétt til sveitarstjórna

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um að kosningaréttur útlendinga til sveitarstjórna á Íslandi verði áþekkur því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Pawel Bartoszek, en hann og Nichole Leigh Mosty þingkona Bjartrar framtíðar eru fyrstu innflytjendurnir sem kjöri á Alþingi. Ásamt Pawel standa að frumvarpinu þau Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir.

Lagt er til að ríkisborgarar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosningarrétt strax við lögheimilisflutning en að ríkisborgarar ríkja utan EFTA og ESB öðlist kosningarrétt eftir að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár. Með þessu yrði staðan á Íslandi ámóta því sem tíðkast í Danmörku og Svíþjóð. 

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að erlendir ríkisborgarar séu nú um 8 prósent allra íbúa Íslands. „Þeir greiða hér skatta og leggja mikið til uppbyggingar samfélagsins, margir þeirra munu svo að öllum líkindum öðlast íslenskt ríkisfang þegar á líður. Flutningsmönnum þessa frumvarps þykir rétt að gefa þessum hópi aukið vægi og aukin völd þegar kemur að ákvörðunum sem varða nærumhverfi hans.“ 

Fram kemur að á undanförnum árum hafi ríki Evrópu í auknum mæli veitt erlendum ríkisborgurum kosningarétt í kosningum á lægri stjórnsýslustigum.

„Norðurlönd veittu ríkisborgurum hvers annars kosningarrétt til sveitarstjórna fyrir nokkru, gjarnan með ákveðnum búsetuskilyrðum, en hafa öll fallið frá slíkum skilyrðum, að Íslandi undanskildu. Þá hafa Norrænu ríkin þrjú sem eru aðilar að Evrópusambandinu veitt ESB-borgurum sambærilegan rétt,“ segir í greinargerðinni. „Að mati flutningsmanna er rétt að færa kosningarrétt útlendinga til svipaðs horfs og annars staðar á Norðurlöndum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár