„Þetta var runnið undan rifjum nokkurra presta Þjóðkirkjunnar sem réru í biskupi um að kæra þetta mál," segir Pálmi Gestsson, einn fimm Spaugstofumanna um kæru sem þeir fengu á sig vegna guðlasts eftir frægan páskaþátt þar sem Jesú Kristur setti meðal annars upp sjónvarp fyrir blindan viðskiptavin. Pálmi rifjar málið upp í viðtali við Stundina.
Hann segir að heift kirkjunnar manna hafi verið mikil. Einn prestanna missti stjórn á sér þegar hann hringdi í Pálma.
„Einn þeirra var á símsvaranum hjá mér með þannig fúkyrði að ég man varla annað eins. Mér skildist að hann hefði lagt harðast að biskupi að kæra okkur.
Athugasemdir