Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er mótfallin því að slakað verði á aðhaldskröfunni í ríkisfjármálum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur hins vegar sagt í viðtali að aðhaldskrafan í heilbrigðis- og menntakerfinu á næsta fjárlagaári verði minni en hún hefur verið auk þess sem engin slík krafa verði gerð í almannatryggingakerfinu.
Fram kom í viðtali Bjarna Benediktsson í Morgunblaðinu þann 9. júlí síðastliðinn að stefnt væri að 0,5 prósenta aðhaldskröfu í heilbrigðiskerfinu á fjárlagaárinu 2016. Samkvæmt fjárlögum ársins 2015 runnu um 147 milljarðar króna til heilbrigðismála. Til einföldunar má því segja að aðhaldið sem ráðherra vill ná fram á næsta fjárlagaári nemi meira en 700 milljónum króna. Sams konar aðhaldskrafa verður gerð í menntakerfinu en krafist verður 0,75 prósenta aðhalds í öðrum málaflokkum og ráðuneytunum sem þeir heyra undir. Um er að ræða minni hagræðingarkröfu í mennta- og velferðarkerfinu en gerð hefur verið undanfarin ár.
Athugasemdir