Öryggisvörður frá fyrirtækinu 115 Security þurfti að gangast undir blóðrannsóknir í morgun eftir að hafa verið stunginn með blóðugri sprautunál í framhandlegginn í verslun 10-11 við Barónsstíg nú rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Samkvæmt vitni sem Stundin ræddi við gekk inn kona, að því er virtist á fertugsaldri, inn í verslun 10-11 í morgun en hún var sögð í mjög annarlegu ástandi.
Hættulegra starfsumhverfi en áður
Öryggisvörðurinn er sagður hafa gengið upp að konunni og beðið hana kurteisislega að yfirgefa verslunina. Konan brást ekki vel við þessum tilmælum og dró upp sprautu og stakk öryggisvörðinn. Sá hélt áfram að sinna starfi sínu og kom umræddri konu út fyrir verslunina áður en hann var leystur af og hélt rakleiðis upp á bráðamóttöku Landspítalans.
Athugasemdir