Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Öryggis­menningu okkar er ógnað

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, stend­ur frammi fyr­ir fjár­skorti, faraó-maur­um, myglu­svepp­um, músa­gangi, at­gervis­flótta, pláss­leysi og ákæru á starfs­mann fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Þeg­ar við töp­um heils­unni verð­um við hans verk­efni. Vinnu­stað­ur Páls glím­ir við líf og dauða á hverj­um degi. Hann vill að við hegð­um okk­ur skyn­sam­lega, en trú­ir því að við eig­um stund­um erfitt með að ráða við okk­ur.

Hvers vegna tókstu að þér þessa stöðu?
Ég hóf störf nokkuð óvænt en þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd íslenskrar heilbrigðisþjónustu og Landspítali er þar fremstur í stafni. Við erum að móta spítalaþjónustu framtíðarinnar einmitt þessi misserin og ég tel að tækifæri sem þessi komi ekki oft á ævinni.

Hvað viltu segja við lækna sem hafa flutt úr landi til að fá betri laun og vinnuaðstöðu? Hvers vegna ættu þeir að koma aftur og fá lægri laun fyrir lengri vinnutíma?
Lærið og njótið verunnar. Ef þið viljið taka þátt í uppbyggingarstarfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu og setja þannig mark ykkar á framtíðina höfum við svo sannarlega not fyrir þekkingu ykkar og krafta.

Hversu margir læknar hafa tilkynnt að þeir séu hættir við uppsögn eftir að læknaverkfallinu lauk?
Tíu sögðu formlega upp og hafa 8 þeirra dregið uppsagnir sínar til baka.
Sjötíu eldri borgarar eru nú fastir á Landspítalanum og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Komum við, sem samfélag, nógu vel fram við gamla fólkið?
Rúmlega 40 af þessum 70 dveljast á Vífils­stöðum við ágætan aðbúnað, á meðan beðið er varanlegs hjúkrunarrýmis. Um hina gildir það hins vegar að Landspítali er ekki góður staður fyrir fólk sem ekki þarf á þjónustu hans að halda. Það á sérstaklega við um eldra fólk og eins og rannsóknir sýna getur slík dvöl beinlínis verið skaðleg. Það er ekki sómi af stöðunni eins og hún er í dag.

Hvers vegna eru bílar skyldaðir í árlega ástandsskoðun eftir ákveðinn aldur en ekki fólk?
Væntanlega af því að fólk lýtur eigin vilja en bílar ekki.

Mætti minnka heilbrigðisvanda þjóðarinnar með því að haga borgarskipulagi öðruvísi en við gerum í dag?
Allt sem stuðlar að því að auðvelda fólki heilbrigða lifnaðarhætti skiptir máli fyrir heilbrigði þjóðarinnar. Ef borgarskipulag stuðlar að útivist og hreyfingu er það afar jákvætt, að sjálfsögðu.

Telurðu að skattalækkun ríkisstjórnarinnar á sykruðum matvælum og gosdrykkjum, ásamt hækkun annarra matvæla, muni hafa einhver áhrif á heilbrigði þjóðarinnar?
Út frá lýðheilsumarkmiðum hefði annars konar breyting á skattkerfinu verið heppilegri. Áhrif þessara breytinga munu koma fram á lengri tíma og erfitt að spá fyrir um þau.

Hvort ertu hlynntari því að leggja 61,5 milljarða króna í byggingu nýs Landspítala eða í rekstur og tækjakaup?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár