„Ég held hann geri þetta vegna þess að hann hefur komist upp með það,“ segir Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, íbúi á Akureyri, sem sent hefur ríkissaksóknara bréf vegna máls Valgerðar Þorsteinsdóttur.
Valgerður steig fram á dögunum og sagði í Akureyri Vikublaði sögu sína sem þolanda en hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af hálfu manns á sjötugsaldri. Valgerður hefur kært málið til lögreglu. Hún segir að brotin hafi byrjað þegar hún var fjórtán ára gamalt barn í eynni. Fram hefur komið hjá lögmanni meints geranda að maðurinn neiti sakargiftum.
Athugasemdir