Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólöf Nordal sýndi einlæga virðingu og naut virðingar þvert á stjórnmálaflokka

Ólöf Nor­dal er kvödd af ein­læg­um sökn­uði eft­ir fer­il og lífs­hlaup sem skap­aði henni virð­ingu og vel­vild. Einn þeirra fyrr­ver­andi þing­manna sem hafa reynslu af störf­um Ólaf­ar Nor­dal lýs­ir þeirri ein­lægu virð­ingu sem hún sýndi, „ekki þess­ari virð­ingu sem okk­ur er öll­um skylt að sýna, held­ur langt um­fram nokkr­ar kröf­ur þings eða þjóð­ar“.

Ólöf Nordal sýndi einlæga virðingu og naut virðingar þvert á stjórnmálaflokka

Þingfundi hefur verið frestað á Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum kveðja Ólöfu Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem lést í morgun á Landspítalanum, aðeins fimmtug að aldri.

„Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar,“ skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata. Hann er einn hinna fjölmörgu sem votta Ólöfu virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. „Hún var lagin og víðsýn og kunni þá list að leiða saman ólík sjónarmið í farsælan farveg. Fyrir það er þakkað á þessari sorgarstundu,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, tjáir sig einnig um Ólöfu Nordal: „Ólöf var einstök kona í svo mörgu tilliti. Mér er efst í huga þakklæti fyrir ómetanlega vináttu og traust. Þroski hennar á hinum pólitíska vettvangi sem og í lífinu sjálfu hefur kennt mér, sem og öðrum samferðarmönnum hennar, mikið. Fráfall vinkonu minnar er ótímabært og erfitt að sætta sig við. Hugur minn er hjá yndislegri fjölskyldu hennar, hjá þeim er missirinn mestur. En minning hennar er leiðarljós sem lýsir og leiðbeinir í gegnum erfiða tíma. Hún markaði djúp og ákveðin spor hvar sem hún steig niður fæti, einstök manneskja að svo mörgu leyti.“

Fjölbreyttur ferill

Ólöf lætur eftir sig fjögur börn og eiginmann. Hún hafði barist við krabbamein frá árinu 2014, en virtist hafa sigrast á sjúkdómnum. Um síðustu áramót minnti hún fólk á að „njóta hvers einasta augnabliks“ í nýárskveðju sinni á Facebook.

Ólöf fæddist í Reykjavík 3. desember 1966, dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara. Ólöf hlaut stúdentspróf frá MR 1986 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994. Árið 2002 lauk hún einnig MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996 til 1999, en átti síðar eftir að verða ráðherra samgöngumála sem innanríkisráðherra. Hún var lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999 til 2001, stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 2001 til 2002, yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002 til 2004, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004 til 2005, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013 til 2014 og svo innanríkisráðherra frá 2014 fram á þetta ár.

Ólöf bauð sig ekki fram til Alþingis 2013, en var engu að síður skipuð innanríkisráðherra. Þá var Ólöf kjörin á þing í liðnum alþingiskosningum.

„Ein merkasta stjórnmálakona Íslendinga fyrr og síðar farin heim. Blessuð sé hennar minning,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur í stöðufærslu í dag. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann tekur í sama streng: „Ólöf var einn öflugasti stjórnmálamaður landsins og alltaf svo hlý þegar maður hitti hana, áhugasöm um aðra og sannarlega ein allra besta fyrirmynd þeirra sem hyggja á þátttöku í stjórnmálum. Hennar verður sárt saknað,“ skrifar hann.

Hér má lesa um feril Ólafar og þau þingmál sem hún kom að.

Harmafregn

Á ferli sínum, bæði innan og utan Alþingis, gat Ólöf sér gott orð og naut virðingar óháð flokkslínum. 

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna, segist hafa verið samferða Ólöfu á Alþingi árin 2007 til 2013. „Ólöf var björt og glaðvær, fylgin sér og sínum flokki, ekki síst í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem harkaleg deila um stjórnarskrána yfirskyggði önnur mál 2009-2013. En hún var líka góður ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar, t.d. í heimsókn nefndarinnar til Noregs 2012 ... Við ræddum sjúkdóminn sem ég sigraðist á um árið en hefur nú lagt hana að velli langt um aldur fram, rétt fimmtuga. Tómasi og börnunum fjórum sem hún kynnti fyrir okkur með stolti votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Ólafar Nordal.“

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir um Ólöfu að hún hafi ávallt verið „heil og einlæg, ærleg, úrræðagóð og hlý“. Ég votta fjöskyldu Ólafar Nordal, aðstandendum og samstarfsfólki samúð mína vegna fráfalls hennar. 

„Sennilega einn besti innanríkisráðherra
sem Ísland hefur átt“

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, segir að Ólöf Nordal hafi sennilega verið „einn besti innanríkisráðherra sem Ísland hefur átt, en hún naut virðingar langt framyfir allar flokkslínur - sanngjörn, skörp og til í að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það var mikill heiður að fá að vinna með henni“.

Starfaði af virðingu

Helgi Hrafn Gunnarsson lýsir því hvernig var að standa andspænis Ólöfu á Alþingi:

„Kynni mín af Ólöfu Nordal voru af samskiptum okkar á Alþingi kjörtímabilið 2013-2016. Þá var ég þingmaður en hún varð innanríkisráðherra eftir að sá fyrri sagði sig frá ráðherraembætti.

Mig langar að byrja á því að votta öllu því fólki sem fengu þann heiður að kynnast henni, jafnvel lítillega, innilegar samúðarkveðjur.

Ólöf Nordal skapaði mér ákveðinn vanda á Alþingi. Dæmigerð samskipti stjórnarandstöðuþingmanns og ráðherra eru þannig að það eru tvær umferðir; þingmaður spyr - ráðherra svarar - þingmaður spyr aftur - ráðherra svarar aftur. Fleiri form eru til, en þetta er mjög algengt form.

Ólöf Nordal hafði sérstakt lag að gera mér seinni umferðina erfiða, vegna þess að það gerðist yfirleitt, reyndar langoftast, að eitt svar frá henni dugði til að bæði svara því sem spurt var að og lýsa viðhorfi sem lítil eða engin þörf var við að bæta. Oft langaði mig bara að segja „Flott mál, takk fyrir það!“og stíga niður úr pontunni. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég þurfti einhvern veginn klaufalega að nýta þessar tvær mínútur í að tala um að ráðherrann væri einfaldlega með á hreinu hvað svosem við vorum að tala um hverju sinni. Það voru auðvitað einstaka undantekningar á þessu, en vandinn sem hún skapaði manni var eins málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni: Hún tók einlæglega mark á fólki. Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar. Þetta var virðing fyrir því sem við vorum að gera þarna. Þegar ég hugsa til þingstarfanna með henni þá finnst mér ekki eins og þetta hafi verið andsvör eða óundirbúnar fyrirspurnir. Mér finnst það næstum því ekki einu sinni hafa verið stjórnmál. Þetta var samtal um hvernig við gætum bætt heiminn. Verndað réttindi borgaranna.

Þótt ég geti ekki sagst hafa þekkt Ólöfu Nordal vel, persónulega, þá finnst mér á einhvern hátt ég hafa misst vin.

Hvíldu í friði, Ólöf. Takk fyrir samveruna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár