Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu

For­seti Ís­lands var „hissa og lamað­ur“ á fundi með sendi­herra Sádí-Ar­ab­íu vegna orða hans um að rík­ið myndi leggja millj­ón doll­ara í bygg­ingu mosku á Ís­landi.

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu
Ólafur Ragnar með sendiherra Sádí-Arabíu Myndin er tekin á fundi forseta Íslands með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum, þar sem sendiherrann tilkynnti um milljón Bandaríkjadala stuðning við byggingu mosku í Reykjavík. Mynd: Forseti.is

Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýsir því að hann hafi verið orðlaus á fundi með sendiherra Sádí Arabíu þegar sendiherrann lýsti því yfir að ríkið hygðist styrkja byggingu mosku á Íslandi með rúmlega 130 milljóna króna framlagi.

Í samtali við Ríkisútvarpið lýsir Ólafur Ragnar fundi sem hann átti með sendiherranum, Ibrahim S.IAlibrahim, þar sem umræðuefnið kom óvænt upp. „Ég varð eiginlega bara svo hissa, og svo lamaður, við þessa yfirlýsingu, að ég tók bara á móti henni, og settist svo niður og hugleiddi hana og taldi svo rétt að segja frá henni, eins og ég gerði,“ segir forsetinn.

Tilkynningin um fund forsetans og sendiherrans var birt á vefsíðu forsetaembættisins í mars síðastliðnum. Þar sagði: „Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi-Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.“

Forsetinn segist ekki hafa andmælt fyrirætlununum. „Ég gerði það nú ekki á þeim fundi, vegna þess að þetta kom mér satt að segja í svo opna skjöldu, og var undir lok fundarins, að ég vissi eiginlega ekki með hvaða hætti ætti að bregðast við.“

Umburðarlyndi nægi ekki gegn ógninni

Eftir hryðjuverkin í París fyrir rúmri viku varaði forsetinn við því að öfgafullir íslamistar væru mesta ógn samtímans. „Ég hef verið þeirrar skoðunar í allmörg ár að þessi ógn sem kennd er við hið öfgafulla íslam sé mesta ógn okkar tíma og hún eigi sér mjög djúpstæðar rætur. Og að eðli hennar sé á þann veg að engar venjulega aðferðir dugi til þess að brjóta hana á bak aftur.“

Hann sagði hryðjuverkin vera atlögu „að siðmenningu okkar tíma, atlaga að því frjálsa samfélagi sem er okkur svo mikils virði og eiginlega enn ein áminningin um það, til viðbótar við hryllilega atburði á allra síðustu árum, að baráttan gegn þessum hræðilegu öflum er orðið eitt brýnasta verk okkar tíma.“

Forsetinn varaði við þeirri trú að hægt væri að taka á vandanum með umburðarlyndi og umbótum. „Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðarlyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“

Í viðtali við Ríkisútvarpið um helgina kallaði hann eftir breyttum viðhorfum og nefndi hertar aðgerðir Norðmanna gegn flóttamannastraumi í því samhengi. „Við verðum að hafa burði og hugrekki og getu til þess að fara með nýjum hætti í þessa umræðu.“

Forseti eigi ekki að vara við umburðarlyndi

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gagnrýnir forseta Íslands í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag fyrir að tala gegn umburðarlyndi.

„Forseti lýðveldisins á helst ekki að nota orð eins og „umburðarlyndi“ í neikvæðri merkingu. Það mætti meira að segja hæglega rökstyðja það að eitt helsta hlutverk forseta sé einmitt að hvetja landsmenn sína til umburðarlyndis gagnvart hver öðrum, en ekki að etja þeim saman. Kannski erfitt að vera „sameiningartákn“ nú á dögum en samt óþarfi að tala eins og „sundrungartákn“. Forseti lands, „ábyrgðarlaus gagnvart stjórnarathöfnum,“ á helst ekki að tala inn í hugarfar eins hluta þjóðarinnar, og alls ekki þess hluta sem andvígur er „umburðarlyndi“. Umburðarlyndi er megindyggð.“

Sendiráðsskjöl lýsa jákvæðum samskiptum

Skjöl sem Wikileaks birti úr sendiráðskerfi Sádí-Arabíu greindu frá jákvæðum samskiptum forseta Íslands við sádíska sendiherrann árið 2013. Í skjölunum segir að Ólafur Ragnar hefði lýst vilja sínum til að heimsækja Sádí-Arabíu:

„Í þessu samhengi ræddi sendiherra Sáda við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Í samtalinu talaði forsetinn um hið mikla hlutverk sem Sádi-Arabía hefur, undir stjórn og í krafti Verndara hinna tveggja helgu moska [viðbót blaðamanns: nafnbót konungs Sádi-Arabíu], við að ná fram friði í heimshlutanum. Hann orðaði einnig áhuga á að styrkja og víkka tvíhliða samskipti milli Sádi-Arabíu og Íslands, með þeim hætti að þau nái yfir allar efnahagslegar og viðskiptalegar víddir, til viðbótar við stjórnmálaleg tengsl ... Hann útskýrði að land hans styddi öll arabísk málefni á alþjóðlegum vettvangi, þar sem Palestínumálið er í forgrunni, en í því hafi Ísland verið fyrsta evrópska þjóðin til að viðurkenna palestínska ríkið. Forsetinn tjáði sendiherra Sáda löngun sína til að heimsækja Sádi-Arabíu og hvernig honum yrði heiður að því að hitta leiðtoga okkar, Verndara hinna tveggja helgu moska - megi Guð geyma hann - og sádíska embættismenn einhvern tímann á þessu ári til að ræða fleti á samvinnu landanna tveggja.“

Forsetaembættið hefur hafnað því að efni skjalanna sé rétt.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund sendiráðsins

Eins og Stundin greindi frá í júní voru forsprakkar Félags múslima á Íslandi boðaðir á fund í sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi fyrir rúmum tveimur árum, þar sem reynt var að sameina þá undir „öfgahóp“ undir regnhlíf Ar-Risalah-stofnunarinnar í Svíþjóð, samkvæmt Salmann Tamimi, þáverandi formanni.

Salmann sagði í samtali við Stundina í júní að á fundinum hefði komið fram að til hans hefði verið boðað með vilja íslenskra yfirvalda. Það er í samræmi við skjöl sem Wikileaks birti úr sendiráði Sádí-Arabíu. „Ég heyrði það þarna einmitt. Og ég sagði: Hvað kemur þeim þarna á Íslandi til að skipta sér af málefnum okkar? Hann sagði að það hefði verið talað við hann þarna í sendiráðinu um að reyna að sameina okkur. Það var á Íslandi sem það var búið að tala við þá og vekja athygli á því. Þetta hljómar mjög undarlega. Til að byrja með: Enginn talaði við okkur. Og það er eitthvað bakvið tjöldin að ske þarna. Alveg eins og með peningana sem komu þarna. Forsetinn segir á heimasíðu sinni að það sé verið að gefa okkur milljón dollara. En við höfðum ekki heyrt í manninum [innsk. núverandi sendiherra Sádi-Arabíu], höfðum ekki séð hann heldur. Svo þetta kom mér á óvart á sínum tíma, að það væri í raun og veru ósk Íslands að við værum eitt félag. En hver sagði það? Þetta eru pólitíkusar sem segja þetta. En ég hef ekki hugmynd hver.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár