Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum

Vís­inda­menn við Oxford Há­skóla telja neyslu á nauta­kjöti og mjólk­ur­vör­um vera eina helstu or­sök hlýn­un­ar jarð­ar. Leggja þeir til skatt á þau mat­væli og ým­is önn­ur til þess að draga úr áhrif­un­um sem neysla á dýra­af­urð­um hef­ur á lofts­lag­ið.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum
Hlýnun jarðar er sögð ein mesta ógn sem að mannkyninu steðjar.

Loftslagsskattar á kjöt og mjólk gætu dregið úr neyslu á þeim afurðum og þannig minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og einnig bjargað 500 þúsund mannslífum á ári með heilbrigðara líferni, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Oxford Háskóla.

Ef lagðir væru sérstakir 40% loftslagsskattar á nautakjöt og 20% skattar á mjólk gæti það dregið úr skaðanum sem framleiðsla matvælanna veldur á loftslagi jarðarinnar. Þetta er niðurstaða útreikninga teymis við Oxford Háskóla sem hefur rannsakað áhrif matvælaframleiðslu á hlýnun jarðar. Skattarnir gætu dregið úr neyslu fólks á þessum afurðum sem myndi þá minnka losun lofttegunda sem valda hlýnun og draga úr sjúkdómum sem afurðirnar valda.

Hitastig jarðar
Hitastig jarðar hækkar stöðugt hraðar

Í sumar skrifaði Benjamín Sigurgeirsson, doktor í líftækni, pistil á Stundinni, þar sem hann fer yfir þá sjúkdóma sem neysla á dýraafturðum veldur og hversu mikill ávinningur í loftslagsmálum væri fólginn í því að draga úr þeirri neyslu. Bent hefur verið á að framleiðsla á kjöti til manneldis er talið valda um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda og mætti því draga talsvert úr hlýnun jarðar með því að skipta yfir í grænna mataræði.

Marco Springmann, sem leiddi rannsóknina við Oxford og er hluti af hópi innan skólans sem kallast „Framtíð fæðunnar“ [e. Future of Food], sagði: „Það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í þeim losunum sem matvælaframleiðslan okkar veldur þá eigum við engan möguleika á að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2C°. En ef þú þarft að borga 40% meira fyrir steikina þína þá gætir þú valið að elda þannig aðeins einu sinni í viku í staðinn fyrir tvisvar.“

Marco Springmann
Marco Springmann bendir á að matvælaframleiðsla hefur gríðarleg áhrif á hlýnun jarðar

Í rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change, var reiknað út hversu hár skatturinn þyrfti að vera fyrir hverja matartegund til þess að bæta upp fyrir áhrifin sem þau matvæli valda loftslaginu. Nautakjöt hefur mjög stórt kolefnisfótspor, vegna eyðingar skóga, metanlosunar sem tengist nautgripum og vegna fæðunnar sem nýtt er við framleiðsluna. Því reiknuðu vísindamennirnir út að skattar á nautakjöt þyrftu að vera um 40% um allan heim til þess að draga úr neyslunni.

„Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka.“

Með skattlagningunni gera vísindamennirnir ráð fyrir því að geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um einn milljarð tonna á ári, sem er jafn mikið og allur flugvélaiðnaðurinn losar á hverju ári. Þessi risavaxni niðurskurður á losun kom Springmann á óvart, sem og mikil áhrif mjólkurframleiðslu á umhverfið.

Segir hann breytingar á matarframleiðslu og neyslu hafa að mestu verið hunsaðar í baráttunni gegn loftslagshlýnun vegna viðkvæmni almennings þegar kemur að matarvali þeirra, ótta við hungur í fátækari hlutum heimsins sem og skorti á aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka,“ sagði Springmann. Hann sér einnig fyrir sér að peningana sem fást fyrir skattlagninguna mætti nýta til þess að tryggja að fólk hefði efni á hollara fæði.

„Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

Flestar af þeim matartegundum sem tengjast hlýnun jarðar eru einnig óhollar ef þeirra er neytt í of miklum mæli, eins og til dæmis nautakjöt og mjólkurvörur. Þess vegna gæti skattlagningin dregið úr neyslu á þeim afurðum og dregið úr þeim sjúkdómum sem þær valda, til dæmis hjartasjúkdómum, heilablóðföllum og krabbameini. Í Bandaríkjunum er til dæmis áætlað að fólk borði þrefalt meira af kjöti en mælst er til. Rannsakendur reiknuðu það út að skattlagningin gæti bjargað meira en 500 þúsund mannslífum á ári, aðallega í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína.

Rannsakendur komust einnig að því að til þess að mæta áhrifum matvælaframleiðslu á loftslagið þyrfti að hækka skatta á lambakjöt um 15%, hænsnakjöt um 8,5%, svínakjöt um 7% og á egg um 5%.

Áður hafa komið fram hvatningar um að draga úr kjötneyslu til þess að hægja á hlýnun jarðar, til dæmis frá Sameinuðu Þjóðunum og sérfræðingum í loftslagsmálum. Springmann sagði það gríðarlega mikilvægt að minnka áhrif matvælaframleiðslu á umhverfið: „Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu