Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum

Vís­inda­menn við Oxford Há­skóla telja neyslu á nauta­kjöti og mjólk­ur­vör­um vera eina helstu or­sök hlýn­un­ar jarð­ar. Leggja þeir til skatt á þau mat­væli og ým­is önn­ur til þess að draga úr áhrif­un­um sem neysla á dýra­af­urð­um hef­ur á lofts­lag­ið.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum
Hlýnun jarðar er sögð ein mesta ógn sem að mannkyninu steðjar.

Loftslagsskattar á kjöt og mjólk gætu dregið úr neyslu á þeim afurðum og þannig minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og einnig bjargað 500 þúsund mannslífum á ári með heilbrigðara líferni, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Oxford Háskóla.

Ef lagðir væru sérstakir 40% loftslagsskattar á nautakjöt og 20% skattar á mjólk gæti það dregið úr skaðanum sem framleiðsla matvælanna veldur á loftslagi jarðarinnar. Þetta er niðurstaða útreikninga teymis við Oxford Háskóla sem hefur rannsakað áhrif matvælaframleiðslu á hlýnun jarðar. Skattarnir gætu dregið úr neyslu fólks á þessum afurðum sem myndi þá minnka losun lofttegunda sem valda hlýnun og draga úr sjúkdómum sem afurðirnar valda.

Hitastig jarðar
Hitastig jarðar hækkar stöðugt hraðar

Í sumar skrifaði Benjamín Sigurgeirsson, doktor í líftækni, pistil á Stundinni, þar sem hann fer yfir þá sjúkdóma sem neysla á dýraafturðum veldur og hversu mikill ávinningur í loftslagsmálum væri fólginn í því að draga úr þeirri neyslu. Bent hefur verið á að framleiðsla á kjöti til manneldis er talið valda um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda og mætti því draga talsvert úr hlýnun jarðar með því að skipta yfir í grænna mataræði.

Marco Springmann, sem leiddi rannsóknina við Oxford og er hluti af hópi innan skólans sem kallast „Framtíð fæðunnar“ [e. Future of Food], sagði: „Það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í þeim losunum sem matvælaframleiðslan okkar veldur þá eigum við engan möguleika á að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2C°. En ef þú þarft að borga 40% meira fyrir steikina þína þá gætir þú valið að elda þannig aðeins einu sinni í viku í staðinn fyrir tvisvar.“

Marco Springmann
Marco Springmann bendir á að matvælaframleiðsla hefur gríðarleg áhrif á hlýnun jarðar

Í rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change, var reiknað út hversu hár skatturinn þyrfti að vera fyrir hverja matartegund til þess að bæta upp fyrir áhrifin sem þau matvæli valda loftslaginu. Nautakjöt hefur mjög stórt kolefnisfótspor, vegna eyðingar skóga, metanlosunar sem tengist nautgripum og vegna fæðunnar sem nýtt er við framleiðsluna. Því reiknuðu vísindamennirnir út að skattar á nautakjöt þyrftu að vera um 40% um allan heim til þess að draga úr neyslunni.

„Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka.“

Með skattlagningunni gera vísindamennirnir ráð fyrir því að geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um einn milljarð tonna á ári, sem er jafn mikið og allur flugvélaiðnaðurinn losar á hverju ári. Þessi risavaxni niðurskurður á losun kom Springmann á óvart, sem og mikil áhrif mjólkurframleiðslu á umhverfið.

Segir hann breytingar á matarframleiðslu og neyslu hafa að mestu verið hunsaðar í baráttunni gegn loftslagshlýnun vegna viðkvæmni almennings þegar kemur að matarvali þeirra, ótta við hungur í fátækari hlutum heimsins sem og skorti á aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka,“ sagði Springmann. Hann sér einnig fyrir sér að peningana sem fást fyrir skattlagninguna mætti nýta til þess að tryggja að fólk hefði efni á hollara fæði.

„Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

Flestar af þeim matartegundum sem tengjast hlýnun jarðar eru einnig óhollar ef þeirra er neytt í of miklum mæli, eins og til dæmis nautakjöt og mjólkurvörur. Þess vegna gæti skattlagningin dregið úr neyslu á þeim afurðum og dregið úr þeim sjúkdómum sem þær valda, til dæmis hjartasjúkdómum, heilablóðföllum og krabbameini. Í Bandaríkjunum er til dæmis áætlað að fólk borði þrefalt meira af kjöti en mælst er til. Rannsakendur reiknuðu það út að skattlagningin gæti bjargað meira en 500 þúsund mannslífum á ári, aðallega í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína.

Rannsakendur komust einnig að því að til þess að mæta áhrifum matvælaframleiðslu á loftslagið þyrfti að hækka skatta á lambakjöt um 15%, hænsnakjöt um 8,5%, svínakjöt um 7% og á egg um 5%.

Áður hafa komið fram hvatningar um að draga úr kjötneyslu til þess að hægja á hlýnun jarðar, til dæmis frá Sameinuðu Þjóðunum og sérfræðingum í loftslagsmálum. Springmann sagði það gríðarlega mikilvægt að minnka áhrif matvælaframleiðslu á umhverfið: „Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár