Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Myndband sýnir varg á Skólavörðustíg

Mink­ur hljóp inn á hár­greiðslu­stofu í mið­bæn­um í gær. Lík­legt er að hann gangi enn laus í mið­borg­inni.

Myndband sýnir varg á Skólavörðustíg

Sá sjaldgæfi atburður varð í gær að minkur kom hlaupandi inn á hárgreiðslustofu í miðborg Reykjavíkur og olli þar usla. Á meðfylgjandi myndbandi sést hvernig minknum er stuggað burt af rakara.

Hörður Freyr Harðarson, rakari á Slippnum við Skólavörðustíg í Reykjavík, segir að minkurinn hafi vakið lukku fremur en ótta. „Hann hljóp hérna inn og tók einhvern hring og ég fældi hann út. Ég króaði hann hérna, fór bak við hann og kom honum út um hurðina. Það var svolítið erfitt því það var fólk hérna fyrir utan að hlæja og taka myndir. Ég bað þau um að koma sér frá hurðinni svo ég gæti komið kvikindinu út,“ segir Hörður. Hann segir að minkurinn hafi ekki verið árásargjarn. „Þetta var örugglega eitthvað gæludýr, það hlýtur að vera því hann var ekkert að hvæsa eða neitt þannig.“

Mjög sjaldgæft að minkur sjáist í miðbænum

Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, veit af umræddum mink. Guðmundur segir það helst gerast á þessum árstíma að minkar sjáist innan borgarmarka. „Það er ekki algengt að við verðum varir við slíkt niðri í bæ, það er þó töluvert af honum í landi Reykjavíkur, við Kjalarnes og Elliðavatn með ám, vötnum og ströndinni. Á þessum tíma gerist það, því nú eru hvolpar að fara frá læðunum og ungviðið er vitlaust,“ segir Guðmundur.

Í fyrrasumar var rætt um minkaplágu í Elliðaárdal.

„Ég veit nú ekki hvort hann sé farinn út úr póstnúmerinu en hann er lifandi enn þá.“

Guðmundur segir að umræddur minkur hafi ekki náðist og gangi því laus, þó óvíst sé hvort hann sé enn á ferli í 101 Reykjavík. „Við fengum tilkynningu og brugðumst strax við og mættum á staðinn, en kvikindi hafa fætur og geta verið búin að forða sér. Ég veit nú ekki hvort hann sé farinn út úr póstnúmerinu en hann er lifandi enn þá. Við höfum ekkert heyrt meira af honum og það er svolítið skrýtið því þetta er inn í niðrum bæ. Ég hefði haldið að það væri slatti af hringingum,“ segir Guðmundur.

Drepur allt sem hann þorir í

Hann segir að minkurinn sé þess eðlis að hann flýi frá öllu stærra en hann sjálfur, en ef hann telji sig ráð við bráðina þá drepi hann hana. „Fyrsta sem minkurinn myndi gera ef hann myndi mæta þér þá myndi hann hlaupa í burtu. Ef þú hins vegar myndir króa hann af og ætlar að taka hann, þá er það eins og með villiketti, refi eða rottur, þá bítur þetta frá sér. Þeir elta fólk ekki uppi og ráðast á og drepa,“ segir Guðmundur og hlær.

Spurður um hvort það eigi við um minni dýr svo sem ketti svarar Guðmundur: „Allt sem að hann er öruggur um að hann ráði við, það drepur hann. Mætti hann hundi eða ketti þá ef hann á kost þá hleypur hann frekar en að fara í það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár