Mistök voru gerð í launagreiðslum ríkisins þegar fjöldi starfsmanna fékk launin ekki greidd á síðasta útborgunardegi þann 1. apríl. Engin tilkynning barst launþegum sem biðu í óvissu um helgina. Í dag, þann 3. apríl, fengu starfsmenn loks útborgað, tveimur dögum of seint.
Starfsmaður elliheimilis segir í samtali við Stundina að sér hafi verið verulega misboðið. Hann bendir á að það þyki eðlilegt að starfsmaður láti yfirmann sinn vita ef hann kemur ekki til vinnu og að sama skapi sé eðlilegt að yfirmenn láti launþega vita ef mistök verða til þess að laun eru greidd of seint.
„Full upphæð var tekin út af reikning ríkisins á útborgunardag“
Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri Fjársýslu ríkisins, svaraði fyrir málið: „Starfsmenn fengu launaseðil og full upphæð var tekin út af reikning ríkisins á útborgunardag,“ sagði hann og bætti því við að mistök hafi átt sér stað hjá Reiknistofu bankanna.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir …
Athugasemdir