Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Er í lífshættu eftir að hafa hjálpað lögreglunni á Íslandi

Mirjam van Twuy­ver fékk á dög­un­um einn þyngsta fíkni­efna­dóm sem fall­ið hef­ur á Ís­landi. Í við­tali við Stund­ina seg­ir hún frá að­drag­and­an­um, hót­un­um og heimsk­unni. Hún sýndi fá­dæma sam­starfs­vilja við lög­reglu en fékk í stað­inn 11 ára fang­els­is­dóm.

Er í lífshættu eftir að hafa hjálpað lögreglunni á Íslandi
Mirjam van Twuyver Dóttir hennar hefur verið klippt út af myndinni. Mynd: Facebook

Hollenska konan Mirjam van Twuyver, sem nýverið var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, segist vera í lífshættu vegna þess mikla samstarfsvilja sem hún sýndi íslenskri lögreglu.

Henni hafi borist hótanir og sautján ára dóttir hennar, sem hefur snúið aftur til Hollands, hefur þurft að skipta um símanúmer vegna ógnandi símtala. Óvenjumikill samstarfsvilji hennar var raunar ekkert metinn við úrskurð dóms og fékk Mirjam einn þyngsta dóm sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Til refsiþyngingar var metið að hún hefði komið til Íslands í þrígang í tengslum við innflutning á fíkniefnum. Í samtali við Stundina segir Mirjam að í fyrri tvö skiptin hafi hún ekki sjálf flutt inn fíkniefni. Hún segir að eftir á að hyggja hafi hún verið fengin með í þessar tvær ferðir til að undirbúa hana fyrir að smygla sjálf. Mirjam segir að í fyrsta skiptið hafi hún ekki vitað af smyglinu fyrr en hún var komin aftur til Hollands.

Mirjam var dæmd fyrir smygl á um níu kílóum af amfetamíni, um 200 grömmum af kókaíni og um tíu kílóum af MDMA. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég hef sagt sannleikann og ekkert annað frá því að ég kom til Íslands,“ segir Mirjam.

Í viðtali við Stundina segir Mirjam frá aðdraganda þess að hún tók þá afdrifaríku ákvörðun að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún er ekki sjálf fíkniefnaneytandi, en hún er hins vegar nærri hundrað prósent öryrki vegna hjartasjúkdóms og bakverks. Að hennar sögn eru örorkubætur mjög lágar í Hollandi og varð það til þess að hún missti á endanum íbúð sína. Um tíma var hún komin á götuna meðan dóttir hennar fékk að gista hjá vinkonu sinni. Hún lýsir smyglinu sem sínu seinasta hálmstrái.

Hrærð yfir viðbrögðunum

Dómurinn féll í máli Mirjam síðastliðinn fimmtudag og var hann mikið áfall fyrir hana. Blaðamaður ræddi fyrst við hana fyrir um tveimur vikum og þá stefndi í að hún myndi fá á bilinu tveggja til fimm ára dóm. „Þetta er frekar súrrelískt. Ég hefði getað framið morð í Hollandi og ég hefði ekki fengið svona þungan dóm,“ segir Mirjam. Hún segist þó vera djúpt snortin við þeim viðbrögðum sem dómur hennar hefur vakið á Íslandi en þar var Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fremstur í flokki. „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Mirjam segist aðallega vonast til þess að þetta verði til þess að einhverjar breytingar eigi sér stað svo burðardýr framtíðarinnar lendi ekki í því sama og hún.

Mirjam segir að sér líði illa í fangelsinu á Akureyri. Hún vill þó taka það skýrt fram að bæði fangaverðir og aðrir fangar hafi reynst henni ótrúlega vel og hún sé þakklát fyrir það. „Þeir eru yndislegir, en málið er að ég er með innilokunarkennd og þetta er allt mjög aflokað hérna. Ég er ekki vön að hafa svona mikið af fólki í kringum mig þannig að mér líður oft mjög illa hérna. Ég hef ekki kost á því að taka stuttan göngutúr til að hreinsa hugann,“ segir Mirjam. Hún hafði vonast til þess að geta tekið út refsinguna á Kvíabryggju en í ljósi þessi þunga dóms sem hún fékk er það mjög ólíklegt.

„Einn daginn er mér og dóttur minni einfaldlega hent út úr íbúðinni og á götuna.“

Heimilislaus í sex mánuði

Mirjam segist hugsa alla daga um ákvörðun sína. „Mér finnst svolítið erfitt að útskýra hvað ég var að hugsa. Maður hugsaði að þetta væri eina leiðin út úr vandamálunum. Maður verður að setja þetta í samhengi. Ég hef átt ansi erfiða ævi. Ég á tvær dætur sem ég hef alið upp ein. Á milli fæðingar þeirra var ég í ofbeldissambandi. Sjálfsálit mitt er mjög lágt. Raunverulega vandamálið byrjaði þó fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Ég gat ekki borgað leiguna fyrir íbúðina mína. Ég er öryrki og fæ fé frá ríkinu sem er mjög lítið í Hollandi. Þú getur varla haft fyrir mat og borgað reikninga á sama tíma. Það er einfaldlega mjög erfitt að lifa því Hollandi er mjög dýrt land.

Ég var að alltaf að fylla eina holu með því að grafa aðra. Ég leitaði mikið til Hjálpræðishersins á þessum tíma. Þarna gerist það að ég verð ólétt á ný og ég missi barnið. Ég jafnaði mig aldrei endanlega á því. Einn daginn er mér og dóttur minni einfaldlega hent út úr íbúðinni og á götuna. Búslóðinni var fargað. Ég á samt eftir að borga reikningana vegna íbúðarinnar. Í kjölfarið var ég á götunni í um sex mánuði meðan dóttir mín fékk að vera hjá vinkonu sinni. Allir vinir mínir snéru baki við mér. Svo þarna átti ég nákvæmlega ekkert og engan að,“ segir Mirjam. Um tíma kynntist hún manni og gat búið hjá honum en það fór allt á versta veg þar sem hann var ofbeldismaður. Vegna hjartasjúkdómsins mun Mirjam að öllum líkindum þurfa að fara í hjartaaðgerð á Íslandi en hún bíður nú eftir að fá aðhlynningu hjartalæknis hér á landi. 

„Þau settu þessa gylltu gulrót fyrir framan mig meðan það eina sem ég var að hugsa um var að lifa af.“

Smyglaði ekki fíkniefnum í fyrri ferðum

Það var eftir öll þessi áföll sem hún kynntist fólki í gegnum kunningja sinn sem fær hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Umræddur maður hafði verið með henni í skóla og hafði hann í gegnum tíðina aðstoðað hana á ýmsan hátt. „Þessi svokölluðu vinir fóru að sannfæra mig um að koma með honum til Íslands, þau sögðu að ég væri svo stressuð og að ég hefði gott af því að fá smá frí. Ég fer með honum til Íslands og þá vissi ég ekkert. Hann sagði mér, þegar ég kom til baka, hvað hann hefði gert, hann hefði smyglaði fíkniefnum. Hann sagði mér að hann þyrfti að fara í aðra ferð til Íslands og bað mig að koma með sér.

Þetta er leiðin sem þeir sannfæra burðardýr, reyna að sýna fram á hvað það er auðvelt og lítið mál. Hann vissi alveg í hvernig aðstæðum ég var hvað varðar húsnæðismál og annað. Mig bráðvantaði húsnæði fyrir mig og dóttur mína til að geta byrjað lífið á ný.  

Hann sagði mér að koma með sér og hann myndi gefa mér smáræði af pening. Svo ég fór aftur og eins og í fyrsta skiptið þá var ég ekki með neitt í mínum farangri. Hann kynnir mig síðan fyrir fólki sem virtist vera að skipuleggja smyglið. Þau voru mjög almennileg og náðu að sannfæra mig. Í dag spyr ég mig hvernig ég gat verið svona vitlaust. Þau settu þessa gylltu gulrót fyrir framan mig meðan það eina sem ég var að hugsa um var að lifa af,“ segir Mirjam. Fyrir féð sem hún fékk fyrir seinni ferðina gat hún leigt litla íbúð en skuldirnar stóðu eftir. Fyrrnefnt par kom mánuði eftir seinni ferðina aftur til Mirjam og fór fljótlega að tala um aðra ferð til Íslands.

Heimska að bjóða dóttur sinni

Líkt og hefur áður komið fram ákvað Mirjam að bjóða dóttur sinni með í ferðina þar sem tímabilið á undan hafði verið erfitt. Hún vonaðist eftir að með ferðinni væri hún klára þetta tímabil. „Þetta var mjög heimskulegt af mér að hugsa svona en svona var það,“ segir hún.

Mirjam segir að eftir að hún tók ákvörðun um að fara í ferðina hafi hlutirnir gerst hratt. „Þau komu í miðri viku og ég átti að fara á föstudegi. Þau sögðu mér að taka töskur og föt og afhenda þeim. Þau myndu pakka dópinu. Ég samdi sérstaklega um ég myndi bara taka þrjú til fjögur kíló og að þau myndu ekkert setja í tösku dóttur minnar. Ég sá svo ekki töskunnar aftur fyrr en á flugvellinum. Þegar þeir opnuðu töskurnar á Keflavíkurflugvelli þá vantaði meirihlutann af þeim fötum sem ég hafði látið þau fá,“ segir Mirjam.

Stórhættuleg glæpasamtök

Mirjam hefur ítrekað verið hótað vegna málsins. Fyrstu hótunina fékk hún áður en hún lagið af stað á flugvellinum. „Hann hvíslaði í eyrað á mér að hann vildi vara mig við því að það yrði fylgst með okkur á flugvellinum. Þarna gat ég ekki hætt við þó ég hefði viljað það,“ segir Mirjam. Hún segist ekki þekkja neina aðila tengda málinu nema þá sem hún hafði persónulega samskipti við. Hún hefur þó heyrt af því nú eftir komu til Íslands að umsvifamikil glæpasamtök hafi staðið að smyglinu. „Ég veit að þessi samtök eru mjög ógnvekjandi og ég þarf hafa augu í hnakkanum,“ segir Mirjam. 

Eftir að hún hafði verði handtekin á Íslandi reyndi lögreglan að sannfæra hana um að taka þátt í tálbeitu. Mirjam hafði aukasíma til að eiga í samskiptum við skipuleggjendur smyglsins. „Það hafði verið hringt í þann símann og lögreglan bað mig um svara og kanna hver væri að hringja. Ég gerði það og í símanum var maður sem ég þekkti ekki. Hann byrjaði að tala við mig og ég reyndi að sannfæra hann um að ég væri á Íslandi og allt væri í lagi. Hann sagði á móti að ef lögreglan væri hliðin á mér ætti ég að hósta þrisvar. Ég gerði það ekki. Hann sagði beint út að hann vissi hvar ég ætti heima og hver væri þar núna. Hann vissi að hundurinn minn væri þar. Hann vissi hvar foreldrar mínir byggju. Hann sagði að ef ég væri að plata hann þá myndi það kosta höfuð mitt,“ lýsir Mirjam. Hún virðist hafa sannfært manninn því ákveðið var að fíkniefnin yrðu sótt og fór málið eins og það fór. 

Þegar Mirjam losnar að lokum úr fangelsi á Íslandi þá er þó hennar refsingu ekki lokið. „Ég get aldrei aftur snúið aftur í heimabæ minn þar sem foreldrar mínir búa. Dómurinn er þungur en hin refsingin byrjar þegar ég get farið aftur til Hollands. Ég hef engan stað til að fara á í Hollandi,“ segir Mirjam.

Upplýsti um parið í Norrænu

Líkt og hefur komið fram áður þá hefur Mirjam sýnt mikinn samstarfsvilja við íslenska lögreglu. Hún benti lögreglunni á alla þá aðila sem hún þekkti með nafni og tók þátt í tálbeitu lögreglu sem skilaði ekki árangri. Ósagt er þó að hún tilkynnti lögreglu um að það stæði til að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands. Hún vissi ekki hver myndi standa að því né nákvæmlega hvenær. Þetta hafði hún frétt frá þeim sem skipulögðu hennar smygl. Hún lét lögreglu vita af þessu við yfirheyrslur. 

Þann 9. september síðastliðinn kom par til Íslands með Norrænu og fann lögreglan 90 kíló af hörðum efnum í bíl þeirra. Frétt Vísis um málið frá 12. september rennur stoðum undir að upplýsingar hafi komið frá Mirjam. Þar kemur fram að málið hafi klúður frá upphafi, haft er eftir sérfræðingi í fíkniefnarannsóknum að tilviljun virðist hafa ráðið að fíkniefnin fundust. Fjölmiðlum hafi verið tilkynnt að efnin hafi fundist við áhættugreiningu sem hafi sent skilaboð til þeirra sem stóðu að innflutningnum að verið væri að hlera þá. Mirjam segist ekki geta útilokað að lögreglan hafi haft aðrar upplýsingar um þetta smygl en hennar vitnisburð en hún telur það mjög ólíklegt.

„Verðlaun mín fyrir allt samstarfið eru ellefu ár í fangelsi. Ég þurfti ekki að hjálpa þeim. Í sannleika sagt þá gerði ég það ekki í von um lægri dóm heldur vegna dóttur minnar. Ég vonaðist til þess að hún gæti farið heim ef ég hjálpaði þeim. Ég gerði það líka út af því að ég vissi að ég hafði gert eitthvað rangt og vildi iðrast. Í hreinskilni sagt þá finnst mér núna eins og ég hafi verið svikin af réttarkerfinu á Íslandi. Ég veit að ég braut af mér en ég er bara peð fyrir samtökunum sem skipulögðu þetta,“ segir Mirjam.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
1
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
2
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
5
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
6
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Hrafnar fylgdu honum
7
Minning

Hrafn­ar fylgdu hon­um

Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023

Mest lesið

  • „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
    1
    Viðtal

    „Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

    Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    2
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
    3
    FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

    Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
  • Þórður Snær Júlíusson
    4
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

    Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.
  • Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
    5
    Fréttir

    Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

    Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.
  • Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
    6
    Fréttir

    Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

    Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
  • Hrafnar fylgdu honum
    7
    Minning

    Hrafn­ar fylgdu hon­um

    Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
  • Hrafn Jónsson
    8
    Kjaftæði

    Hrafn Jónsson

    Að hræð­ast allt nema raun­veru­leik­ann

    Börn hafa feng­ið að al­ast upp við klám­væð­ingu allt of lengi án þess að fá mark­vissa fræðslu um kyn­líf, kyn­hegð­un, upp­lýst sam­þykki, mörk og kyn­ferð­is­lega sjálfs­virð­ingu. Þeg­ar lokst á að rétta úr kútn­um virð­ist við­bragð margra vera bjarg­föst af­neit­un á þess­um veru­leika.
  • Sif Sigmarsdóttir
    9
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Einka­leyfi á kær­leik­an­um

    Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
  • „Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
    10
    Menning

    „Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

    Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið í vikunni

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
1
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
2
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
4
Fréttir

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
5
Viðtal

Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
Skilin eftir á ofbeldisheimili
6
Myndband

Skil­in eft­ir á of­beld­is­heim­ili

Linda ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem mis­þyrmdi börn­un­um. Eldri syst­ir henn­ar var send í fóst­ur þeg­ar rann­sókn hófst á hend­ur for­eldr­un­um. Hún var skil­in eft­ir og of­beld­ið hélt áfram þrátt fyr­ir vitn­eskju í kerf­inu.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
1
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
2
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
„Það er ekki alltaf falleg saga á bak við peningana“
3
FréttirHátekjulistinn 2023

„Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.
Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
4
FréttirHinsegin bakslagið

Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
5
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
6
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
„Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
7
FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.

Mest lesið í mánuðinum

  • Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
    1
    ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

    Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

    Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
  • „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
    2
    Viðtal

    „Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

    Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
  • „Það er ekki alltaf falleg saga á bak við peningana“
    3
    FréttirHátekjulistinn 2023

    „Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

    Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.
  • Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
    4
    FréttirHinsegin bakslagið

    Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

    Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    5
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
    6
    ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

    Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

    Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
  • „Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
    7
    FréttirHátekjulistinn 2023

    „Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

    Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.
  • Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli
    8
    Allt af létta

    Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

    „Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.
  • Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
    9
    FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

    Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
  • Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
    10
    Fréttir

    Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

    Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.