Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Marmaraegg

Ósk­ar Erics­son kynn­ir spenn­andi að­ferð við að elda egg, þar sem þau eru lát­in marín­er­ast í te- og krydd­blöndu þar til þau hafa feng­ið á sig fal­lega marm­ara­áferð.

Marmaraegg
Marmaraegg Mynd: Stundin / Óskar Ericsson

Páskarnir koma óvenju snemma í ár og eru á næsta leiti. Eftir að hafa þraukað í gegnum dimman, kaldan og blautan janúar og síðan febrúar er daginn loks farið að lengja og styttist í að snjórinn bráðni. Snæklukkur spretta upp, lóan kemur og hillur matvöruverslana fyllast af súkkulaðieggjum.  

Egg eru tákn frjósemi og nýs lífs svo þau eiga vel við um páskana, rétt eins og páskakanínur sem eru eins og allir vita, sem fara í gegnum Elliðaárdalinn, Heiðmörk eða Öskjuhlíðina, að eru heldur betur frjósamar. Síðan fyrstu gæludýraeigendurnir hér á landi fóru að sleppa lausum kanínum sem börnin nenntu ekki að sinna lengur hafa kanínur fjölgað sér á hverju ári. Á síðustu fimmtán árum hefur stofninn stækkað og á útisvæði höfuðborgarinnar eru nú um nokkur hundruð kanínur samkvæmt skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Að undanskildum smávægilegum skemmdum sem kanínur geta valdið í einkagörðum eru þær almennt ekki til ama heldur lífga þær upp á umhverfið. Annars halda minnkurinn og uglan stofninum niðri, auk þess sem einstaka kanínuskinn verður fyrir bíl á Reykjanesbrautinni.

Þær gleðifregnir bárust í janúar að nú fást í fyrsta sinn lífræn egg í öllum helstu matvöruverslunum landsins, að Samkaup og Nettó undanskildum. Nesbú hf. framleiðir eggin og eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir fyrirmyndarframtak. Það tók fyrirtækið tæp tvö ár að uppfylla ströngustu kröfur til að fá lífræna vottun, en á meðal skilyrða er bann við eiturefnum og tilbúnum áburði, fóðrið verður að vera lífrænt vottað, fuglarnir að hafa frjálsan aðgang að rykbaði, hreiðri og setpriki innan dyra. Fuglarnir hafa helmingi meira rými inni og eiga þess kost að verja einum þriðja af líftíma sínum úti. Allt skilar þetta sér í hágæða eggjum en munurinn finnst svo sannarlega á bragðinu og sést einnig á áferðinni, enda framleiða hamingjusöm og heilbrigð dýr almennt betri afurðir. Samvæmt nýlegri kanadískri rannsókn eru lífræn egg með allt að tvöfalt meira magn af A, E og D-vítamínum og Omega 3 en önnur egg. Þess vegna hvet ég lesendur til að styðja þetta framtak og kaupa lífræn egg, sem eru í flestum búðum aðeins 100 krónum dýrari en önnur.

Að þessu sinni er uppskriftin að marmaraeggjum, eða te-eggjum. Eggin eru maríneruð og hægelduð í blöndu af te, sojasósu og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár