Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Malín Brand, þú ert handtekin

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Við hittumst í miðborg Reykjavíkur. Hún brosir og heilsar. Ég tek eftir því að vinstri hönd hennar skelfur stöðugt. Hún hlær og segir að þetta sé ekki stress, MS eða Parkinson. „Þetta byrjaði fyrir tveimur árum. Ég hef leitað til lækna en það hefur enn engin skýring fundist. Þetta er óþægilegt á köflum en háir mér ekki,“ segir Malín.

Ofbeldi og einelti

Barnæska Malínar var á köflum erfið. Hún glímdi við einelti í skóla. Það var ekki síst fyrir þær sakir að móðir hennar var í Vottum Jehóva og fjölskyldan lifði samkvæmt reglum trúfélagsins. Malín var öðruvísi en önnur börn. Hún gekk gjarnan í heimasaumuðum fötum og leyndi því ekkert að heima hjá henni var ekki haldið upp á jól, páska eða afmæli. Heima fyrir var síðan eldri systirin, rúmum fjórum árum eldri, til alls líkleg og óútreiknanleg. 

„Hún átti það til að lumbra á mér. Hún var haldin ofboðslegri reiði. Það var að hluta til vegna safnaðarins sem við tilheyrðum og ég fann til þess að hún taldi mig vera fyrir sér. Hún vildi ekki fara á samkomur en ég fór alltaf. Hún barðist gegn veru okkar í söfnuðinum og þoldi illa að vera öðruvísi. Við vorum fátæk sem kannski var vegna þess að foreldrar okkar kunnu lítið fyrir sér í peningamálum. Systir mín skammaðist sín fyrir heimasaumuðu fötin. Og hún skammaðist sín fyrir foreldra sína og ekki síst mig, systur sína, sem hún taldi vera heimsins mesta hálfvita. Það var mér óskiljanlegt að hún vildi ekki vera í heimasaumuðum fötum. Mér var líka strítt en ég hafði um annað að hugsa en það hvernig ég leit út. Ég var ekkert að leyna því við aðra krakka að við héldum ekki jól, væri ég spurð. Eitt sinn sagði systir mín krökkum, sem ég var að leika við, að hlusta ekki á mig. Ég væri þroskaheft og því ekkert að marka mig. Þetta gerði hún til að leyna því að við vorum sérstök. Mér fannst skrýtið að halda ekki jól og reyndi að skilja ástæðu þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár