Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Maðurinn sem hætti við að sprengja sig

Hann djamm­aði, not­aði dóp, átti kær­ustu en líka æv­in­týri á homma­bör­um. Salah var langt frá því að vera strang­trú­að­ur múslimi. Ný­ver­ið láku upp­tök­ur af fyrstu yf­ir­heyrslu yf­ir hon­um eft­ir hand­töku út, en þær hafa leitt til mik­ill­ar gagn­rýni á belg­ísk stjórn­völd. Frönsk dag­blöð birtu slitr­ótta og þversagna­kennda frá­sögn hryðju­verka­manns­ins, sem stang­ast á við veru­leik­ann en gef­ur okk­ur smá inn­sýn í hug­ar­heim manns sem ekki veit hvort hann vill lifa eða deyja.

„Ég hætti við þegar ég lagði bílnum,“ sagði Salah Abdeslam við lögreglumennina sem sátu hinum megin við borðið í öryggisfangelsi í Brugges, Belgíu. „Ég hleypti farþegunum þremur út og síðan keyrði ég aftur af stað. Ég keyrði bara eitthvert, ég lagði einhvers staðar, ég man ekki hvar. Ég læsti bílnum, tók lykilinn með mér og gekk síðan niður að Montrouge-stöð. Ég sat í metrónum eitt eða tvö stopp. Síðan fór ég út. Ég gekk þar til ég fann símabúð, keypti síma og hringdi í einungis einn mann: Mohamed Amri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár