Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Í dag sagði Sigmundur Davíð af sér.
Maður sem laug sig til valda, ásakaði þjóðina um einelti og sýndi aldrei auðmýkt ræður ekki lengur. Og ekki kvaddi hann með reisn. Eins og ofbeldisfullur kærasti neitaði hann að flytja út, þótt að þjóðin væri búin að segja honum upp. Undir lokin réðst hann meira að segja á sinn besta vin, og hótaði að ef hann þyrfti að fara, þá myndi hann taka alla með sér.
Aldrei áður í sögu Íslands hefur forsætisráðherra sagt af sér vegna spillingar. Betur má ef duga skal, en þetta er óneitanlega frábært fordæmi fyrir alla alþingismenn sem hér á eftir gerast sekir um álíka alvarlega athafnir. Ef menn gerast uppvísir um að til dæmis ljúga um eignir eða svíkja undan skatti hljóta þeir að taka frumkvæði og segja af sér, eins og tíðkast í öðrum vestrænum ríkjum, enda er núna komið fordæmi fyrir því. Þetta hlýtur bara að vera byrjunin.
Athugasemdir