Í haust var ReykjavíkurAkademíunni gert að flytja úr JL-húsinu. Við tók hústaka nokkurra velunnara lista og almannarýmis sem héldu húsinu í tíu daga. Þó hústakan hafi varað stutt varð hústökufólkið mjög náið að henni lokinni; allir eignuðust nýja vini, tvö úr hópnum urðu par – og ég og kærastan mín eignuðumst nýjan kærasta.
Þetta er sagan af ferð okkar úr hugarheimi einkvænis yfir í sambandsstjórnleysi – hvernig við lærðum að ást deilist ekki, heldur margfaldast, og hvað gerist þegar maður ákveður að einu reglurnar í lífinu skuli vera þær sem maður setur sjálfur. Hún hefst á fjórfaldri endajaxlatöku og tilfinningalegum brotsjó og lýkur í yndislegu sambandi þar sem allt er í boði og allt er rætt til enda.
Athugasemdir