Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kylfum, táragasi og rafbyssum beitt á fylgdarlaus börn

Franska lög­regl­an beit­ir mik­illi hörku í bar­áttu sinni við fylgd­ar­laus börn sem halda til í og við hafn­ar­borg­ina Cala­is. Dæmi um að börn hafi ver­ið tek­in úr axl­arlið eða þau piparúð­uð beint í aug­un. Frönsk yf­ir­völd reyna að halda flótta­fólki frá svæð­inu.

Flóttamenn sem halda til í og við frönsku borgina Calais verða fyrir daglegu lögregluofbeldi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu, en svæðið hefur undanfarin misseri verið undir stöðugu eftirliti lögreglu og virðist helsta markmiðið að halda flóttafólki fjarri svæðinu. Breski fjölmiðillinn Independent fjallar sérstaklega um niðurstöður rannsóknarinnar sem voru kunngjörðar í apríl síðastliðnum, en þar kemur meðal annars fram að flóttafólk, þeirra á meðal fylgdarlaus börn, verði síendurtekið fyrir grófu lögregluofbeldi. Í þessu samhengi greina sumir frá því hvernig barsmíðar lögreglunnar leiddu til þess að þeir fóru úr lið á meðan aðrir lýsa því til að mynda hvernig lögreglumenn hafi spreyað táragasi beint í augu þeirra en slíkt getur verið hættulegt.

22 ára gamall Palestínumaður lýsir því hvernig lögreglumenn spreyjuðu táragasi beint framan í andlit hans, brutu svo gleraugun og skyldu loks eftir mikið svöðusár á öðru auganu. Sautján ára gamall drengur rifjar upp hvernig hann var laminn af lögreglumönnum þar sem hann stóð einn um miðja nótt, á meðan annar sextán ára gamall lýsir því hvernig hann svaf með nokkrum félögum sínum í skóginum þegar lögreglumenn vöktu þá, skipuðu þeim að hypja sig og byrjuðu svo að „berja í fóta hans með kylfum“ þegar þeir neituðu að hlýða skipununum. Rannsóknin er sú viðamesta sem gerð hefur verið frá því að hinn svokallaði frumskógur í Calais var jafnaður við jörðu síðastliðið haust, en 53 prósent þeirra flóttamanna sem halda til á svæðinu svöruðu spurningum samtakanna Refugee Rights Data Project.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár