Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kylfum, táragasi og rafbyssum beitt á fylgdarlaus börn

Franska lög­regl­an beit­ir mik­illi hörku í bar­áttu sinni við fylgd­ar­laus börn sem halda til í og við hafn­ar­borg­ina Cala­is. Dæmi um að börn hafi ver­ið tek­in úr axl­arlið eða þau piparúð­uð beint í aug­un. Frönsk yf­ir­völd reyna að halda flótta­fólki frá svæð­inu.

Flóttamenn sem halda til í og við frönsku borgina Calais verða fyrir daglegu lögregluofbeldi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu, en svæðið hefur undanfarin misseri verið undir stöðugu eftirliti lögreglu og virðist helsta markmiðið að halda flóttafólki fjarri svæðinu. Breski fjölmiðillinn Independent fjallar sérstaklega um niðurstöður rannsóknarinnar sem voru kunngjörðar í apríl síðastliðnum, en þar kemur meðal annars fram að flóttafólk, þeirra á meðal fylgdarlaus börn, verði síendurtekið fyrir grófu lögregluofbeldi. Í þessu samhengi greina sumir frá því hvernig barsmíðar lögreglunnar leiddu til þess að þeir fóru úr lið á meðan aðrir lýsa því til að mynda hvernig lögreglumenn hafi spreyað táragasi beint í augu þeirra en slíkt getur verið hættulegt.

22 ára gamall Palestínumaður lýsir því hvernig lögreglumenn spreyjuðu táragasi beint framan í andlit hans, brutu svo gleraugun og skyldu loks eftir mikið svöðusár á öðru auganu. Sautján ára gamall drengur rifjar upp hvernig hann var laminn af lögreglumönnum þar sem hann stóð einn um miðja nótt, á meðan annar sextán ára gamall lýsir því hvernig hann svaf með nokkrum félögum sínum í skóginum þegar lögreglumenn vöktu þá, skipuðu þeim að hypja sig og byrjuðu svo að „berja í fóta hans með kylfum“ þegar þeir neituðu að hlýða skipununum. Rannsóknin er sú viðamesta sem gerð hefur verið frá því að hinn svokallaði frumskógur í Calais var jafnaður við jörðu síðastliðið haust, en 53 prósent þeirra flóttamanna sem halda til á svæðinu svöruðu spurningum samtakanna Refugee Rights Data Project.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár