Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kennari í Melaskóla um skólastjórann: „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“

Kenn­ar­a­upp­reisn­in í Mela­skóla snýst um stjórn­un­ar­hætti Dag­nýj­ar Ann­as­dótt­ur skóla­stjóra að sögn kenn­ara þar. Dagný er sögð ganga hart fram gegn kenn­ur­um. Kenn­ar­ar hafa hót­að að segja upp stöf­um hefji hún aft­ur störf en Dagný er í veik­inda­leyfi.

Kennari í Melaskóla um skólastjórann: „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“

Ástæða þessa að kennarar í Melaskóla leggjast svo hart gegn því að Dagný Annasdóttir skólastjóri snúi aftur til starfa úr leyfi sínu er gífurleg óánægja með starfshætti hennar. Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum. Dagný er sögð hafa stýrt skólanum á máta sem þekkist ekki í öðrum skólum. Hún er jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnst börnum sem ganga í skólann líkt og tíðkast meðal skólastjóra. Skólastjórnun hennar hafi einkennst af stefnuleysi.

Allt þetta kemur fram í máli kennara við Melaskóla sem þar hefur starfað um árabil. Kennarinn, sem baðst undan því að vera nafngreindur, segir í samtali við Stundina að óánægja kennara sé mjög almenn, það sé helst þeir kennarar sem nálgist eftirlaunaaldur sem hafi ekki skrifað undir ályktunina. Þeir vilji ekki segja upp störfum þegar svo stutt sé í eftirlaun. Þar með sagt sé ekki sagt að þeir kennarar séu ósammála meirihluta kennara. Þrjátíu  kennarar hafa hótað að segja upp störfum komi Dagný aftur til starfa og er það meirihluti kennara skólans.

Ekki náðist í Dagnýju við vinnslu fréttar en þess má geta að í frétt Vísis í desember neitaði hún alfarið að tjá sig um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár