Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rifta samningi við Björn Inga Hrafnsson

Vegna fyr­ir­sjá­an­lega vanefnda á greiðslu kaup­verðs og slæmr­ar fjár­hags­stöðu Press­unn­ar ehf. hef­ur kaup­um á tíma­rita­út­gáf­unni Birtíngi ver­ið rift. Björn Ingi Hrafns­son seg­ir starfs­fólk sitt vera á of há­um laun­um, en sjálf­ur fær hann 1,9 millj­ón­ir króna í laun.

Rifta samningi við Björn Inga Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson Heldur úti þættinum Eyjunni á ÍNN. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Vegna „mjög slæmrar fjárhagsstöðu“ Pressunnar ehf. hefur kaupum hennar á tímaritaútgáfunni verið rift. 

Umfangsmikil uppkaup fjölmiðlaveldis Björns Inga Hrafnssonar á íslenskum fjölmiðlum hafa þannig orðið fyrir bakslagi. 

Þetta var tilkynnt í bréfi til starfsmanna Birtíngs, sem gefur út Séð og heyrt, Nýtt líf, Gestgjafann, Vikuna og fleiri tímarit.

„Ástæða riftunarinnar eru fyrirsjáanlegar vanefndir á greiðslu kaupverðs vegna mjög slæmrar fjárhagsstöðu Pressunnar ehf. Það verður því ekkert úr fyrirhugaðri sameiningu Birtíngs við samstæðu Pressunnar ehf,“ segir í bréfinu til starfsmanna frá framkvæmdastjóra Birtíngs, Karli Steinari Óskarssyni.

Fjárfestar hættir við aðkomu

Kaup Pressunnar á Birtingi voru tilkynnt með yfirlýsingu til fjölmiðla fyrir hálfu ári síðan. Eins og kom fram í frétt Stundarinnar um málið var starfsmönnum Birtíngs tilkynnt við kaupin að sterkir fjárfestar væru að baki Birni Inga Hrafnssyni.

Kjarninn greindi frá því í dag að fjárfestar sem boðað hafði verið að myndu leggja 300 milljónir króna í Pressuveldi Björns Inga, hefðu hætt við, þar sem um 700 milljónir króna skuldir hafi safnast upp í félaginu og að þeim hefðu verið gefnar villandi upplýsingar um stöðu félagsins. Eitt af skilyrðum fjárfestanna, samkvæmt Kjarnanum, var að Björn Ingi og framkvæmdastjóri félagsins, Arnar Ægisson, færu alfarið úr rekstrinum. Annað var að sameina starfsemina undir einu þaki, og að skera niður kostnað æðstu stjórnenda, þar sem komið hefði í ljós að stjórnendur hefðu um tvær milljónir króna í mánaðarlaun, jafnvel þótt undirmönnun væri á ritstjórnum.

Fjárfestarnir hafa hins vegar lánað félögunum fé til þess að koma í veg fyrir að Tollstjóri innsigli starfsstöðvar vegna vangreiðslu á opinberum gjöldum, samkvæmt Kjarnanum.

Sagði starfsmenn vera á of háum launum

Björn Ingi sagði í bréfi til starfsmanna Pressunnar og DV að honum hefði verið gerð grein fyrir því að hann greiddi starfsmönnum sínum of há laun. „Við erum að greiða starfs­fólki okkar hærri laun en gengur og ger­ist (eða svo er okkur sagt) og kannski höfum við verið of róm­an­tískir að halda úti efn­is­þáttum sem ekki standa undir sér. Við höfum lagt mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og að starfs­fólki líði eins og það sé hluti af stórri fjöl­skyldu.“

Samkvæmt tekjublaði DV í fyrra hafði Björn Ingi tæpar 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið áður.

Stundin greindi frá því í janúar að farið hefði verið fram á nauðungaruppboð á mikið veðsettu húsi hans í Hvalfirði, aðeins mánuði eftir að tilkynnt var um kaup fjölmiðlaveldis hans á tímaritaútgáfunni Birtíngi. Björn Ingi sagði á Facebook að reynt væri að koma höggi á sig með birtingu fréttarinnar.

„Þetta er alveg mögnuð frétt. Stundin veit að þetta er ekkert mál og ég útskýrði það fyrir þeim og sagði að þetta hefði ekkert með fjölmiðlarekstur minn að gera ... Viljinn til að koma höggi á fólk eru svo mikill ... Mér finnst þetta bara skammarlegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár