Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kaj Anton ætlar að áfrýja: Gæti fengið þyngri dóm

Ís­lend­ing­ur­inn Kaj Ant­on Arn­ars­son, sem í gær fékk 26 mán­aða dóm fyr­ir að mis­þyrma barni tvo daga í röð, ætl­ar að áfrýja dómn­um. Hann gæti feng­ið þyngri dóm ef fund­inn sek­ur.

Kaj Anton ætlar að áfrýja: Gæti fengið þyngri dóm
Ætlar „alla leið“ Samkvæmt heimildum Stundarinnar ætlar Kaj Anton alla leið með mál sitt í réttarkerfi Noregs sem þýðir að á endanum mun hæstiréttur taka málið fyrir.

Dómstóll í Stavangri í Noregi dæmdi í gær Íslendinginn Kaj Anton Arnarsson til 26 mánaða fangelsisvistar. Það þótti sannað að Kaj Anton hafi misþyrmt tveggja ára íslenskum dreng hrottalega á heimili drengsins og fyrir utan það í október í fyrra. Kaj Anton hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann hefur setið í fangelsi frá því hann var handtekinn eða í um átta mánuði.

Með glóðurauga
Með glóðurauga Læknir sem gerði að sárum drengsins grét í vitnastúkunni þegar ljósmyndir af áverkunum voru sýndar dómara málsins.

„Barnið hafi dottið tvisvar á sama stað, á sama þröskuldi, tvo daga í röð.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun lögfræðingur hans áfrýja dómnum í Stavangri en ekki liggur fyrir hvort millidómsstigið í Noregi komi til með að taka málið til meðferðar eða hvort það fari beint til hæstaréttar þar í landi. Samkvæmt sömu heimildum gæti Kaj Anton, ef dómurinn yrði staðfestur, fengið þyngri dóm en aðstandendur litla drengsins sem var misþyrmt sögðu refsinguna  „hlægilega“ í samtali við Stundina í gær.

Áverkarnir koma ekki heim og saman við frásögn Kaj Antons

Ekkert þeirra fékk að vera við dómsuppkvaðningu, þess í stað fékk móðir drengsins símtal þar sem henni var tjáð að Kaj Anton hafi verið fundinn sekur og þá upphæð sem drengurinn hafi fengið í miskabætur.

Blaðamaður Stundarinnar hefur fjallað ítarlega um málið frá því það kom upp í október í fyrra og meðal annars greint frá forsögu þess á vefnum. Samkvæmt dómsskjölum eru upplýsingar sem fram komu í fréttinni á pari við það sem fór fram í dómssalnum. Þar hélt Kaj Anton því meðal annars fram að barnið hafi dottið tvisvar, mögulega þrisvar. Það hafi gerst út frá einhverri tegund eltingaleiks þar sem barnið hljóp undan Kaj Antoni. Barnið hafi dottið tvisvar á sama stað, á sama þröskuldi, tvo daga í röð.

Áverkarnir, samkvæmt læknum og starfsfólki sjúkrahússins sem bar vitni fyrir dómnum, komu ekki heim og saman við frásögn Kaj Antons en áverkarnir sem barnið hlaut eru í líkingu við það sem börn á hans aldri hljóta í alvarlegum bílslysum.

Lengi að jafna sig
Lengi að jafna sig Drengurinn er enn að jafna sig andlega eftir áverkana sem hann hlaut þegar hann var í pössun hjá Kaj Antoni þessa örlagaríku daga í október!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár