Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kaj Anton ætlar að áfrýja: Gæti fengið þyngri dóm

Ís­lend­ing­ur­inn Kaj Ant­on Arn­ars­son, sem í gær fékk 26 mán­aða dóm fyr­ir að mis­þyrma barni tvo daga í röð, ætl­ar að áfrýja dómn­um. Hann gæti feng­ið þyngri dóm ef fund­inn sek­ur.

Kaj Anton ætlar að áfrýja: Gæti fengið þyngri dóm
Ætlar „alla leið“ Samkvæmt heimildum Stundarinnar ætlar Kaj Anton alla leið með mál sitt í réttarkerfi Noregs sem þýðir að á endanum mun hæstiréttur taka málið fyrir.

Dómstóll í Stavangri í Noregi dæmdi í gær Íslendinginn Kaj Anton Arnarsson til 26 mánaða fangelsisvistar. Það þótti sannað að Kaj Anton hafi misþyrmt tveggja ára íslenskum dreng hrottalega á heimili drengsins og fyrir utan það í október í fyrra. Kaj Anton hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann hefur setið í fangelsi frá því hann var handtekinn eða í um átta mánuði.

Með glóðurauga
Með glóðurauga Læknir sem gerði að sárum drengsins grét í vitnastúkunni þegar ljósmyndir af áverkunum voru sýndar dómara málsins.

„Barnið hafi dottið tvisvar á sama stað, á sama þröskuldi, tvo daga í röð.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun lögfræðingur hans áfrýja dómnum í Stavangri en ekki liggur fyrir hvort millidómsstigið í Noregi komi til með að taka málið til meðferðar eða hvort það fari beint til hæstaréttar þar í landi. Samkvæmt sömu heimildum gæti Kaj Anton, ef dómurinn yrði staðfestur, fengið þyngri dóm en aðstandendur litla drengsins sem var misþyrmt sögðu refsinguna  „hlægilega“ í samtali við Stundina í gær.

Áverkarnir koma ekki heim og saman við frásögn Kaj Antons

Ekkert þeirra fékk að vera við dómsuppkvaðningu, þess í stað fékk móðir drengsins símtal þar sem henni var tjáð að Kaj Anton hafi verið fundinn sekur og þá upphæð sem drengurinn hafi fengið í miskabætur.

Blaðamaður Stundarinnar hefur fjallað ítarlega um málið frá því það kom upp í október í fyrra og meðal annars greint frá forsögu þess á vefnum. Samkvæmt dómsskjölum eru upplýsingar sem fram komu í fréttinni á pari við það sem fór fram í dómssalnum. Þar hélt Kaj Anton því meðal annars fram að barnið hafi dottið tvisvar, mögulega þrisvar. Það hafi gerst út frá einhverri tegund eltingaleiks þar sem barnið hljóp undan Kaj Antoni. Barnið hafi dottið tvisvar á sama stað, á sama þröskuldi, tvo daga í röð.

Áverkarnir, samkvæmt læknum og starfsfólki sjúkrahússins sem bar vitni fyrir dómnum, komu ekki heim og saman við frásögn Kaj Antons en áverkarnir sem barnið hlaut eru í líkingu við það sem börn á hans aldri hljóta í alvarlegum bílslysum.

Lengi að jafna sig
Lengi að jafna sig Drengurinn er enn að jafna sig andlega eftir áverkana sem hann hlaut þegar hann var í pössun hjá Kaj Antoni þessa örlagaríku daga í október!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár