Árni Tryggvason jöklaleiðsögumaður skrifar grein í Stundina þar sem hann sakar íslensk ferðaþjónustufyrirtæki um að stefna viðskiptavinum sínum í hættu með óundirbúnum jöklaferðum. Hann segist óttast að áframhaldandi „fúsk“ endi með stórslysi, allri starfsgreininni til skaða. „Ferðaþjónusta er ung og viðkvæm starfsgrein hér á Íslandi. Starfsgrein sem má við fáum áföllum og við hljótum öll að gera okkur ljóst að eitt slys af völdum þessara aðila gæti kippt fótunum undan stórum hluta íslenskrar ferðaþjónustu. Allavega valdið miklum skaða á trausti, sem langan tíma tæki að byggja upp aftur. Fúsk og ábyrgðarleysi á ekki að viðgangast,“ skrifar Árni.
Engin lög sem banni fólki að hoppa á jökli
Eitt þeirra fyrirtækja sem Árni nefnir sérstaklega í grein sinni gerir út „töfrandi ferðir“ og fer reglulega með hópa á Sólheimajökul og íshella Breiðamerkurjökuls. Ljóst er að átt er við fyrirtækið Iceland Magic, sem hann
Athugasemdir