Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Forsætisráðherra um tengsl við DV: „Hann ætlar ekkert að tjá sig um málið“

Sig­mund­ur Dav­íð sagð­ur hafa kom­ið að fjár­mögn­un á hlut Björns Inga Hrafns­son­ar í DV. Að­stoð­ar­mað­ur for­sæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið í hönd­um lög­reglu.

Forsætisráðherra um tengsl við DV: „Hann ætlar ekkert að tjá sig um málið“
Tjáir sig ekki Jóhannes Þór Skúlason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: Pressphotos.biz

„Hann ætlar ekkert að tjá sig um málið. Ekkert frekar en í morgun. Hann hefur ekkert gefið mér upp að hann ætli að tjá sig um málið enn sem komið er,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, í samtali við Stundina. Blaðamaður hafði samband við aðstoðarmanninn og bað um viðbrögð forsætisráðherra við fréttum um að hann hefði komið að fjármögnun á hlut Björns Inga Hrafnssonar í DV. 

Ætlar hann ekki einu sinni að neita fyrir þessar fréttir? „Ég spurði hann fyrir ríkisstjórnarfund í morgun hvort hann ætlaði eitthvað að tjá sig um þetta þegar þetta var nýkomið í fréttir. Ég hef í rauninni ekkert rætt um þetta við hann síðan þá og þá vildi hann ekki tjá sig um málið. Ég mun bara láta vita ef það breytist.“

Það er verið að halda því fram að hann hafi lánað Birni Inga pening til þess að kaupa DV. Er það rétt? „Ég hef bara ekkert meira um málið að segja. Ráðuneytið tjáir sig ekki um öryggismál ráðherra.“

Nú er ég að spyrja um eitthvað annað en öryggismál? „Þetta er eina svarið sem þú færð frá mér um þetta mál í augnablikinu. Þetta er í höndum lögreglunnar ennþá og varðar öryggismál gagnvart ráðuneytinu. Á meðan það er í þeim farvegi þá tjái ég mig ekkert að öðru leyti um málið.“

Neitaði að tjá sig um fjármögnun

Björn Ingi var spurður af Kjarnanum í lok síðastliðins nóvembermánaðar hvernig kaupin á DV voru fjármögnuð. Hann neitaði þá að tjá sig um bæði kaupverð og fjármögnun. „Kaupverðið er trúnaðarmál. Og sömuleiðis hvernig þau eru fjármögnuð, en þetta er samvinnuverkefni með þeim sem áttu blaðið,“ var haft eftir Birni Inga í frétt Kjarnans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár