Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vísindi staðfesta ávinning af hugleiðslu

Vís­inda­menn hafa und­an­farna ára­tugi upp­götv­að sí­fellt meira um hinn gríð­ar­lega and­lega og lík­am­lega ávinn­ing sem hlýst af því að stunda hug­leiðslu.

Vísindi staðfesta ávinning af hugleiðslu
Tian Tan Buddha-styttan í Hong Kong Sýnir prinsinn Siddhartha Gautama, betur þekktan undir nafninu Búdda, í hugleiðslu. Styttan er 34 metra há, ein sú stærsta í heimi. Mynd: Wilfredo R. Rodriguez H.

Hugleiðsla er mörg þúsund ára gömul aðferð við að friða hugann. Svo gömul reyndar að sumir vísindamenn hafa leitt að því líkum að hugleiðsla hafi jafnvel átt þátt í líffræðilegri þróun mannskepnunnar.

Flest trúarbrögð hafa fléttað hugleiðsluna rækilega inn í daglegt líf sinna meðlima. Bænir, möntrur og aðrar athafnir innan trúarbragðanna eru oftar en ekki blandaðar með einhverjum hlutum hugleiðslunnar.

Engin þörf er hins vegar á því að aðhyllast trúarbrögð til þess að geta stundað hugleiðslu og eru þess fjölmörg dæmi að veraldlegar manneskjur, jafnvel andsnúnar trúarbrögðum, geti stundað hana sér til góðs. En hverjar eru þessar ákjósanlegu afleiðingar þess að stunda hugleiðslu?

1. Heilinn og líðan

 

Æfingar í núvitund slá á þunglyndi

Rannsókn sem gerð var í fimm skólum í Belgíu á um 400 nemendum á aldrinum 13–20 ára leiddi í ljós að „nemendur sem tóku þátt í hugleiðslunámskeiði innan skólans sögðust upplifa minna þunglyndi, kvíða og stress í allt að hálft ár eftir að námskeiðinu lauk. Einnig voru nemendurnir ólíklegri til þess að þróa með sér önnur einkenni þunglyndis.“

Önnur rannsókn, sem gerð var við Kaliforníu-háskóla á sjúklingum sem höfðu þjáðst af þunglyndi sýndi fram á að hugleiðsla minnkaði niðurrifshugsanir og óuppbyggilegar skoðanir. 

Enn önnur rannsókn sem birtist í Scientific American-tímaritinu benti til þess að hugleiðsla gæti verið jafn árangursrík í að meðhöndla þunglyndi og meðferð með þunglyndislyfjum. 

Heimildir: ScienceDaily, Link Springer, Jama Network

 

Þunglyndi
Þunglyndi er algengur og gríðarlega hamlandi sjúkdómur.

Hugleiðsla hjálpar til við meðferð á þunglyndi óléttra kvenna

Konur í áhættumeðgöngu sem tóku þátt í tíu vikna jógaþjálfun í núvitund sáu umtalsverða fækkun í einkennum þunglyndis, samkvæmt rannsókn Michigan-háskóla. Hinar væntanlegu mæður sýndu einnig fram á aukna tengingu við ófædd börn sín. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Complementary Therapies in Clinical Practice

Heimild: Medical News Today

 

Ólétta
Ólétta getur dregið upp andlega kvilla hjá mörgum konum.

Hugleiðsla slær á kvíðaröskun, streitu og eykur tilfinningalegt jafnvægi

Rannsókn Wisconsin-Madison-háskóla benti til þess að opin-meðvitund hugleiðsla minnkaði tengingar í þeim hluta heilans sem tengist kvíða og stressi. Þeir sem hugleiddu voru færir um að „fara frá einni stund yfir í aðra í straumi áreitis sem þeir voru látnir upplifa og voru ólíklegri til að festast í einu áreiti“. Hugleiðsla sem einblínir á opna meðvitund gengur út á að upplifa og fylgjast með án þess að þurfa að bregðast við áreiti. Er hún notuð til þess að bera kennsl á eðli mynstra í tilfinningum og hegðunum. 

Heimildir: The Journal of Alternative and Complementary Medicine, Jama Network, NCBI, Wiley Online Library, The American Journal of Psychiatry, ScienceDirectAmerican Psychological Association, American Psychosomtic Medicine Journal , Medical News Today

 

Kvíði
Kvíði getur verið mikið mein þegar hann verður sjúklegur.

Hugleiðsla minnkar einkenni felmtursröskunar (kvíðaröskunar)

Í rannsókn sem birt var í tímaritinu American Journal of Psychiatry voru 22 sjúklingar, sem greindir höfðu verið með kvíðaröskun og felmtursröskun, látnir hugleiða í þrjá mánuði ásamt kennslu í slökun. Niðurstöðurnar voru þær að 20 sjúklinganna fundu fyrir umtalsvert minni kvíða og streitu og voru þær breytingar staðfestar í eftirfylgni. 

Heimild: American Journal of Psychiatry

 

Slökun
Slökun sem fæst í gegnum hugleiðslu virðist gagnast fólki sem glímir við mikinn kvíða.

Hugleiðsla eykur þéttingu gráa efnis heilans

Hópur vísindamanna við Harvard-háskóla, sem sérhæfa sig í taugavísindum, gerðu tilraun þar sem 16 einstaklingar fóru í gegnum 8 vikna námskeið í núvitund. Þar voru þeir leiddir í gegnum hugleiðslu og látnir beita núvitund í sínu daglega lífi. Hluti af niðurstöðum rannsóknarinnar voru sneiðmyndatökur. Sýndu þær fram á að þétting gráa efnis í heilanum hafði aukist á þeim svæðum þar sem lærdómur og minni, stjórn tilfinninga og upplifun af sjálfinu er að finna. Önnur rannsókn sýndi fram á stærri dreka (e. Hippocampal, svæði við miðju heilans) og meira magn af gráu efni í framheila hjá fólki sem hafði stundað hugleiðslu lengi. 

Heimildir: Psychiatry Research Neuroimaging, ScienceDirect

 

Gráa efnið
Gráa efnið og hvíta efnið eru helstu vefir heilans og mænunnar.

Hugleiðsla eykur gríðarlega viðbragðsflýti heilans og getur minnkað svefnþörf

Rannsókn sem fór fram við Háskólann í Kentucky prófaði einstaklinga í fjórum mismunandi atriðum og rannsakaði áhrif þeirra á svefn. Fyrsti hópurinn breytti engu, annar hópurinn var látinn taka blund yfir daginn, þriðji hópurinn stundaði hugleiðslu og fjórði hópurinn var sviptur svefni og látinn hugleiða.

Þátttakendur skiptust í þrjá hópa; fólk sem aldrei hafði hugleitt, fólk sem hafði einhverja reynslu af hugleiðslu og að lokum einstaklingar sem stunduðu og höfðu mikla reynslu af hugleiðslu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hugleiðsla hefði, í það minnsta til skamms tíma, jákvæð áhrif á svefn, jafnvel hjá fólki með enga reynslu af hugleiðslu. Einnig var sýnt fram á að fólk sem hefði mikla reynslu af hugleiðslu þurfti umtalsvert minni svefn heldur en það fólk sem stundaði enga hugleiðslu. Enn er þó verið að rannsaka hvort hugleiðsla geti komið í stað svefntíma eða hvort hægt sé að vinna upp svefnskuld með þeirri ástundun. 

Heimildir: NCBI, DoctorsOnTM, Time Magazine

 

Svefn
Svefn er ein tímafrekasta athöfn mannskepnunnar.

Hugleiðsla til lengri tíma eykur færni heilans í því að senda frá sér gamma-bylgjur

Í rannsókn á tíbeskum búddamunkum, sem gerð var af taugasérfræðingnum Richard Davidson frá Háskólanum í Wisconsin, var sýnt fram á að fólk með lágmarks reynslu af hugleiðslu sýndi fram á örlitla aukningu í gamma-virkni, en flestir munkar „höfðu gríðarlega aukna virkni, svo mikla að taugavísindamenn hafa ekki séð annað eins“. 

Heimild: The Wall Street Journal

 

Heilinn
Heilinn er talinn starfa á fimm bylgjutíðnum, þar af er minnst vitað um virkni gamma.

Hugleiðsla dregur úr misnotkun áfengis og fíkniefna

Fíklum og alkóhólistum hefur lengi verið ráðlagt að prófa ástundun hugleiðslu til þess að draga úr þráhyggjukenndri hugsun. Rannsóknir sem gerðar voru á föngum sem áttu við fíknivanda að stríða virtust benda til þess að hugleiðsla gæti dregið verulega úr áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Heimild: Journal Of Alternative and Complementary Medicine

Neysla
Neysla og afleiðingar hennar eru bæði gríðarlega íþyngjandi fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild.

2. Hugur og virkni

 

Hugleiðsla eykur athyglisgáfu, einbeitingu og hæfileikann til að vinna undir álagi

Könnun sem Katherine MacLean frá Háskólanum í Kaliforníu bendir til þess að eftir þjálfun í hugleiðslu væru viðfangsefnin hennar færari í að halda einbeitingu, sérstaklega við verkefni sem þeim fannst leiðinleg og einkennast af endurtekningu.

Önnur rannsókn benti til þess að aðeins 20 mínútna hugleiðsla á dag væri nóg til þess að nemendur stæðu sig umtalsvert betur í prófum sem mældu greind, í sumum tilfellum allt að tíu sinnum betri en hópurinn sem ekki hugleiddi. Þeir stóðu sig einnig betur í verkefnum þar sem vinna þurfti úr upplýsingum sem voru hönnuð til þess að ýta undir stress sem fylgir skilum á verkefnum.

Þá voru jafnvel vísbendingar um að hugleiðendur væru með þykkari framennisbörk og hægra eyjablað í heila, og einnig að hugleiðsla gæti dregið úr líkum á greindartapi á efri árum.

Heimildir: Time Magazine, NCBI, Link Springer

Guðinn Atlas
Guðinn Atlas var undir töluverðu álagi með heiminn á herðum sér.

Hugleiðsla auðveldar úrvinnslu úr upplýsingum og ákvarðanatöku

Eileen Luders, aðstoðarprófessor við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles, hefur ásamt samstarfsfólki sínu komist að því að fólk sem stundað hefur hugleiðslu lengi er með fleiri fellingar í heilanum (krumpurnar sem gera heilanum kleift að vinna hraðar úr upplýsingum) heldur en fólk sem stundar enga hugleiðslu. Vísindamenn telja að fellingarnar séu ábyrgar fyrir því að heilinn sé betri í að vinna úr upplýsingum, taka ákvarðanir, mynda minningar og halda athygli.

Heimild: UCLA Newsroom

 

Krumpur
Krumpur og fellingar eru jákvæðar, sérstaklega ef staðsettar á heilanum.

Hugleiðsla auðveldar þér að takast á við sársauka

Við Háskólann í Montreal voru 13 Zen-meistarar og 13 sambærilegir einstaklingar, sem ekki stunduðu hugleiðslu, látnir upplifa sama sársaukafulla hitann á meðan fylgst var með heilastarfsemi þeirra í MRI-heilaskanna. Niðurstöðurnar voru þær að Zen-meistararnir upplifðu minni sársauka. Reyndar sögðust þeir hafa upplifað minni sársauka heldur en heilaskanninn benti til þess að þeir væru að ganga í gegnum. Þannig að þrátt fyrir að heilinn hafi verið að fá sömu skilaboð um sársauka og hinir þátttakendurnir, þá upplifðu þeir hann ekki eins mikinn.

Heimildir: Time Magazine, NCBI, David Lynch Foundation

Sársauki
Sársauki kom ólíkt fram á heilaskönnum eftir því hvort eintaklingarnir stunduðu hugleiðslu eða ekki.

Hugleiðsla er meira verkjastillandi en morfín

Í tilraun sem var framkvæmd af Wake Forest Baptist Medical Centre sátu 15 heilbrigðir einstaklingar, sem höfðu enga reynslu af hugleiðslu, látnir sitja fjóra 20 mínútna tíma þar sem þeim var kennd hugleiðsla með því að einbeita sér að önduninni. Bæði fyrir og eftir hugleiðslukennsluna var heili þátttakenda skannaður með sneiðmyndatöku á meðan þeir voru látnir upplifa sársauka.

Dr. Fadel Zeidan, sem leiddi rannsóknina, sagði: „Þetta er fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að rétt rúmlega klukkustundar kennsla í hugleiðslu geti bæði minnkað upplifunina af sársauka umtalsvert og einnig sársaukavirkni heilans. (...) Við sáum töluverð áhrif – um 40% minnkun á sársaukaupplifun og 57% minnkun í óþægindum vegna sársauka. Hugleiðslan olli meiri minnkun í sársauka heldur en morfín eða önnur verkjastillandi lyf, sem venjulega minnka sársauka um 25%.“

Heimild: Huffington Post

Morfín
Morfín er unnið úr ópíum sem er unnið úr poppy-jurtinni fallegu.

Með hugleiðslu má hafa hemil á ADHD (athyglisbrest og ofvirkni)

Í könnun sem gerð var á 50 fullorðnum einstaklingum með ADHD var hópurinn látinn undirgangast MBCT (Mindfulness-based cognitive therapy) [e. Huglæga atferlismeðferð byggða á núvitund]. Var mælanleg minnkun í ofvirkni, minni hvatvísi og aukinn hæfileiki í að „framkvæma-með-meðvitund“. Alls sögðust rannsakendur sjá merki um minnkun í öllum einkennum röskunarinnar.

Heimildir: Clinical Neurophysiology Journal, DoctorsOnTM

ADHD
ADHD í fullorðnum og börnum er ekki fyllilega rannsakað fyrirbrigði, en hugleiðsla virðist slá á einkennin.

Hugleiðsla eykur hæfileikann til að halda athygli þrátt fyrir truflanir

Rannsókn sem Emory-háskólinn í Atlanta gerði benti til þess að þátttakendur með reynslu af hugleiðslu væru með fleiri tengingar í þeim hluta heilans sem geymir athyglisgáfuna. Þessar taugatengingar eru taldar hafa töluvert um þróun ýmissa hugrænna hæfileika að segja, eins og að halda athygli og að útiloka allt sem truflar einbeitingu.

Ennfremur sagði í niðurstöðunum að ávinning væri einnig að sjá í daglegu lífi fólks, sem bendir til þess að hugleiðslan hafi jákvæð áhrif á einbeitingu almennt.

Heimild: Frontiers Journal

Einbeiting
Einbeiting er ekki auðveldur áfangastaður í daglegu amstri nútímafólks.
 

Hugleiðsla kemur í veg fyrir að fólk hlaði á sig of mörgum verkefnum

Það er lífseig goðsögn að fólk sem tekur að sér fjölda verkefna í einu afkasti meira, auk þess sem það orsakar streitu. Að skipta á milli verkefna er erfitt fyrir heilann og lætur fólki líða eins og stöðugt sé verið að trufla það, auk þess sem fólk verður óánægðara meðan á vinnunni stendur.

Í rannsókn sem var framkvæmd af Washington-háskóla og Arizona-háskóla var starfsfólki í mannauðsstjórnun gert að sækja 8 vikna námskeið í annaðhvort núvitundar-hugleiðslu eða afslöppunartækni. Þeim var svo úthlutað streituvaldandi prófi þar sem þau þurftu að vinna fjölda verkefna á sama tíma, bæði fyrir og eftir námskeiðin. Starfsfólkið sem hafði lært hugleiðslu upplifði minni streitu og sýndi fram á betra minni í prófunum heldur en samanburðarhópurinn. Þeir skiptu einnig sjaldnar á milli verkefna og sýndu meiri einbeitingu þegar unnið var að hverju og einu verki.

Heimild: ACM Digital Library

Of mörg verkefni
Of mörg verkefni valda streitu og óhamingju.

Hugleiðsla bætir orkunýtingu heilans

Þegar heilinn þarf að taka eftir tveimur hlutum í röð, með hálfrar sekúndu millibili, missir hann oft af seinni hlutnum. Þetta er kallað „athyglis-eyða“.

Í tilraun sem gerð var við Kaliforníu-háskóla var röð handahófskenndra talna látin birtast á tölvuskjá, hver talan á eftir annarri. Í hverri lotu birtust ein eða tvær tölur á skjánum, eða þá að hann var auður. Að því loknu voru þátttakendur beðnir um að skrifa niður tölurnar sem þeir sáu.

Þátttakendur sem höfðu stundað hugleiðslu í þrjá mánuði höfðu talsvert betri stjórn á athygli sinni og sýndu meiri eftirtekt. Heili þeirra þurfti einnig minni orku til þess að vinna verkefnið og var með mun minni athyglis-eyðu.

Heimild: PLOS Biology

Orkusparnað
Orkusparnað til handa heilanum má finna í gegnum hugleiðslu, en heilinn er einmitt orkufrekasta líffærið.

Hugleiðsla býr þig undir að takast á við streituvalda

Rannsókn sem framkvæmd var af All India Institute of Medical Sciences á 32 fullorðnum einstaklingum, sem aldrei höfðu hugleitt, sýndi fram á að ef hugleitt var fyrir atburði sem valda streitu voru neikvæð áhrif streitunnar umtalsvert minni.

Heimild: The Journal of Alternative and Complementary Medicine

Baden Powell
Baden Powell stofnandi skátahreyfingarinnar, hvatti liðsmenn sína til að vera ávallt viðbúna, jafnvel undir streituvalda.

Hugleiðsla eykur meðvitund um ómiðvitaðan huga þinn

Rannsókn sem gerð var við Háskólann í Sussex í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að fólk sem stundar hugleiðslu bíður lengur eftir að hafa upplifað ómeðvitaðar hvatir áður en brugðist er við þeim. Einnig er það fólk minna móttækilegt fyrir dáleiðslu.

Heimild: New Scientist

 

Undirmeðvitundin
Undirmeðvitundin er dularfullt fyrirbrigði.

Hugleiðsla eykur sköpunargleði

Rannsókn við Leiden-háskólann í Hollandi sýndi fram að að ástundun opin-meðvitund hugleiðslu (þar sem fylgst er með tilverunni án þess að bregðast við) hefur jákvæð áhrif á sköpun og fjölbreytta hugsun. Þátttakendur sem höfðu stundað hugleiðslu stóðu sig betur í verkefnum þar sem þeir voru beðnir um að koma með skapandi nýjar hugmyndir.

Heimild: The Journal of Alternative and Complementary Medicine

 

Skapandi
Skapandi hugsanir virðast þrífast vel í hugleiðandi einstaklingum.

3. Líkami og heilsa

 

Hugleiðsla minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum og heilablóðföllum

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni deyr fleira fólk úr hjartasjúkdómum á heimsvísu en úr nokkrum öðrum sjúkdómum

Í könnun sem birt var árið 2012 var hóp rúmlega 200 einstaklinga í áhættuhóp boðið að annaðhvort sækja námskeið sem kenndi bætt mataræði og hreyfingu eða sækja námskeið í hugleiðslu. Á næstu fimm árum fylgdust rannsakendur með þátttakendum og komust að því að 48% minni líkur voru á hjartaáföllum og heilablóðföllum hjá þeim sem sátu hugleiðslunámskeiðið.

Rannsakendur sögðu hugleiðsluna „minnka umtalsvert líkurnar á andláti, hjartaáföllum og heilablóðföllum í sjúklingum sem áttu við slagæðasjúkdóma að stríða. Breytingarnar tengdust meðal annars lægri blóðþrýstingi og minni streitu.“

Heimildir: Time Magazine, American Heart Association, HealthCentral

 

Lífið
Lífið gæti orðið lengra með meira andlegu jafnvægi.

Hugleiðsla hefur áhrif á genin sem stýra streitu og ónæmiskerfinu

Í rannsókn sem Harvard Medical School gerði var sýnt fram á að eftir ástundun jóga og hugleiðslu voru þátttakendur með meiri orkuframleiðslu, orkunýtingu og þol í hvatberum sem stýra ónæmiskerfinu. Þetta hafði svo í för með sér öflugra ónæmiskerfi og meira viðnám við streitu.

Heimildir: Bloomberg, NCBI, American Psychosomatic Medicine Journal, Journal of International Society of Psychoneuroendocrinology

 

Ónæmiskerfið
Ónæmiskerfið og hvatberar þess virðast njóta góðs af hugleiðslu.

Hugleiðsla lækkar blóðþrýsting

Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að ástundun Zen-hugleiðslu minnkar streitu og lækkar blóðþrýsting. Aðrar rannsóknir hafa skilað svipuðum niðurstöðum, þar sem allt að ⅔ þátttakenda með of háan blóðþrýsting voru með umtalsvert lægri blóðþrýsting eftir þrjá mánuði af hugleiðslu. Var í kjölfarið hægt að draga töluvert úr lyfjagjöf hjá þeim einstaklingum. Þetta er talin afleiðing þess að afslöppunin veldur myndun nituroxíð, sem opnar æðarnar meira.

Heimildir: The Journal of Alternative and Complimentary Medicine, NPR News

Blóðþrýstingur
Blóðþrýstingur lækkar við hugleiðslu, sem veldur myndun nituroxíðs, sem víkkar æðarnar.

Hugleiðsla slær á bólgusjúkdóma

Rannsókn sem framkvæmd var í Frakklandi og Spáni við UW-Madison Waisman Centre bendir til þess að ástundun hugleiðslu valdi bæði genatískum- og sameindabreytingum á þátttakendum sínum. Tóku rannsakendur eftir fækkun gena sem eru líklegri til að valda bólgum, sem svo veldur sneggri líkamlegri bata í kjölfar streituvaldandi ástands.

Heimildir: University of Winsconsin MadisonHealthCentral Medical News Today

 

Gen
Gen hafa talsvert, ef ekki allt, um útlit, hegðun og ástand líkama okkar að gera.

Hugleiðsla getur komið í veg fyrir asma, gigt og bólgur í meltingarfærum

Í rannsóknum sem gerðar voru af taugasérfræðingum við Háskólann í Wisconsin-Madison var þátttakendum skipt í tvo hópa og þeim kynntar ólíkar aðferðir við að takast á við streitu. Annar hópurinn lærði hugleiðslu á meðan hinn hópurinn sat námskeið í næringarfræðum, líkamsrækt og tónlistar-þerapíu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hugleiðsla væri umtalsvert betri í að takast á við og koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta verið afleiðingar streitu, til dæmis gigt, magabólgur og asma, heldur en aðrar aðferðir sem bæta eiga andlega velferð.

Heimild: Medical News Today

 

Streita
Streita getur valdið ýmsum líkamlegum kvillum.

Hugleiðsla hjálpar til við að takast á við fyrirtíðarspennu og tíðahvörf

Tugir rannsókna sem birst hafa í fjölda vísindarita benda allar til þess að hugleiðsla geti slegið á sársauka og einkenni sem fylgja fyrirtíðarspennu og tíðahvörfum.

Heimild: The Journal of Alternative and Complementary Medicine

Tíðahvörf
Tíðahvörf Ásamt fyrirtíðarspennu leggjast tíðahvörf þungt á margar konur.

Núvitundar-hugleiðsla dregur úr líkum á Alzheimer og ótímabærum dauða

Niðurstöður rannsóknar sem birt var í vefritinu Brain, Behavior and Immunity benda til þess að 30 mínútna hugleiðsla á dag dragi verulega úr einmanaleika, minnki líkurnar á hjartasjúkdómum, þunglyndi, Alzheimers og ótímabærum dauða.

Heimild: HealthCentral

 

Alzheimer
Alzheimer er illvígur og ógnvekjandi sjúkdómur.

Hugleiðsla hjálpar sjúklingum með vefjagigt

Í rannsókn sem birtist í tímaritinu PubMed gengu 11 sjúklingar með vefjagigt í gegnum 8 vikna þjálfun í hugleiðslu. Niðurstöður rannsakenda voru að umtalsverð bæting hefði verið á almennri heilsu þátttakenda. Einkenni eins og stífni, kvíði og þunglyndi höfðu öll minnkað. Einnig var mikil aukning á dögum þar sem þátttakendum „leið vel“ auk þess sem dögum þar sem þeir misstu úr vinnu vegna veikindanna fækkaði.

Heimildir: NCBI (1), NCBI (2), Psychotherapy and Psychosomatics Journal

 

Vefjagigt
Vefjagigt leggst bæði á líkama og sál.

Hugleiðsla róar hjartslátt og öndun

Í rannsókn sem birtist í Korean Association of Genuine Traditional Medicine var sýnt fram á að fólk sem var látið stunda hugleiðslu hafði umtalsvert rólegri hjartslátt og öndunartíðni í allt að 8 mánuði eftir að þjálfuninni í hugleiðslu lauk.

Heimild: KoreaScience

 

Hjartað
Hjartað virðist slá hægar með rólegri huga.

Hugleiðsla gæti jafnvel hjálpað til við að takast á við HIV

Eitilfrumurnar, eða einfaldlega CD4 T frumur, eru „heili“ ónæmiskerfisins og samhæfa aðgerðir þess þegar líkamanum er ógnað. Það eru einmitt frumurnar sem HIV leggst hvað harðast gegn, vírusinn skæði sem veldur eyðni og um 40 milljónir manna um heim allan þjást af. Vírusinn tætir smám saman í sundur allar CD4 T frumurnar og veikir þannig ónæmiskerfið.

En ónæmiskerfi eyðnisjúklinga stendur frammi fyrir öðrum óvini á sama tíma – streitu, sem getur hraðað eyðingu CD4 T frumna. Vísindamenn við Kaliforníu-háskólann í Los Angeles hafa nú birt þær niðurstöður að ástundun hugleiðslu hafi stöðvað eyðingu CD4 T frumna í HIV-sjúklingum sem þjást af streitu, og þannig hægt á framgöngu sjúkdómsins.

Vísindamennirnir settu af stað átta vikna kennslu í hugleiðslu sem hafði það markmið að draga úr streitu. Þeir prófuðu þessar mismunandi aðferðir svo á 48 fullorðnum einstaklingum sem voru bæði undir mikilli streitu og með eyðni. Þeir einstaklingar sem tóku þátt í átta vikna kennslunni sýndu enga hnignun í fjölda CD4 T frumna, sem bendir til þess að þjálfun í hugleiðslu geti stöðvað hrörnun þeirra frumna. Aftur á móti sýndi hópurinn sem borið var saman við, sem hafði enga hugleiðslu stundað, umtalsverða hnignun í CD4 T frá því mælingar hófust, sem er dæmigerð fyrir þróun sjúkdómsins.  

Heimild: ScienceDaily

 

HIV
HIV Hér er litað grænt, á víð og dreif um eitilfrumu. Myndin er tekin í rafeindasmásjá.

Hugleiðsla gæti gert þér kleift að lifa lengur

Telomeres eru sá hluti litninga sem ákvarðar hvernig frumur eldast. Þrátt fyrir að rannsóknir séu ekki afgerandi enn, þá eru vissar niðurstöður sem benda til þess að „ákveðnar tegundir hugleiðslu geti haft jákvæð áhrif á líftíma telomere í litningum, og þar með frumna, með því að draga úr streitu og streituvöldum. Auk þess eykur hugleiðslan jákvætt hugarfar og veldur hormónabreytingum sem geta enn bætt líftíma telomere í litningum.“

Heimild: Wiley Online Library

 

IDDQD
IDDQD var svindlkóði þar sem menn voru ódrepandi í tölvuleiknum DOOM.

Hugleiðsla getur slegið á sóríasis

Andleg streita getur orsakað bólgur í líkamanum. Þegar stutt kennsla í hugleiðslu var spiluð fyrir sjúklinga á meðan þeir voru í meðferð með útfjólubláum geislum varð það til þess að sóríasis-útbrot þeirra minnkuðu meira en í sambærilegum hópum þar sem engin hugleiðsla var notuð.

Heimildir: NCBI (1, 2).

 

Útfjólublátt ljós
Útfjólublátt ljós hefur betri virkni á sóríasis ef hugleitt er samhliða meðferð.

 

4. Sambönd

 

Hugleiðsla eykur samkennd og jákvæðni í samböndum

Í búddískum hefðum stundar fólk metta, hugleiðslu sem gengur út á ást og samkennd. Þar einbeitir sá sem hugleiðir sér að því að þróa með sér velvild og samúð í garð allra lifandi vera. Samkvæmt rannsókn Emory-háskóla geta slíkar æfingar aukið hæfileika fólks til þess að finna til samkenndar með öðru fólki með því að lesa í andlitstjáningu þeirra.

Önnur rannsókn bendir til þess að hinar jákvæðu tilfinningar sem verða til með því að hlúa að samkennd hafi aðrar áhugaverðar afleiðingar í för með sér, til dæmis meiri kærleik í eigin garð, að samþykkja sjálfan sig, sækja sér frekar hjálp og jákvæðari sambönd við annað fólk. Auk þess eykur það þá tilfinningu hjá viðkomandi að hann sé hæfur til að lifa sínu lífi.

Heimildir: ScienceDaily, NCBI, PLOS One

 

Sambönd
Sambönd njóta góðs af samúð og samkennd sem eykst með hugleiðslu.

Hugleiðsla dregur úr félagslegri einangrun

Í rannsókn sem birtist í American Psychological Association, áttu einstaklingar sem höfðu aðeins stundað nokkrar mínútur af hugleiðslu auðveldara með að finna fyrir félagslegri tengingu við nýja einstaklinga. Niðurstöðurnar benda til þess að aðferðina mætti nota til þess að auka jákvæðar félagslegar tilfinningar hjá fólki og draga þannig úr félagslegri einangrun.

Heimild: American Psychological Association

 

Robinson Crusoe
Robinson Crusoe hefði eflaust þótt einveran bærilegri hefði hann haft undirstöðuþekkingu á hugleiðslu.

Hugleiðsla dregur úr einmanaleik

Könnun Carnegie Mellon-háskóla bendir til þess að þjálfun í hugleiðslu sé mjög gagnleg til að draga úr tilfinningunni fyrir einmanaleik, sem svo dregur úr líkunum á þunglyndi, sjúkdómum og öðrum afleiðingum neikvæðra tilfinninga. Hugleiðsla dregur einnig úr þörfinni til að borða vegna neikvæðra tilfinninga, sem minnkar svo líkurnar á þyngdaraukningu.

Heimildir: ScienceDirectDoctorsOnTM

 

5. Annað

Aðrar áhugaverðar staðreyndir um hugleiðslu:

  • Að segja OM hljóðið (aldagömul mantra) fyrir skurðaðgerð hjálpar til við undirbúning og bata í kjölfar hennar. (Heimild: Time)

  • Þeir sem hugleiða geta haft áhrif á raunveruleikann í kringum okkur, á sviði skammtafræðinnar. (Heimild: Collective Evolution)

  • Því hefur verið haldið fram að æfingar í hugleiðslu geti bætt kynlífið. (Heimildir: Pshychology Today, Clare Josa Mindful)

  • Dregur úr fordómum. (Heimild: Sage Journals)

 

Om Mani Padme Hum
Om Mani Padme Hum Mantran er hér rist í klettavegg í Tíbet, en sé hún kyrjuð fyrir skurðaðgerð getur það hraðað batanum.

6. Niðurstaða

Ýmislegt virðist því benda til þess að vísindin séu nú að staðfesta reynslu þeirra milljóna sem hugleiða á hverjum degi; að hugleiðsla bæti heilsuna, komi í veg fyrir sjúkdóma, auki hamingju og bæti frammistöðu í nánast hvaða verkefni sem er, andlegu eða líkamlegu.

 

Ýtarefni, ef þú hefur áhuga:

Veftímaritið Healthline velur á hverju ári bestu smáforritin til að hugleiða í gegnum. Hér er listi þeirra fyrir árið 2016.

Mörgum þykir best að byrja að hugleiða með svokallaðri leiddri hugleiðslu, og er þá vefurinn og smáforritið Headspace góð leið til að hefjast handa.

Vefurinn A Life of Productivity er með fína kynningu á því hvernig gott sé að hefja hugleiðslu.

Vefsíðan WikiHow er að sjálfsögðu með stutta leiðsögn á því hvernig skuli hugleiða.

Vefsvæðið Live and Dare er hér með ágætis yfirlit um hinar ýmsu mismunandi tegundir hugleiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár