Jafet Ólafsson fjárfestir vill ekki ræða það hvort hann keypti kröfu í þrotabús Glitnis af Tortólafélaginu Wintris Inc. sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fyrst segist Jafet ekki muna hvort hann hafi keypt kröfuna en svo segir hann aðspurður: „Þetta eru bara viðskipti á milli prívataðila sem eiga ekkert að vera uppi á borðinu. Þetta var bara í kringum hrunið einhvern tímann.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Jafet um viðskipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaupir kók alltaf eða?“
Jafet Ólafsson kemur fyrir í upplýsingum um viðskipti með kröfu sem Wintris, Tortóla-félag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, átti á hendur Glitni. Hann segir viðskiptin hafa átt sér stað í hruninu en vill annars ekki ræða þau. Krafan skipti þrisvar um hendur á leið sinni frá Wintris og til bandarísks vogunarsjóðs.

Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Mest lesið

1
Nýjasta fjöðrin í hattinn útí rassgati
Björn Teitsson, M.Sc. í borgarfræðum, brá sér í nýju Bónusverslunina í Garðabæ og rýndi pælandi í ásýnd hennar, arkitektúr og tilurð. Arkitektúr nýju Bónusbúðarinnar er að mati hans einkennandi fyrir svokallaða „Big Box“-verslun.

2
Sveinulf Vågene
Hvernig Norðmenn voru blekktir til að byggja vindorkuver
Norski orkuráðgjafinn Sveinulf Vågene skrifar um reynslu Norðmanna af byggingu vindorkuvera. Þar í landi hafa svæði sem jafnast á við 84 þúsund fótboltavelli verið lögð undir slíka starfsemi.

3
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
Bíræfnir dósaþjófar sem starfa í skjóli myrkurs hafa um hátt í tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Málið fékk á sig alvarlegri blæ fyrir nokkrum dögum þegar starfsmanni skátanna var hótað. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta, segir rökstuddan grun fyrir því að þarna sé um skipulagða glæpahópa erlendis frá að ræða.

4
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
Geirþrúður Gunnhildardóttir greindist með krabbamein í ársbyrjun 2021 og fór þremur dögum seinna í magaermisaðgerð hjá Aðalsteini Arnarssyni á Klíníkinni. Nokkrum mánuðum síðar, þegar hún var búin að jafna sig aðeins á sjokkinu sem hún varð fyrir, skrifaði hún honum bréf og gagnrýndi læknismeðferðina sem hún fékk.

5
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
Miklar breytingar virðast í farvatninu í íslenskum stjórnmálum. Fylgi Samfylkingar hefur næstum þrefaldast á kjörtímabilinu og flokkurinn stefnir á myndun mið-vinstri stjórnar. Flokkur forsætisráðherra hefur aldrei mælst með jafnlítið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn ekki heldur. Hann glímir við þá stöðu að Miðflokkurinn er að hirða af honum hægra fylgi.

6
Efast um samkynhneigðina þrátt fyrir dóm
„Maðurinn er bara samkynhneigður, það er engum blöðum um það að fletta. Það er ólöglegt í landinu sem hann kemur frá. Þú ferð bara í fangelsi,“ segir lögmaður samkynhneigðs hælisleitanda sem lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í byrjun nóvember.

7
Nýttu sér „manninn með gúmmístimpilinn“ í umfangsmikilli svikamyllu
Dönsk lögmannsstofa hefur verið sektuð um jafngildi átta milljarða íslenskra króna vegna meintra skattsvika. Málið er angi af stærstu svikamyllu í sögu danska skattsins.

8
„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
Í upphafi stríðsins í Úkraínu var Azovstal-verksmiðjan í Mariupol umsetin og undir stanslausum árásum Rússa svo mánuðum skipti. Þá flugu þyrluáhafnir með vistir til þeirra sem sátu fastir í verksmiðjunni. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari Heimildarinnar, hitti þær á stærðarinnar túni, umkringdur hestum.

9
Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð, sendi á dögunum kröfubréf til konu sem lét niðrandi ummæli um hann falla á netinu árið 2022. Sú sem fékk kröfuna segir að hún hafi viljað sýna stuðning við þolendur með ummælunum. Lögmaður hans útilokar ekki að fleiri slík bréf verði send í framtíðinni.

10
OECD gerir alvarlegar athugasemdir við eftirlit með nýsköpunarstyrkjum
Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum og eru áætlaðar 16,6 milljarðar króna á næsta ári. Í nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar segir að eftirliti og eftirfylgni með styrkjunum sé verulega ábótavant.
Mest lesið í vikunni

1
Dætur Eddu lýsa erfiðum aðstæðum og aðskilnaði frá bræðrum sínum
Dætur og systir Eddu Bjarkar Arnardóttur lýsa sínum sjónarhóli í viðtali við Heimildina. „Við upplifum það þannig að hann hafi markvisst unnið að sínu markmiði að hún færi í fangelsi,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar.

2
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
Geirþrúður Gunnhildardóttir, 48 ára gömul kona sem greindist með krabbamein árið 2021, fór í magaermisaðgerð á Klíníkinni. Hún segist ekki hafa hitt neinn starfsmann Klíníkurinnar fyrir aðgerðina og ekki fengið neina eftirmeðferð. Geirþrúður þurfti að nýta þjónustu ríkisrekna Sjúkrahótelsins og leita til Landspítalans eftir aðgerðina af því hún var svo veik.

3
Sonur Eddu Bjarkar: „Veistu hvenær mamma kemur heim?“
Synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru enn í felum og faðir drengjanna veit ekki hvar þeir eru niðurkomnir. Í gær staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð, en í dómnum segir að Edda Björk hafi beitt öllum ráðum til að komast undan lögreglunni. Fjölskyldan fékk sálfræðing til að framkvæma mat á strákunum.

4
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
Þrjár starfskonur hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu þjónustu karlkyns strippara þegar þær voru í fræðsluferð um hatursáróður á vegum mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar í síðasta mánuði. „Málið er litið alvarlegum augum,“ segir kynningarfulltrúi lögreglunnar.

5
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
Þáttaskil urðu á íslenska sódavatnsmarkaðinum í sumar, eftir að Toppur breyttist í Bonaqua. Því fylgdu tækifæri fyrir samkeppnisaðilann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 prósent hlutdeild á markaðinum. Fyrrverandi íslenskuprófessor sem gagnrýndi nafnbreytingu Topps segir gleðiefni að erlend nafngift virðist hafa vakið svo sterk viðbrögð.

6
Pressa: 2. þáttur
Mannúðarkrísan í Palestínu vegna árása Ísraelshers verða í brennidepli í Pressu í dag sem og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einu helsta olíuríki heims.

7
Bragi Páll Sigurðarson
Þetta einfalda ráð gerði mig að betra foreldri
Börnin mín eru börnin á Gaza. Börnin á Gaza eru börnin okkar.

8
Nýjasta fjöðrin í hattinn útí rassgati
Björn Teitsson, M.Sc. í borgarfræðum, brá sér í nýju Bónusverslunina í Garðabæ og rýndi pælandi í ásýnd hennar, arkitektúr og tilurð. Arkitektúr nýju Bónusbúðarinnar er að mati hans einkennandi fyrir svokallaða „Big Box“-verslun.

9
Sveinulf Vågene
Hvernig Norðmenn voru blekktir til að byggja vindorkuver
Norski orkuráðgjafinn Sveinulf Vågene skrifar um reynslu Norðmanna af byggingu vindorkuvera. Þar í landi hafa svæði sem jafnast á við 84 þúsund fótboltavelli verið lögð undir slíka starfsemi.

10
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
Héraðsdómur í Vestfold í Noregi taldi ástæðu til þess að óttast að ef Edda Björk Arnardóttir yrði ekki færð í gæsluvarðhald myndi hún komast undan. Barnsfaðir hennar segist hneykslaður á umræðunni sem beinist, að hans mati, frekar að réttindum Eddu en réttindum drengjanna. Edda sagði fyrir dóm á föstudag að þeir hefðu ekki viljað fara frá Íslandi með pabba sínum.
Mest lesið í mánuðinum

1
Dætur Eddu lýsa erfiðum aðstæðum og aðskilnaði frá bræðrum sínum
Dætur og systir Eddu Bjarkar Arnardóttur lýsa sínum sjónarhóli í viðtali við Heimildina. „Við upplifum það þannig að hann hafi markvisst unnið að sínu markmiði að hún færi í fangelsi,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar.

2
Pressa: Fyrsti þáttur
Í þætti dagsins verðum við á pólitíska sviðinu. Breytingar á kvótakerfinu og fiskveiðum, stjórnmálaástandið og áskoranir sem stjórnarmeirihlutinn stendur frammi fyrir. Einnig verður rætt um þögla einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
Viðmælendur eru Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar.

3
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
Íslenskur karlmaður setti inn umdeilda Facebook-færslu í hópinn Aðstoð við Grindvíkinga, þar sem fólki í neyð er boðin margvísleg aðstoð frá hjálpfúsum Íslendingum. Meðlimir hópsins brugðust illa við þegar maðurinn bauðst til að aðstoða einstæða móður með barn. „Skammastu þín karl fauskur.“

4
Valdablokkir í Matador um Marel
Það geisar stríð í íslensku viðskiptalífi. Stærstu eigendur stærsta fjárfestingafélags landsins, Eyris Invest, telja einn stærsta banka landsins, Arion banka, vera að reyna að tryggja Samherja og Stoðum yfirráð í Marel. Enn vakna spurningar um hvort eðlilegt sé að hefðbundin bankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi, eigi yfirhöfuð saman. Leikfléttan felur í sér næturfundi, veðkall, afsögn og á endanum greiðslustöðvun sem ætlað er að kaupa tíma fyrir þá sem gripnir voru í bólinu.

5
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
Geirþrúður Gunnhildardóttir, 48 ára gömul kona sem greindist með krabbamein árið 2021, fór í magaermisaðgerð á Klíníkinni. Hún segist ekki hafa hitt neinn starfsmann Klíníkurinnar fyrir aðgerðina og ekki fengið neina eftirmeðferð. Geirþrúður þurfti að nýta þjónustu ríkisrekna Sjúkrahótelsins og leita til Landspítalans eftir aðgerðina af því hún var svo veik.

6
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
Eiginkonur þriggja fyrrum stjórnenda hins fallna Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum á Spáni og víðar. Peningar sem geymdir eru í félögum á Tortóla og Kýpur eru notaðir til að byggja lúxusíbúðir. Hundruð milljóna króna hagnaður hefur orðið til í þessum aflandsfélögum. Ein þeirra hefur einnig fjárfest með hópi Íslendinga í breskum hjúkrunarheimilum.

7
Sonur Eddu Bjarkar: „Veistu hvenær mamma kemur heim?“
Synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru enn í felum og faðir drengjanna veit ekki hvar þeir eru niðurkomnir. Í gær staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð, en í dómnum segir að Edda Björk hafi beitt öllum ráðum til að komast undan lögreglunni. Fjölskyldan fékk sálfræðing til að framkvæma mat á strákunum.

8
Gengu fram á „algjört hyldýpi“ við Grindavík
Hún lét ekki mikið yfir sér, holan í malbikinu við Stað, skammt frá golfskálanum í Grindavík. En þegar betur var að gáð reyndist hún gríðarstór og fleiri metra djúp. Arnar Kárason lýsir því þegar hann gekk fram á „algjört hyldýpi“ í leiðangri í gær sem farinn var til að bjarga hestum.

9
Sif Sigmarsdóttir
Gripdeildir fína fólksins
Hópur fólks á Íslandi slær eign sinni á heila náttúruauðlind. Þau spila síðan hugvitssamlega á kerfið er þau afhenda börnum sínum eins og hvern annan erfðagrip það sem á blaði er „sameign íslensku þjóðarinnar“.

10
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Notkun eiginkvenna fyrrverandi stjórnenda Kaupþingsbanka á félögum á aflandssvæðinu Kypur er enn eitt dæmið um það að þessir aðilar hafi notast við slík félög í viðskiptum sínum eftir efnahagshrunið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og eiginkonu hans tengdust til dæmis félögum í Panamaskjölunum og árið 2019 var sagt frá Tortólafélagi sem notað var til að halda utan um eignir á Íslandi sem tengdust þeim.
Athugasemdir