Tveir Íslendingar sitja í haldi lögreglunnar í Fortaleza í Brasilíu grunaðir um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni en með henni fylgdi mynd af Íslendingunum sem teknar voru við yfirheyrslur. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu en samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þau kærustupar. Við leit í mótelherbergi þeirra fann lögreglan fjögur kíló af kókaíni.
Skráðu þig inn til að lesa
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Athugasemdir