Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenska ríkið tekur jarðir eignanámi vegna Kröflulínu

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra hef­ur heim­il­að Landsneti ehf. að fram­kvæma eign­ar­nám vegna lagn­ing­ar Kröflu­línu 4 og 5. Ráðu­neyt­ið seg­ir öll laga­skil­yrði fyr­ir hendi.

Íslenska ríkið tekur jarðir eignanámi vegna Kröflulínu
Landsnet Fyrirtækið hefur fengið leyfi hjá ráðherra til þess að framkvæmda eignarnám í Reykjahlíð. Mynd: Landsnet

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur, á grundvelli 23. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám á tilteknum landsréttindum í óskiptu landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. Háspennulínurnar liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í henni kemur fram að eignarnámsbeiðnin hafi verið til meðhöndlunar í ráðuneytinu frá því í september 2015. Með hliðsjón af dómum Hæstaréttar sem féllu í vor vegna Suðurnesjalínu 2 taldi ráðuneytið að rannsaka þyrfti betur möguleika á því að leggja viðkomandi raflínur í jörðu. Ráðuneytið óskaði því í kjölfarið eftir frekari upplýsingum frá Landsneti um samanburð á valkostum og barst ráðuneytinu skýrsla þess efnis sem send var í framhaldinu í rýni hjá tveimur sérfróðum aðilum auk Orkustofnunar.

„Þegar þau gögn lágu fyrir var skorað á eignarnámsbeiðanda og landeigendur að skoða málið í ljósi nýrra upplýsinga og freista þess að nýju að ná samningum. Eftir þessa áskorun náðust samningar við þrjá landeigendur til viðbótar og því var eignarnámsbeiðni hvað þá varðar dregin til baka 19. ágúst síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að eftir ítarlega gagnaöflun og rannsókn ráðuneytisins á öllum málavöxtum og sjónarmiðum eignarnámsbeiðanda og eignarnámsþola telur ráðuneytið að málið sé nægilega upplýst til ákvörðunar og að öll lagaskilyrði fyrir heimild til eignarnáms séu fyrir hendi. Var því í dag gefin út ákvörðun um að heimila eignarnám á því landi sem um ræðir.

„Í ákvörðun um að heimila eignarnám felst ákveðinn afnotaréttur af viðkomandi jörðum fyrir Landsnet í þágu framkvæmdarinnar. Um bætur vegna eignarnámsins fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms og sker matsnefnd eignarnámsbóta úr ágreiningi um eignarnámsbætur.“

Landeigendur vildu fara aðra leið

RÚV greindi frá því í maí að nokkrir landeigendur í Reykjahlíð sem áttu jarðir sem Landsnet vildi gera eignarnám á til að leggja Kröflulínur sögðu fyrirtækið aldrei hafa reynt almennilega að ná samningum við þá. Þeir vildu fara aðra leið með línurnar en Landsnet lagði til á sínum tíma. Þá kom fram að fyrirhugaðar línur yrðu lagðar frá Kröflu að tengivirki á Hólasandi og þaðan áfram til Þeistareykja og á Bakka á Húsavík. Landeigendur vildu hins vegar að þær færu í norður átt frá Kröflu, meðfram vegi sem þar liggur nú þegar og þannig minnka rask á ósnortu landi.

„Þeir buðu bara upp á ákveðinn pakka að þeirra hætti og það var bara annað hvort tækjum við það eða þá að þeir hótuðu okkur eignanámi. Ég kalla það ekki samningaviðræður og ekki heiðarlega framkomu,“ segir Sigfús Illugason, einn landeigenda, í samtali við RÚV.

Ekki náðist í Sigfús í dag við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár