Íslenska ríkið tekur jarðir eignanámi vegna Kröflulínu

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra hef­ur heim­il­að Landsneti ehf. að fram­kvæma eign­ar­nám vegna lagn­ing­ar Kröflu­línu 4 og 5. Ráðu­neyt­ið seg­ir öll laga­skil­yrði fyr­ir hendi.

Íslenska ríkið tekur jarðir eignanámi vegna Kröflulínu
Landsnet Fyrirtækið hefur fengið leyfi hjá ráðherra til þess að framkvæmda eignarnám í Reykjahlíð. Mynd: Landsnet

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur, á grundvelli 23. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám á tilteknum landsréttindum í óskiptu landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. Háspennulínurnar liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í henni kemur fram að eignarnámsbeiðnin hafi verið til meðhöndlunar í ráðuneytinu frá því í september 2015. Með hliðsjón af dómum Hæstaréttar sem féllu í vor vegna Suðurnesjalínu 2 taldi ráðuneytið að rannsaka þyrfti betur möguleika á því að leggja viðkomandi raflínur í jörðu. Ráðuneytið óskaði því í kjölfarið eftir frekari upplýsingum frá Landsneti um samanburð á valkostum og barst ráðuneytinu skýrsla þess efnis sem send var í framhaldinu í rýni hjá tveimur sérfróðum aðilum auk Orkustofnunar.

„Þegar þau gögn lágu fyrir var skorað á eignarnámsbeiðanda og landeigendur að skoða málið í ljósi nýrra upplýsinga og freista þess að nýju að ná samningum. Eftir þessa áskorun náðust samningar við þrjá landeigendur til viðbótar og því var eignarnámsbeiðni hvað þá varðar dregin til baka 19. ágúst síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að eftir ítarlega gagnaöflun og rannsókn ráðuneytisins á öllum málavöxtum og sjónarmiðum eignarnámsbeiðanda og eignarnámsþola telur ráðuneytið að málið sé nægilega upplýst til ákvörðunar og að öll lagaskilyrði fyrir heimild til eignarnáms séu fyrir hendi. Var því í dag gefin út ákvörðun um að heimila eignarnám á því landi sem um ræðir.

„Í ákvörðun um að heimila eignarnám felst ákveðinn afnotaréttur af viðkomandi jörðum fyrir Landsnet í þágu framkvæmdarinnar. Um bætur vegna eignarnámsins fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms og sker matsnefnd eignarnámsbóta úr ágreiningi um eignarnámsbætur.“

Landeigendur vildu fara aðra leið

RÚV greindi frá því í maí að nokkrir landeigendur í Reykjahlíð sem áttu jarðir sem Landsnet vildi gera eignarnám á til að leggja Kröflulínur sögðu fyrirtækið aldrei hafa reynt almennilega að ná samningum við þá. Þeir vildu fara aðra leið með línurnar en Landsnet lagði til á sínum tíma. Þá kom fram að fyrirhugaðar línur yrðu lagðar frá Kröflu að tengivirki á Hólasandi og þaðan áfram til Þeistareykja og á Bakka á Húsavík. Landeigendur vildu hins vegar að þær færu í norður átt frá Kröflu, meðfram vegi sem þar liggur nú þegar og þannig minnka rask á ósnortu landi.

„Þeir buðu bara upp á ákveðinn pakka að þeirra hætti og það var bara annað hvort tækjum við það eða þá að þeir hótuðu okkur eignanámi. Ég kalla það ekki samningaviðræður og ekki heiðarlega framkomu,“ segir Sigfús Illugason, einn landeigenda, í samtali við RÚV.

Ekki náðist í Sigfús í dag við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár