Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslendingar borðuðu að meðaltali 2,6 bollur á mann

Karl­ar borð­uðu fleiri boll­ur en kon­ur. Íbú­ar Aust­ur­lands borða flest­ar boll­ur.

Íslendingar borðuðu að meðaltali 2,6 bollur á mann
2,6 bollur á mann Íslendingar borðuðu að meðaltali 2,6 bollur á mann síðasta bolludag.

Austfirðingar stórtækir
Austfirðingar stórtækir Íbúar Austurlands borðuðu nærri því fjórar bollur á mann síðasta bolludag.

Íslendingar borðuðu að meðaltali 2,6 bollur síðastliðinn bolludag. Þetta kemur fram í niðurstöðum hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu Maskínu í dag. Rúmlega fimm prósent svarenda borðuðu fleiri en sjö bollur. Sá svarandi sem borðaði flestar bollur sagðist borða 24 bollur. Ríflega fjórðungur svarenda sögðust borða tvær bollur en tæplega 17% borða minna en eina bollu. 

Þegar svörin eru greind eftir bakgrunni svarenda má sjá að karlar borðuðu fleiri bollur en konur. Íbúar á Austurlandi borðuðu meira en íbúar annarra landsvæða en þeir borðuðu nærri því fjórar bollur á mann á bolludaginn. Þá vekur athygli að svarendur í yngsta aldurshópnum borða færri bollur en þeir sem eldri eru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár