Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetur þingið til að mæta kröfum byltingarinnar

Vara­þing­mað­ur hvatti rík­is­stjórn­ina, þing­ið og þjóð­ina til að bregð­ast við í kjöl­far #FreeT­heNipple og Beauty tips bylt­ing­ar­inn­ar. Hér er ræð­an sem all­ir eru að tala um.

Hvetur þingið til að mæta kröfum byltingarinnar

Ræða Andrésar Inga Jónssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær hefur vakið talsverða athygli. Þar fjallaði hann um stafrænu kvennabyltingarnar undir formerkjum #FreeTheNipple og nú síðast #þöggun og #konurtala.

„Undanfarnar vikur og mánuði hefur ótrúleg orka leyst úr læðingi á Íslandi. Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag. Hér á ég við kvennabyltinguna sem gegnir ýmsum nöfnum. Samfélagsbylgju sem tók að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og hefur síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem er að mestu borin uppi af ungum konum,“ segir Andrés Ingi og viðurkennir að honum hafi brugðið við þegar bylgjan reis. „Ég hafði ekki áður áttað mig á því hvað hrelliklám, ein útgáfa af rafrænu ofbeldi, er stór hluti af lífi ungra kvenna. Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar.“

Sjá einnig: Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

„Nú þurfum við öll að hlusta“

Eins og Andrés benti á fylgdu #FreeTheNipple byltingunni margar aðrar sjálfsprottnar byltingar gegn þögninni. Sú sterkasta er mögulega Beauty tips byltingin svokallaða þar sem konur deildu reynslu sinni af ofbeldi í lokuðum kvennahópi á Facebook. „Umræðan barst okkur körlunum síðan þegar sögur og myndir tóku að birtast á samfélagsmiðlum. Þolendur ofbeldis merktu sig appelsínugulum andlitum. Gul andlit urðu táknmynd allra hinna, sem þekkja þolendur ofbeldis. Appelsínugulu andlitin voru ótrúlega mörg. Svo mörg, að mér leið helst eins og náttúruhamfarir hefðu orðið. Í náttúruhamförum hefðu viðbrögðin ekki staðið á sér. Þá skipuleggja stjórnvöld fjöldahjálparmiðstöðvar, þau bretta upp ermarnar og taka til óspilltra málanna. Þau laga það sem lagað verður. En hver voru viðbrögðin þegar þagnarmúrinn brast? Þau voru lítil. Að minnsta kosti ekki í neinu samræmi við umfang vandans,“ segir Andrés. 

Hann segir Íslendinga bregðast við þegar þeir upplifi stór áföll. Til dæmis séu þeir svo lánsamir að hafa byggt innviði til að takast á við felst það sem náttúran lætur okkur finna fyrir. „Sjaldan er spurt um verðmiða þegar þarf að byggja upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup, en af hverju er sálfræðiþjónusta steytt úr hnefa til þolenda kynferðisofbeldis? Í þeirri umræðu sem kemur reglulega upp um að rafbyssuvæða lögregluna virðist kostnaður aldrei vera sami þröskuldurinn og þegar ræddar eru leiðir til að stórefla kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hverju sætir? Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála? Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni? Nú þurfum við öll að hlusta; ríkisstjórnin, þingið og þjóðin. Og við þurfum að bregðast við. Mæta kröfum byltingarinnar. Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“

 

Lára Hanna Einarsdóttir birti ræðu Andrésar Inga á YouTube rás sinni í gær og hana má sjá og heyra hér fyrir neðan:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár