Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetur þingið til að mæta kröfum byltingarinnar

Vara­þing­mað­ur hvatti rík­is­stjórn­ina, þing­ið og þjóð­ina til að bregð­ast við í kjöl­far #FreeT­heNipple og Beauty tips bylt­ing­ar­inn­ar. Hér er ræð­an sem all­ir eru að tala um.

Hvetur þingið til að mæta kröfum byltingarinnar

Ræða Andrésar Inga Jónssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær hefur vakið talsverða athygli. Þar fjallaði hann um stafrænu kvennabyltingarnar undir formerkjum #FreeTheNipple og nú síðast #þöggun og #konurtala.

„Undanfarnar vikur og mánuði hefur ótrúleg orka leyst úr læðingi á Íslandi. Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag. Hér á ég við kvennabyltinguna sem gegnir ýmsum nöfnum. Samfélagsbylgju sem tók að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og hefur síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem er að mestu borin uppi af ungum konum,“ segir Andrés Ingi og viðurkennir að honum hafi brugðið við þegar bylgjan reis. „Ég hafði ekki áður áttað mig á því hvað hrelliklám, ein útgáfa af rafrænu ofbeldi, er stór hluti af lífi ungra kvenna. Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar.“

Sjá einnig: Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

„Nú þurfum við öll að hlusta“

Eins og Andrés benti á fylgdu #FreeTheNipple byltingunni margar aðrar sjálfsprottnar byltingar gegn þögninni. Sú sterkasta er mögulega Beauty tips byltingin svokallaða þar sem konur deildu reynslu sinni af ofbeldi í lokuðum kvennahópi á Facebook. „Umræðan barst okkur körlunum síðan þegar sögur og myndir tóku að birtast á samfélagsmiðlum. Þolendur ofbeldis merktu sig appelsínugulum andlitum. Gul andlit urðu táknmynd allra hinna, sem þekkja þolendur ofbeldis. Appelsínugulu andlitin voru ótrúlega mörg. Svo mörg, að mér leið helst eins og náttúruhamfarir hefðu orðið. Í náttúruhamförum hefðu viðbrögðin ekki staðið á sér. Þá skipuleggja stjórnvöld fjöldahjálparmiðstöðvar, þau bretta upp ermarnar og taka til óspilltra málanna. Þau laga það sem lagað verður. En hver voru viðbrögðin þegar þagnarmúrinn brast? Þau voru lítil. Að minnsta kosti ekki í neinu samræmi við umfang vandans,“ segir Andrés. 

Hann segir Íslendinga bregðast við þegar þeir upplifi stór áföll. Til dæmis séu þeir svo lánsamir að hafa byggt innviði til að takast á við felst það sem náttúran lætur okkur finna fyrir. „Sjaldan er spurt um verðmiða þegar þarf að byggja upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup, en af hverju er sálfræðiþjónusta steytt úr hnefa til þolenda kynferðisofbeldis? Í þeirri umræðu sem kemur reglulega upp um að rafbyssuvæða lögregluna virðist kostnaður aldrei vera sami þröskuldurinn og þegar ræddar eru leiðir til að stórefla kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hverju sætir? Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála? Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni? Nú þurfum við öll að hlusta; ríkisstjórnin, þingið og þjóðin. Og við þurfum að bregðast við. Mæta kröfum byltingarinnar. Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“

 

Lára Hanna Einarsdóttir birti ræðu Andrésar Inga á YouTube rás sinni í gær og hana má sjá og heyra hér fyrir neðan:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár