Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetja til banns á foie gras

Foie gras lifr­arkæfa er fram­leidd með því að þvinga fæðu of­an í gæs­ir og end­ur svo lif­ur þeirra verði of­vax­in. Óheim­ilt er að beita slík­um að­ferð­um hér á landi en leyfi­legt er að flytja inn foie gras. Dýra­vernd­ar­sam­band Ís­lands skor­ar á ráð­herra að banna inn­flutn­ing á af­urð­um sem fram­leidd­ar eru við lak­ari vel­ferð­ar­skil­yrði er kraf­ist er hér á landi.

Hvetja til banns á foie gras
Umdeild aðferð Fuglum er gefið fóður með röri um meltingarveg. Magn fóðursins er mun meira en fuglarnir myndu annars éta. Útkoman er ofvaxin fitulifur sem notuð er til framleiðslu á lifrarkæfunni foie gras.

Framleiðsluaðferð á lifrarkæfunni foie gras er umdeild um allan heim. Við framleiðslu á foie gras er fóður þvingað með röri niður um háls gæsa og anda, með þeim afleiðingum að lifur þeirra verður allt að tíu sinnum stærri en eðlilegt getur talist. Samkvæmt lögum um dýravelferð er ekki leyfi­­legt að framleiða foie gras hér á landi en inn­flutn­ingur á vörunni er leyfi­legur og er kæfan til sölu í matvöru­verslunum og á veitingastöðum. 

Foie gras þýðir feit lifur á frönsku og hafa dýraverndarsamtök bæði hér á landi og erlendis beitt sér gegn framleiðslu og innflutningi á vörunni. Nú í haust sendi Dýra­verndarsamband Íslands áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að setja reglu­gerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra. Í áskorun Dýra­verndar­­sam­bands­ins segir að framleiðsla á foie gras sé ill meðferð á dýrum, hvernig sem á málið sé litið. Indland er eina ríkið í heiminum sem hefur bannað bæði framleiðslu og innflutning á foie gras en í Ástralíu og fjölda Evrópuríkja er framleiðsla óheimil.

Heimild í lögum

Ný lög um dýravelferð tóku gildi í byrjun síðasta árs. Þar segir að bannað sé að þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og því er ljóst að nauðungarfóðrun sú sem tíðkast við hefðbundna framleiðslu á foie gras er ekki heimil hér á landi. Eins er ráðherra skylt að setja reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár