Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hvetja til banns á foie gras

Foie gras lifr­arkæfa er fram­leidd með því að þvinga fæðu of­an í gæs­ir og end­ur svo lif­ur þeirra verði of­vax­in. Óheim­ilt er að beita slík­um að­ferð­um hér á landi en leyfi­legt er að flytja inn foie gras. Dýra­vernd­ar­sam­band Ís­lands skor­ar á ráð­herra að banna inn­flutn­ing á af­urð­um sem fram­leidd­ar eru við lak­ari vel­ferð­ar­skil­yrði er kraf­ist er hér á landi.

Hvetja til banns á foie gras
Umdeild aðferð Fuglum er gefið fóður með röri um meltingarveg. Magn fóðursins er mun meira en fuglarnir myndu annars éta. Útkoman er ofvaxin fitulifur sem notuð er til framleiðslu á lifrarkæfunni foie gras.

Framleiðsluaðferð á lifrarkæfunni foie gras er umdeild um allan heim. Við framleiðslu á foie gras er fóður þvingað með röri niður um háls gæsa og anda, með þeim afleiðingum að lifur þeirra verður allt að tíu sinnum stærri en eðlilegt getur talist. Samkvæmt lögum um dýravelferð er ekki leyfi­­legt að framleiða foie gras hér á landi en inn­flutn­ingur á vörunni er leyfi­legur og er kæfan til sölu í matvöru­verslunum og á veitingastöðum. 

Foie gras þýðir feit lifur á frönsku og hafa dýraverndarsamtök bæði hér á landi og erlendis beitt sér gegn framleiðslu og innflutningi á vörunni. Nú í haust sendi Dýra­verndarsamband Íslands áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að setja reglu­gerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra. Í áskorun Dýra­verndar­­sam­bands­ins segir að framleiðsla á foie gras sé ill meðferð á dýrum, hvernig sem á málið sé litið. Indland er eina ríkið í heiminum sem hefur bannað bæði framleiðslu og innflutning á foie gras en í Ástralíu og fjölda Evrópuríkja er framleiðsla óheimil.

Heimild í lögum

Ný lög um dýravelferð tóku gildi í byrjun síðasta árs. Þar segir að bannað sé að þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og því er ljóst að nauðungarfóðrun sú sem tíðkast við hefðbundna framleiðslu á foie gras er ekki heimil hér á landi. Eins er ráðherra skylt að setja reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár