Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetja til banns á foie gras

Foie gras lifr­arkæfa er fram­leidd með því að þvinga fæðu of­an í gæs­ir og end­ur svo lif­ur þeirra verði of­vax­in. Óheim­ilt er að beita slík­um að­ferð­um hér á landi en leyfi­legt er að flytja inn foie gras. Dýra­vernd­ar­sam­band Ís­lands skor­ar á ráð­herra að banna inn­flutn­ing á af­urð­um sem fram­leidd­ar eru við lak­ari vel­ferð­ar­skil­yrði er kraf­ist er hér á landi.

Hvetja til banns á foie gras
Umdeild aðferð Fuglum er gefið fóður með röri um meltingarveg. Magn fóðursins er mun meira en fuglarnir myndu annars éta. Útkoman er ofvaxin fitulifur sem notuð er til framleiðslu á lifrarkæfunni foie gras.

Framleiðsluaðferð á lifrarkæfunni foie gras er umdeild um allan heim. Við framleiðslu á foie gras er fóður þvingað með röri niður um háls gæsa og anda, með þeim afleiðingum að lifur þeirra verður allt að tíu sinnum stærri en eðlilegt getur talist. Samkvæmt lögum um dýravelferð er ekki leyfi­­legt að framleiða foie gras hér á landi en inn­flutn­ingur á vörunni er leyfi­legur og er kæfan til sölu í matvöru­verslunum og á veitingastöðum. 

Foie gras þýðir feit lifur á frönsku og hafa dýraverndarsamtök bæði hér á landi og erlendis beitt sér gegn framleiðslu og innflutningi á vörunni. Nú í haust sendi Dýra­verndarsamband Íslands áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að setja reglu­gerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra. Í áskorun Dýra­verndar­­sam­bands­ins segir að framleiðsla á foie gras sé ill meðferð á dýrum, hvernig sem á málið sé litið. Indland er eina ríkið í heiminum sem hefur bannað bæði framleiðslu og innflutning á foie gras en í Ástralíu og fjölda Evrópuríkja er framleiðsla óheimil.

Heimild í lögum

Ný lög um dýravelferð tóku gildi í byrjun síðasta árs. Þar segir að bannað sé að þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og því er ljóst að nauðungarfóðrun sú sem tíðkast við hefðbundna framleiðslu á foie gras er ekki heimil hér á landi. Eins er ráðherra skylt að setja reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu