Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetja til banns á foie gras

Foie gras lifr­arkæfa er fram­leidd með því að þvinga fæðu of­an í gæs­ir og end­ur svo lif­ur þeirra verði of­vax­in. Óheim­ilt er að beita slík­um að­ferð­um hér á landi en leyfi­legt er að flytja inn foie gras. Dýra­vernd­ar­sam­band Ís­lands skor­ar á ráð­herra að banna inn­flutn­ing á af­urð­um sem fram­leidd­ar eru við lak­ari vel­ferð­ar­skil­yrði er kraf­ist er hér á landi.

Hvetja til banns á foie gras
Umdeild aðferð Fuglum er gefið fóður með röri um meltingarveg. Magn fóðursins er mun meira en fuglarnir myndu annars éta. Útkoman er ofvaxin fitulifur sem notuð er til framleiðslu á lifrarkæfunni foie gras.

Framleiðsluaðferð á lifrarkæfunni foie gras er umdeild um allan heim. Við framleiðslu á foie gras er fóður þvingað með röri niður um háls gæsa og anda, með þeim afleiðingum að lifur þeirra verður allt að tíu sinnum stærri en eðlilegt getur talist. Samkvæmt lögum um dýravelferð er ekki leyfi­­legt að framleiða foie gras hér á landi en inn­flutn­ingur á vörunni er leyfi­legur og er kæfan til sölu í matvöru­verslunum og á veitingastöðum. 

Foie gras þýðir feit lifur á frönsku og hafa dýraverndarsamtök bæði hér á landi og erlendis beitt sér gegn framleiðslu og innflutningi á vörunni. Nú í haust sendi Dýra­verndarsamband Íslands áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að setja reglu­gerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra. Í áskorun Dýra­verndar­­sam­bands­ins segir að framleiðsla á foie gras sé ill meðferð á dýrum, hvernig sem á málið sé litið. Indland er eina ríkið í heiminum sem hefur bannað bæði framleiðslu og innflutning á foie gras en í Ástralíu og fjölda Evrópuríkja er framleiðsla óheimil.

Heimild í lögum

Ný lög um dýravelferð tóku gildi í byrjun síðasta árs. Þar segir að bannað sé að þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og því er ljóst að nauðungarfóðrun sú sem tíðkast við hefðbundna framleiðslu á foie gras er ekki heimil hér á landi. Eins er ráðherra skylt að setja reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár