Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvetja til banns á foie gras

Foie gras lifr­arkæfa er fram­leidd með því að þvinga fæðu of­an í gæs­ir og end­ur svo lif­ur þeirra verði of­vax­in. Óheim­ilt er að beita slík­um að­ferð­um hér á landi en leyfi­legt er að flytja inn foie gras. Dýra­vernd­ar­sam­band Ís­lands skor­ar á ráð­herra að banna inn­flutn­ing á af­urð­um sem fram­leidd­ar eru við lak­ari vel­ferð­ar­skil­yrði er kraf­ist er hér á landi.

Hvetja til banns á foie gras
Umdeild aðferð Fuglum er gefið fóður með röri um meltingarveg. Magn fóðursins er mun meira en fuglarnir myndu annars éta. Útkoman er ofvaxin fitulifur sem notuð er til framleiðslu á lifrarkæfunni foie gras.

Framleiðsluaðferð á lifrarkæfunni foie gras er umdeild um allan heim. Við framleiðslu á foie gras er fóður þvingað með röri niður um háls gæsa og anda, með þeim afleiðingum að lifur þeirra verður allt að tíu sinnum stærri en eðlilegt getur talist. Samkvæmt lögum um dýravelferð er ekki leyfi­­legt að framleiða foie gras hér á landi en inn­flutn­ingur á vörunni er leyfi­legur og er kæfan til sölu í matvöru­verslunum og á veitingastöðum. 

Foie gras þýðir feit lifur á frönsku og hafa dýraverndarsamtök bæði hér á landi og erlendis beitt sér gegn framleiðslu og innflutningi á vörunni. Nú í haust sendi Dýra­verndarsamband Íslands áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að setja reglu­gerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra. Í áskorun Dýra­verndar­­sam­bands­ins segir að framleiðsla á foie gras sé ill meðferð á dýrum, hvernig sem á málið sé litið. Indland er eina ríkið í heiminum sem hefur bannað bæði framleiðslu og innflutning á foie gras en í Ástralíu og fjölda Evrópuríkja er framleiðsla óheimil.

Heimild í lögum

Ný lög um dýravelferð tóku gildi í byrjun síðasta árs. Þar segir að bannað sé að þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og því er ljóst að nauðungarfóðrun sú sem tíðkast við hefðbundna framleiðslu á foie gras er ekki heimil hér á landi. Eins er ráðherra skylt að setja reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár