Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Urðu ekki við hjálparbeiðni Snowdens en hurfu bæði úr embætti vegna upplýsingaleka: „Kaldhæðni örlaganna eða bara karma“

Krist­inn Hrafns­son seg­ir Sig­mund Dav­íð og Hönnu Birnu hafa huns­að beiðni Snowd­ens um póli­tískt hæli á Ís­landi. Það sé lyk­il­spurn­ing hvort ný rík­is­stjórn muni rétta upp­ljóstr­ar­an­um hjálp­ar­hönd.

Urðu ekki við hjálparbeiðni Snowdens en hurfu bæði úr embætti vegna upplýsingaleka: „Kaldhæðni örlaganna eða bara karma“

Kristinn Hrafnsson, blaðamaður sem starfað hefur sem talsmaður Wikileaks undanfarin ár, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og innanríkisráðherra, hafi hunsað hjálparbeiðni uppljóstrarans Edwards Snowdens sumarið 2013. Auk þess hafi stjórnarflokkarnir látið þingmannafrumvarp um að Snowden fengi ríkisborgararétt daga uppi án efnislegrar umræðu. „Nú veit engin hvernig stjórn verður hér að afloknum kosningum en það er í mínum huga lykilspurning hvort hún muni rétta Snowden hjálparhönd. Hann fylgist með,“ skrifar Kristinn á Facebook

Fjöldi mannréttindasamtaka, meðal annars Amnesty International, American Civil Liberties Union (ACLU) og Human Rights Watch, ýtti úr vör alþjóðlegri undirskriftasöfnun til stuðnings Edward Snowden fyrir helgi. Þess er krafist að Barack Obama veiti Snowden sakaruppgjöf áður en hann lætur af embætti. 

Rúmlega þrjú ár eru liðin frá uppljóstrunum Snowdens en þökk sé þeim var heimsbyggðin upplýst um stórtækar persónunjósnir bandarískra og breskra stjórnvalda sem fela í sér brot gegn friðhelgi einkalífs milljóna manna um allan heim. Á vef Amnesty á Íslandi er bent á að enn dvelur Snowden í mikilli óvissu í Rússlandi. Á grundvelli bandarískra njósnalaga á Snowden yfir höfði sér ákæru og líklega áratugalangan fangelsisdóm snúi hann aftur til Bandaríkjanna.

Ráðherrar sagðir hafa hunsað erindið

„Nú er byrjað að sýna kvikmynd Oliver Stone um Edward Snowden (sé hvergi hvenær hún er væntanleg til Íslands) og á sama tíma gerist tvennt; þrýst er á Obama að náða hann og njósnanefnd Bandaríkjaþings áréttar bullið um að hann hafi tjónað mikilvæga öryggishagsmuni. Vonir um náðun eru vægast sagt veikar. Bandaríkjamenn eru klofnir í afstöðu sinni; helmingur telur hann þjóðhollann föðurlandsvin, helmingur landráðamann. Kvikmyndin kann að breyta þessu sem þó er alls ekki víst,“ skrifar Kristinn og víkur svo að hjálparbeiðni Snowdens: „Skömmu eftir að Snowden steig fram, í júní 2013, sendi hann hjálparbeiðni til Íslenskra stjórnvalda. Ég var milliliðurinn. Þáverandi forsætisráðherra og innanríkisráðherra hunsuðu erindið eða ýttu því frá sér. Bæði urðu að hverfa úr embætti vegna upplýsingaleka, þó eðisólíkir væru. Ef til vill kaldhæðni örlaganna eða bara karma. Þingmenn allra stjórnarandstöðu-flokka fluttu frumvarp á sumarþingi um að veita honum ríkisborgararétt en stjórnarflokkarnir köstuðu því út úr þinginu, án efnislegrar umræðu.“

Kristinn segist hafa spurt þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingarinnar fyrr á árinu hvort þeir vilji styðja Snowden að afloknum kosningum. „Svörin verða ekki túlkuð öðruvísi en að svo sé (Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll og Helgi Hrafn). Það væri vert að spyrja sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, formsins vegna, hvort þeir eru enn við sama heygarðshornið. Þá er þetta ágæt prófspurning til Viðreisnar því afstaðan til Snowden er þess eðlis að afhjúpa raunverulegt eðli þeirrar hreyfingar og hvort hún boðar raunveruleg frávik frá kreddum sérhagsmuna valdaklíkunnar. Nú veit engin hvernig stjórn verður hér að afloknum kosningum en það er í mínum huga lykilspurning hvort hún muni rétta Snowden hjálparhönd. Hann fylgist með.“

Innanríkisráðuneytið gegn Snowden

Stundin hefur áður fjallað um meðferð innanríkisráðuneytisins á beiðni Edwards Snowdens um pólitiskt hæli. Um svipað leyti og Kristinn Hrafnsson kom óskum hans áleiðis barst Íslandi framsalsbeiðni frá bandarískum yfirvöldum sem vildu aðstoð Íslendinga við að hafa hendur í hári Snowdens. Í ljósi þess að framsalsbeiðnin uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna – Snowden var ekki staddur á Íslandi þegar hún barst – hefði innanríkisráðuneytið lögum samkvæmt átt að hafna framsalsbeiðninni strax. Það var hins vegar ekki gert. Í staðinn óskaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum um Snowden frá Bandaríkjunum og hélt málinu opnu í marga mánuði. Þá fékk Snowden réttarstöðu sakbornings þótt ekkert benti til þess að hann hefði brotið íslensk lög. Þetta gagnrýndi Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður sem fór með mál Snowdens, harðlega. Taldi hann ráðuneytið hafa skaðað réttarstöðu skjólstæðings síns.

„Viðbrögð innanríkisráðuneytisins endurspegla þjónkun við bandarísk stjórnvöld sem ég sé ekki að samræmist íslenskum hagsmunum á nokkurn hátt,“ sagði Kristinn þegar DV ræddi við hann sumarið 2014. Hringlandi og tafir innanríkisráðuneytisins í tíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sköðuðu réttarstöðu Snowdens hérlendis og girtu fyrir að hann kæmi til Íslands og leitaði hér hælis. Snowden gat ekki treyst því að hann fengi um frjálst höfuð strokið á Íslandi. Hann mátti allt eins eiga von á því að verða handtekinn og afhentur bandarískum stjórnvöldum. Þá hefði farið fyrir honum eins og fór fyrir Chelsea Manning.

„Hættuleg skilaboð“

„Ljóst er að aðgerðir Edward Snowden voru í þágu almannaheilla. Hann kom til leiðar einni mikilvægustu umræðu sem um getur í áratugi um geðþóttaeftirlit stjórnvalda og var kveikjan að alþjóðlegri hreyfingu til varnar persónuverndar á tímum rafrænna samskipta.“ Þetta er haft eftir Salil Shetty, framkvæmdastjóra Amnesty International á vef Íslandsdeildar samtakanna.

„Að refsa Snowden fyrir gjörðir sínar sendir þau hættulegu skilaboð að þeir sem verða vitni að mannréttindabrotum á bak við luktar dyr ættu ekki að segja frá. Það er kaldhæðnislegt að Snowden sé meðhöndlaður sem njósnari þegar hetjudáð hans dró athygli heimsins að þeirri staðreynd að bandarísk og bresk stjórnvöld stunduðu ólöglegar njósir á milljónum einstaklinga, án þeirra samþykkis. Fjöldaeftirlitið sem Snowden afhjúpaði hefur áhrif á líf fólks um allan heim. Herferð okkar gefur almenningi kost á að kalla eftir sakaruppgjöf Snowden og að þakka honum fyrir að hrinda af stað aðgerðum einstaklinga um heim allan sem láta sig friðhelgi einkalífsins varða.“

Hér má skrifa undir ákall mannréttindasamtakanna til Barack Obama, Bandaríkjaforseta um að veita Edward Snowden sakaruppgjöf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár