Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gylfi Magnússon: Hugmyndir framsóknarmanna myndu „stórauka vanda ungs fólks sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði“

„Þeim sem er í nöp við verð­tryggð lán ætti að vera sama þótt aðr­ir taki slík lán ef þeir þurfa ekki að gera það sjálf­ir,“ skrif­ar Gylfi Magnús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi ráð­herra.

Gylfi Magnússon: Hugmyndir framsóknarmanna myndu „stórauka vanda ungs fólks sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði“
Af þingflokksfundi í gær Mynd: Heiða Helgadóttir

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gagnrýnir harðlega þær hugmyndir sem birtast í aðsendri grein sem Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fengu birta í Fréttablaðinu í dag.

Elsa Lára Arnardóttir
Elsa Lára Arnardóttir

Í greininni tala þau fyrir því að gripið verði til aðgerða sem „minnki vægi verðtryggingarinnar“ ef ekki sé meirihluti í þinginu fyrir algjöru afnámi, þ.e. banni við verðtryggingu af neytendalánum. Skemmst er að minnast þess að „afnám verð­trygg­ingar“ var eitt helsta kosn­inga­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir þingkosn­ing­arnar 2013. 

Í grein Gunnars Braga og Elsu eru viðraðar hugmyndir um að setja þak á verðtryggingu þannig að ef verðbólga fari yfir ákveðna prósentu þá taki lánveitandi á sig áhættuna umfram það. Gylfi gerir athugasemd við þetta.

„Þak á verðtryggingu þýðir aukna áhættu fyrir lánveitendur (og mögulegan happdrættisvinning fyrir lántakendur). Það býr til áhættu algjörlega að óþörfu og mun einfaldlega leiða til hærri vaxtakröfu, sem lántakendur greiða,“ skrifar hann á Facebook-síðu sinni.

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson

Í pistli Gunnars og Elsu er jafnframt þeirri hugmynd varpað fram að gerðar verði „breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs (SVN) í stað vísitölu neysluverðs (VNV)“.

Að sögn Gylfa Magnússonar er út af fyrir sig ekki fráleitt að miða við vísitölu neysluverðs án húsnæðis í stað þeirrar sem nú er notuð. „En það eykur áhættu í þessum viðskiptum því að það gerir það líklegra að fasteignir verði yfirveðsettar eða a.m.k. með lítið veðrými þegar fasteignaverð hækkar minna en almennt verðlag. Það er því erfitt að sjá að þetta sé almennt til bóta. Það væri hins vegar alveg sjálfsagt að leyfa fleiri vísitölur en eina í svona viðskiptum, líka t.d. launavísitölu og vísitölu fasteignaverðs. Það er algjör óþarfi að löggjafinn taki slíkt samningsfrelsi af fólki.“

Í grein sinni viðra Gunnar og Elsa loks hugmyndir um að settar verði takmarkanir á fjölda þeirra verðtryggðu lána sem lánastofnanir geta átt. „En það er nú svo að verðtryggðu lánasöfn/eignasöfn bankanna aukast verulega þegar verðbólga fer af stað. Það verður eignatilfærsla frá heimilum landsins til fjármálastofnana. Það verður að stöðva,“ skrifa þau og bæta því við að breyta mætti útreikningi verðtryggðra lána „þannig að breytingar á vísitölu reiknist á og greiðist af hverjum gjalddaga fyrir sig en ekki höfuðstól“ og kom þannig í veg fyrir snjóboltaáhrif verðtryggingarinnar á lánasöfn.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Gylfi er ósammála þessari nálgun:

„Að þvinga lántakendur til að greiða verðbætur jafnóðum þýðir afar háa greiðslubyrði fyrstu árin og í verðbólguskoti en lága greiðslubyrði undir lok lánstímans, þegar lántakendur þurfa almennt ekki á því að halda. Þetta myndi m.a. stórauka vanda ungs fólks sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði og á í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrðinni. Það sama á við um hugmyndir um að setja þak á lánstíma (sem tekur meðalgreindan bankamann innan við eina mínútu að finna leið framhjá).“

Að lokum segir hann ástæðulaust að svipta fólk valmöguleikum. „Þeir sem vilja verðtryggð lán (flestir m.v. hvers konar lán fólk tekur nú) eiga að geta tekið þau, hinir taka óverðtryggð. Þeim sem er í nöp við verðtryggð lán ætti að vera sama þótt aðrir taki slík lán ef þeir þurfa ekki að gera það sjálfir. Þessi þráhyggja, að vilja draga úr verðtryggingu, er nánast óskiljanleg. Einu haldbæru rökin gegn henni eru að hún dregur úr virkni peningastefnu Seðlabankans. Það er út af fyrir sig alveg rétt. Takmörkun á frelsi til að semja um verðtryggingu er hins vegar fráleit aðgerð sé hún hugsuð sem einhvers konar neytendavernd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár