Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðbergur um Hallgrím: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“

Guð­berg­ur Bergs­son gagn­rýn­ir op­in­ber­un Hall­gríms Helga­son­ar á nauðg­un í pistli í DV í dag. Ráð­gjafi hjá Stíga­mót­um seg­ir mik­il­vægt sýna fólki þakk­læti og virð­ingu sem seg­ir frá kyn­ferð­isof­beldi.

Guðbergur um Hallgrím: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“

Guðbergur Bergsson rithöfundur hæðist að Hallgrími Helgasyni rithöfundi í pistli í DV í dag en sá síðarnefndi steig fram í síðustu viku og sagði frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir þegar hann var 22 ára. Hallgrímur segir frá ofbeldinu í skáldævisögu sinni, Sjóveikur í München, og ræddi meðal annars í viðtölum við Fréttatímann og Stundina um helgina. 

„Nú kemur hver stórfréttin á fætur annarri í jólabókaflóðinu: Hallgrími Helgasyni rithöfundi kvað hafa verið nauðgað, í nýrri bók, með þeim afleiðingum að við samningu hennar hafi einskonar sveskjusteinn (kannski í líkingu við steinbarn Laxness?) gengið niður af honum úr sálinni eða földu móðurlífi í einskonar hommaskáp í skrokknum,“ skrifar Guðbergur meðal annars. Þá segir hann Hallgrím enga ljósmyndafælu heldur það sem í útlöndum sé kallað myndatottara, „svo þjóðin hefur drukkið í sig útlit hans. Þess vegna sagði kvikindi: Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk? Hefði ekki verið eins gott að fara upp á marglyttu og að fást við saklausa þjóhnappa hans? Líklega mun hið sanna seint koma í ljós. Til þess þyrfti skáldið, að eigin sögn, að skrifa þúsund blaðsíðna bók með brennandi efni við 1000 gráðu skapandi hita. En þjóðin með sína heimsfrægu samúð spyr: Hví kærir maðurinn þetta ekki? Það er ekki of seint. Honum yrði tekið opnum örmum í Konukoti þar sem hann gæti „unnið í sjálfum sér“ eins og margir og margar til að endurfæðast síðan með „miklum létti“.“

„Hefði ekki verið eins gott að fara upp á marglyttu og að fást við saklausa þjóhnappa hans?“

Áður hæðst að flóttamönnum og femínistum

Pistill Guðbergs ber titilinn „Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina?“ en í honum fjallar hann einnig um nýútkomna skáldævisögu Jóns Gnarrs. Guðbergur er einn af föstum pistlahöfundum DV en hann var kynntur til 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár